Jákvæðni gagnvart Ísrael þarf ekki að fylgja pólitískum línum Finnur Thorlacius Eiríkssson skrifar 19. ágúst 2019 09:38 Þegar horft er yfir stjórnmálalandslagið blasir við sundraður veruleiki. Raunverulegir miðjuflokkar eru að hverfa og fólk velur sér í auknum mæli aðra hvora af tveimur steingerðum fylkingum. Þessar fylkingar eru gjarnan kenndar við hægri og vinstri og að tilheyra þeim felur það í sér að samþykkja langan lista ólíkra stefnumála. Til dæmis áttu ekki að óttast loftslagsbreytingar ef þú vilt takmarka fjölda kvótaflóttamanna. Sömuleiðis áttu ekki að efast um réttmæti þungunarrofs ef þú ert fylgjandi lögleiðingu vímuefna. En er þetta ekki óþarflega heftandi? Væri ekki skynsamlegra að taka afstöðu til einstakra málefna án þess að hugsa um hvaða hlið hefur eignað sér þau? Annað viðfangsefni sem skiptir fólki í fylkingar er deilan á milli Ísraels og Palestínu. Þeir hófsömu tala fyrir tveggja ríkja lausn á meðan þeir róttæku hafna tilverurétti annars hvors ríkisins. Á Íslandi og víðar á Vesturlöndum hafa fjölmiðlar (ýmist meðvitað eða ómeðvitað) talað máli þeirra sem hafna tilverurétti Ísraels. En þegar betur er að gáð hafa margir á þeirri hlið fullgildar ástæður fyrir jákvæðni gagnvart Ísrael.Tjáningar- og trúfrelsi Til dæmis má benda talsmönnum tjáningarfrelsis á neikvætt orðspor Palestínu í þeim efnum. Í fyrra birti Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) skýrslu sem dró upp dökka mynd af ástandinu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Fólk hefur í auknum mæli verið handtekið og pyntað af yfirvöldum fyrir það að gagnrýna Hamassamtökin og Palestínsku heimastjórnina (PA).1 Þó fjölmiðlaumhverfið í Ísrael sé ekki fullkomið heyrast þar ólík sjónarmið í virkri samfélagsumræðu, fjöldi dagblaða er gefinn út á ýmsum tungumálum og fjölmiðlar njóta tjáningarfrelsis, sem stofnunin Fréttamenn án landamæra (Reporters without Borders) viðurkennir að sé annars sjaldgæft í Mið-Austurlöndum.2Einnig má færa rök fyrir því að trúleysingjar hafi góðar ástæður til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael en Palestínu. Árið 2010 var trúleysinginn Waleed Al-Husseini handtekinn fyrir guðlast. Samkvæmt lögum heimastjórnarinnar er íslam ríkistrú Palestínu, en lögin heimila fólki einnig að aðhyllast kristni og gyðingdóm3 (þó gyðingum sé reyndar bannað að fara inn á sjálfstjórnarsvæðin). Lögin gefa hvorki heimild til að iðka fjölgyðistrú (líkt og hindúisma) né trúleysi. Eftir að hafa verið í fangelsi í tíu mánuði flúði Al-Husseini til Þýskalands.4 Á hinn bóginn eru engin lög sem hefta trúfrelsi fólks í Ísrael, og trúarleg fjölbreytni þar er töluvert meiri en í flestum grannríkjunum.5 Réttindi samkynhneigðra Talsmenn réttinda samkynhneigðra hafa einnig ríka ástæðu til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael því það er alls óvíst að þeir fengju hlýjar viðtökur á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Á meðan eina gleðigangan í Mið-Austurlöndum er haldin árlega í Tel Aviv er samfélag Palestínumanna ekki opið gagnvart samkynhneigð. Rannsóknarstofan Pew Research leiddi í ljós að 93% íbúa palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna hafi neikvætt álit á samkynhneigð.6 Þó almenningsálit í Ísrael sé klofið í málinu – á svipuðum slóðum og í Póllandi – eru lífsgæði samkynhneigðra talsvert meiri í Ísrael en í Palestínu. Á Gazaströndinni liggur í reynd dauðarefsing við samkynhneigð (þó orðalagið „siðferðisleg hnignun“ sé notað þegar dómar eru kveðnir upp). Mahmoud Ishtiwi, sem var liðsforingi hjá Hamas, var tekinn af lífi árið 2016 af þeim sökum.7 Sjálfstjórnarsvæðin á Vesturbakkanum eru litlu skárri þó þar liggi ekki dauðarefsing við samkynhneigð. Eftir að Palestínumaður málaði regnbogalitina á einn af veggjunum við Vesturbakkann tóku samlandar hans sig til og hvíttuðu vegginn. „Við getum ekki stutt réttindi samkynhneigðra,“ var haft eftir einum þeirra.8Nú er viðbúið að harðir stuðningsmenn Palestínu muni hrópa slagorð gegn þessum fullyrðingum og segja þennan samanburð ekki skipta máli því að sjálf tilurð Ísraels hafi verið „óréttlát“. En með því væru þeir að flýja af hólmi. Það er einfaldlega staðreynd að mannréttindi samkynhneigðra og trúlausra eru meiri í Ísrael en á palestínsku svæðunum. Þeir sem kalla slagorð gegn staðreyndum ógilda þær ekki, heldur afhjúpa þeir raunverulega afstöðu sína – að ekkert jákvætt við Ísraelsríki mun nokkurn tíma réttlæta tilvist þess. Er þetta skynsamleg afstaða sem mun stuðla að friði? Það verður að teljast ólíklegt. Það er skýrt merki um tvöfaldan staðal að allt sem mögulega geti talist neikvætt við Ísrael er blásið út í fjölmiðlum á meðan þagað er yfir mannréttindabrotum palestínskra yfirvalda. Þegar betur er að gáð er ekkert fjarstæðukennt við það að fólk á báðum vængjum stjórnmálanna geti verið jákvætt gagnvart Ísraelsríki. Margir sem telja sig vera andstæðinga Ísraels hafa í hávegum mannréttindi sem eru í betri farvegi þar en nokkurs staðar annars staðar í Mið-Austurlöndum. Það eina sem þarf að gera er að grafa aðeins undir yfirborðið til að komast að því að staðan er ekki eins svarthvít og hún er oft sett fram.Fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi, Finnur Thorlacius Eiríksson.Heimildir1https://www.hrw.org/news/2019/05/29/palestine-no-letup-arbitrary-arrests-torture2https://www.bbc.com/news/world-middle-east-146296113https://fot.humanists.international/countries/asia-western-asia/palestine/4https://www.dw.com/en/when-muslims-renounce-their-faith/a-175741725https://www.pewforum.org/2016/03/08/religious-affiliation-and-conversion/6https://www.pewresearch.org/global/2013/06/04/the-global-divide-on-homosexuality/7https://www.nytimes.com/2016/03/02/world/middleeast/hamas-commander-mahmoud-ishtiwi-killed-palestine.html8https://www.apnews.com/e303cdebde114089a2f9555651550e08 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir stjórnmálalandslagið blasir við sundraður veruleiki. Raunverulegir miðjuflokkar eru að hverfa og fólk velur sér í auknum mæli aðra hvora af tveimur steingerðum fylkingum. Þessar fylkingar eru gjarnan kenndar við hægri og vinstri og að tilheyra þeim felur það í sér að samþykkja langan lista ólíkra stefnumála. Til dæmis áttu ekki að óttast loftslagsbreytingar ef þú vilt takmarka fjölda kvótaflóttamanna. Sömuleiðis áttu ekki að efast um réttmæti þungunarrofs ef þú ert fylgjandi lögleiðingu vímuefna. En er þetta ekki óþarflega heftandi? Væri ekki skynsamlegra að taka afstöðu til einstakra málefna án þess að hugsa um hvaða hlið hefur eignað sér þau? Annað viðfangsefni sem skiptir fólki í fylkingar er deilan á milli Ísraels og Palestínu. Þeir hófsömu tala fyrir tveggja ríkja lausn á meðan þeir róttæku hafna tilverurétti annars hvors ríkisins. Á Íslandi og víðar á Vesturlöndum hafa fjölmiðlar (ýmist meðvitað eða ómeðvitað) talað máli þeirra sem hafna tilverurétti Ísraels. En þegar betur er að gáð hafa margir á þeirri hlið fullgildar ástæður fyrir jákvæðni gagnvart Ísrael.Tjáningar- og trúfrelsi Til dæmis má benda talsmönnum tjáningarfrelsis á neikvætt orðspor Palestínu í þeim efnum. Í fyrra birti Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) skýrslu sem dró upp dökka mynd af ástandinu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Fólk hefur í auknum mæli verið handtekið og pyntað af yfirvöldum fyrir það að gagnrýna Hamassamtökin og Palestínsku heimastjórnina (PA).1 Þó fjölmiðlaumhverfið í Ísrael sé ekki fullkomið heyrast þar ólík sjónarmið í virkri samfélagsumræðu, fjöldi dagblaða er gefinn út á ýmsum tungumálum og fjölmiðlar njóta tjáningarfrelsis, sem stofnunin Fréttamenn án landamæra (Reporters without Borders) viðurkennir að sé annars sjaldgæft í Mið-Austurlöndum.2Einnig má færa rök fyrir því að trúleysingjar hafi góðar ástæður til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael en Palestínu. Árið 2010 var trúleysinginn Waleed Al-Husseini handtekinn fyrir guðlast. Samkvæmt lögum heimastjórnarinnar er íslam ríkistrú Palestínu, en lögin heimila fólki einnig að aðhyllast kristni og gyðingdóm3 (þó gyðingum sé reyndar bannað að fara inn á sjálfstjórnarsvæðin). Lögin gefa hvorki heimild til að iðka fjölgyðistrú (líkt og hindúisma) né trúleysi. Eftir að hafa verið í fangelsi í tíu mánuði flúði Al-Husseini til Þýskalands.4 Á hinn bóginn eru engin lög sem hefta trúfrelsi fólks í Ísrael, og trúarleg fjölbreytni þar er töluvert meiri en í flestum grannríkjunum.5 Réttindi samkynhneigðra Talsmenn réttinda samkynhneigðra hafa einnig ríka ástæðu til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael því það er alls óvíst að þeir fengju hlýjar viðtökur á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Á meðan eina gleðigangan í Mið-Austurlöndum er haldin árlega í Tel Aviv er samfélag Palestínumanna ekki opið gagnvart samkynhneigð. Rannsóknarstofan Pew Research leiddi í ljós að 93% íbúa palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna hafi neikvætt álit á samkynhneigð.6 Þó almenningsálit í Ísrael sé klofið í málinu – á svipuðum slóðum og í Póllandi – eru lífsgæði samkynhneigðra talsvert meiri í Ísrael en í Palestínu. Á Gazaströndinni liggur í reynd dauðarefsing við samkynhneigð (þó orðalagið „siðferðisleg hnignun“ sé notað þegar dómar eru kveðnir upp). Mahmoud Ishtiwi, sem var liðsforingi hjá Hamas, var tekinn af lífi árið 2016 af þeim sökum.7 Sjálfstjórnarsvæðin á Vesturbakkanum eru litlu skárri þó þar liggi ekki dauðarefsing við samkynhneigð. Eftir að Palestínumaður málaði regnbogalitina á einn af veggjunum við Vesturbakkann tóku samlandar hans sig til og hvíttuðu vegginn. „Við getum ekki stutt réttindi samkynhneigðra,“ var haft eftir einum þeirra.8Nú er viðbúið að harðir stuðningsmenn Palestínu muni hrópa slagorð gegn þessum fullyrðingum og segja þennan samanburð ekki skipta máli því að sjálf tilurð Ísraels hafi verið „óréttlát“. En með því væru þeir að flýja af hólmi. Það er einfaldlega staðreynd að mannréttindi samkynhneigðra og trúlausra eru meiri í Ísrael en á palestínsku svæðunum. Þeir sem kalla slagorð gegn staðreyndum ógilda þær ekki, heldur afhjúpa þeir raunverulega afstöðu sína – að ekkert jákvætt við Ísraelsríki mun nokkurn tíma réttlæta tilvist þess. Er þetta skynsamleg afstaða sem mun stuðla að friði? Það verður að teljast ólíklegt. Það er skýrt merki um tvöfaldan staðal að allt sem mögulega geti talist neikvætt við Ísrael er blásið út í fjölmiðlum á meðan þagað er yfir mannréttindabrotum palestínskra yfirvalda. Þegar betur er að gáð er ekkert fjarstæðukennt við það að fólk á báðum vængjum stjórnmálanna geti verið jákvætt gagnvart Ísraelsríki. Margir sem telja sig vera andstæðinga Ísraels hafa í hávegum mannréttindi sem eru í betri farvegi þar en nokkurs staðar annars staðar í Mið-Austurlöndum. Það eina sem þarf að gera er að grafa aðeins undir yfirborðið til að komast að því að staðan er ekki eins svarthvít og hún er oft sett fram.Fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi, Finnur Thorlacius Eiríksson.Heimildir1https://www.hrw.org/news/2019/05/29/palestine-no-letup-arbitrary-arrests-torture2https://www.bbc.com/news/world-middle-east-146296113https://fot.humanists.international/countries/asia-western-asia/palestine/4https://www.dw.com/en/when-muslims-renounce-their-faith/a-175741725https://www.pewforum.org/2016/03/08/religious-affiliation-and-conversion/6https://www.pewresearch.org/global/2013/06/04/the-global-divide-on-homosexuality/7https://www.nytimes.com/2016/03/02/world/middleeast/hamas-commander-mahmoud-ishtiwi-killed-palestine.html8https://www.apnews.com/e303cdebde114089a2f9555651550e08
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun