Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2019 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38