Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2019 18:45 Icelandair Group áætlar að tap félagsins vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna verði ekki minna en sautján milljarðar. Forstjóri félagsins segir það algjörlega óhugsandi að félagið fái ekki bætur greiddar frá flugvélaframleiðandanum. Ellefu milljarða króna tap hefur verið á rekstri flugfélagsins fyrstu sex mánuði þessa árs en forstjórinn segir að staða félagsins sé þó sterk. Tap Icelandair á öðrum ársfjórðungi þessa árs er rúmega 40,8 milljónir Bandaríkjadala sem er að jafnvirði rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. Tapið eykst á milli ára en á sama tímabili í fyrra nam tapið 25 milljónum dala. Þetta kom fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var eftir lokun markaða í dag. Forsjóri félagsins segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. „Við erum með sterkan efnahagsreikning og lausafjárstöðu og það er okkar stefna að halda efnahagsreikningnum þannig. Við erum með yfir fjögur hundruð milljónir dollara í eigið fé og um tvö hundruð milljónir í lausafé,“ segir Bogi Nil Bogason, forstjóri Icelandair Group. Kyrrsetning fjögurra Boeing MAX-737 flugvéla félagsins hefur haft mikil áhrif á rekstur félagsins og gæti tapið vegna þess numið meira en sautján milljörðum króna þegar upp er staðið. Bogi segir að stað félagsins væri allt önnur ef ekki væri fyrir kyrrsetningu vélanna. „Afkoman núna af okkar grunnstarfsemi er betri heldur en í fyrra og annar ársfjórðungur var rekinn með hagnaði ef við tökum út MAX áhrifin, þannig að þá erum við að skila hagnaði,” segir Bogi. Óvíst er hvenær kyrrsetning MAX vélanna verði aflétt en Boeing flugvélaframleiðandinn hefur gefið það út að fyrirtækið komi til með að greiða viðskiptavinum sínum bætur vegna málsins.Eruði tilbúin með plan B fari það svo að þið fáið ekki bætur?„Ég sagði það, að það væri óhugsandi að við fengjum ekki bætur og ég stend við það enda er Boeing búið að taka frá í sínu bókhaldi verulega fjárhæðir sem að þeir ætla að nota til þess að bæta flugfélögum þennan skaða þannig að það er algjörlega óhugsandi að við fáum ekki tjónið bætt,“ segir Bogi. Bogi segir félagið skoða alla möguleika til hagraæðingar til þess að bæta rekstur félagsins. „Við viljum lækka kostnað og auka tekjur og höfum verið að gera það og við erum að sjá árangur á þessu ári og munum halda því áfram,“ segit Bogi.Uppsagnir?„Í stóru fyrirtæki eins og okkar þá eru alltaf einhverjar breytingar. Það eru uppsagnir hér og ráðningar þar og þannig er það bara, en við erum ekki með einhverjar stórar uppsagnir á teikniborðinu,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. 27. júlí 2019 10:12 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. 1. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Icelandair Group áætlar að tap félagsins vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna verði ekki minna en sautján milljarðar. Forstjóri félagsins segir það algjörlega óhugsandi að félagið fái ekki bætur greiddar frá flugvélaframleiðandanum. Ellefu milljarða króna tap hefur verið á rekstri flugfélagsins fyrstu sex mánuði þessa árs en forstjórinn segir að staða félagsins sé þó sterk. Tap Icelandair á öðrum ársfjórðungi þessa árs er rúmega 40,8 milljónir Bandaríkjadala sem er að jafnvirði rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. Tapið eykst á milli ára en á sama tímabili í fyrra nam tapið 25 milljónum dala. Þetta kom fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var eftir lokun markaða í dag. Forsjóri félagsins segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. „Við erum með sterkan efnahagsreikning og lausafjárstöðu og það er okkar stefna að halda efnahagsreikningnum þannig. Við erum með yfir fjögur hundruð milljónir dollara í eigið fé og um tvö hundruð milljónir í lausafé,“ segir Bogi Nil Bogason, forstjóri Icelandair Group. Kyrrsetning fjögurra Boeing MAX-737 flugvéla félagsins hefur haft mikil áhrif á rekstur félagsins og gæti tapið vegna þess numið meira en sautján milljörðum króna þegar upp er staðið. Bogi segir að stað félagsins væri allt önnur ef ekki væri fyrir kyrrsetningu vélanna. „Afkoman núna af okkar grunnstarfsemi er betri heldur en í fyrra og annar ársfjórðungur var rekinn með hagnaði ef við tökum út MAX áhrifin, þannig að þá erum við að skila hagnaði,” segir Bogi. Óvíst er hvenær kyrrsetning MAX vélanna verði aflétt en Boeing flugvélaframleiðandinn hefur gefið það út að fyrirtækið komi til með að greiða viðskiptavinum sínum bætur vegna málsins.Eruði tilbúin með plan B fari það svo að þið fáið ekki bætur?„Ég sagði það, að það væri óhugsandi að við fengjum ekki bætur og ég stend við það enda er Boeing búið að taka frá í sínu bókhaldi verulega fjárhæðir sem að þeir ætla að nota til þess að bæta flugfélögum þennan skaða þannig að það er algjörlega óhugsandi að við fáum ekki tjónið bætt,“ segir Bogi. Bogi segir félagið skoða alla möguleika til hagraæðingar til þess að bæta rekstur félagsins. „Við viljum lækka kostnað og auka tekjur og höfum verið að gera það og við erum að sjá árangur á þessu ári og munum halda því áfram,“ segit Bogi.Uppsagnir?„Í stóru fyrirtæki eins og okkar þá eru alltaf einhverjar breytingar. Það eru uppsagnir hér og ráðningar þar og þannig er það bara, en við erum ekki með einhverjar stórar uppsagnir á teikniborðinu,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. 27. júlí 2019 10:12 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. 1. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. 27. júlí 2019 10:12
Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21
Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. 1. ágúst 2019 19:15