Segir útlit fyrir eindæmagott berjasumar Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Bláber og aðalbláber í Reykhólasveit eru komin nokkuð vel á veg. Mynd/Sigþrúður Gunnarsdóttir „Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira