Dragið bjargaði lifi mínu Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 09:00 Kamila heillaðist af dragi eftir að vinkona hennar tók hana með sér á dragsýningu á Gauknum. LISA GEYERSBACH Kamila Załęska er konan á bak við dragdrottninguna Gala Noir sem er nýkrýnd dragdrottning Íslands. Kamila er alveg ný í dragheiminum. Hún kom fram í dragi í fimmta skipti þegar hún tók þátt í keppninni. Kamila kemur frá Póllandi þar sem umburðarlyndi fyrir hinsegin fólki er lítið. Það vekur athygli að Kamila er kona, en þegar fólk hugsar um dragdrottningar sjá flestir fyrir sér karlmann að leika konu. Kamila segir að það þurfi alls ekki að vera þannig. Hún útskýrir að kvendragdrottningar, eða bio-queens eins og þær kallast í dragheiminum, séu auðvitað ekki eins og karlmenn sem stunda drag. Fólk sé vant að sjá konu í háum hælum og kjól en fyrir karlmenn getur verið erfiðara að stíga þetta skref. „En þó við séum ekki eins þá erum við jöfn. Fyrir mér er drag meira en hárkolla, kjóll og gerviaugnhár.“„Drag er listform sem snýst um að skapa aðra persónu. Persónu sem þú vilt vera eða persónu sem kemur einhverju á framfæri fyrir þig. Drag snýst um sköpun, tilfinningar og fegurð.“ Vinkona Kamilu fór með henni á Gaukinn þar sem hún sá dragsýningu í fyrsta sinn. Kamila féll alveg fyrir því sem hún sá og hugsaði strax að hún vildi verða hluti af þessu samfélagi. Það hvarflaði aldrei að henni að kona gæti ekki orðið dragdrottning. „Ég sá dragmóður mína Lola von Heart á sviði og sá hversu öflugar konur í dragi geta verið. Ég vildi verða ein þeirra. Eitt af því sem mér finnst fallegast við dragið er að þegar ég fer upp á svið klædd sem önnur manneskja þá get ég sýnt hvað býr innra með mér. Ég er ekki hrædd lengur. Það má alveg segja að ég sé með grímu. Maður þarf alltaf að vera með einhverja grímu. Allir gera það. Ég og þú erum til dæmis með grímu núna. Við erum ekki eins og við séum heima hjá okkur,“ segir Kamila. „Þegar við förum upp á svið og sýnum viðkvæmar tilfinningar, þá veitir gríman öryggi. Þú ert kannski í gervi, en tilfinningarnar eru sannar. Mér finnst þetta eitt það áhugaverðasta við dragið.“Hafði tvær vikur til að undirbúa atriðið fyrir keppnina Þar sem Kamila er frekar ný í dragheiminum var það alls ekki á dagskrá hjá henni að taka þátt í Dragkeppni Íslands. „Ég hafði bara komið fram fjórum sinnum áður og fannst ég ekki geta keppt á móti öllum þessum stórkostlegu drottningum. Mér fannst ég ekki nógu góð,“ segir hún. En Gógó Starr, sem stóð að skipulagningu keppninnar og bar titilinn áður en Kamila tók við honum, hvatti hana til að taka þátt. Það endaði með því að Kamila sló til.Kamila segir drag snúast um að skapa persónu.MONIKA KONARZEWSKA„Ég hafði bara tvær vikur til að undirbúa mig. Á þessum tíma var allt líf mitt og íbúðin mín líka gjörsamlega í rúst en einhvern veginn tókst mér þetta. Ég man eftir augnablikinu sem ég stóð á sviðinu og sýndi fyrsta atriðið mitt. Ég horfði á áhorfendurna og fann hvernig ég tengdist þeim og hvernig þeir gáfu mér orku. Þá hugsaði ég: Þetta er það sem ég vil gera. Mér fannst ég vera á lífi.“ Kamila átti alls ekki von á því að vinna keppnina og var mjög hissa þegar hún var kynnt sem dragdrottning Íslands. „Ég man að ég heyrði sagt: Dragdrottning Íslands er Gala?… og ég hugsaði bara, hver? Og horfði á hina keppendurna. Svo heyrði ég …Noir. Ég horfði ennþá á hin sem horfðu öll á mig. Þá áttaði ég mig á að það var ég. Ég var svo hissa, ég trúi þessu ekki ennþá,“ segir Kamila og hlær. Hún tekur fram að í hennar huga sé Gógó Starr samt alltaf drottningin, sama hver fær kórónuna. „Hún gaf mér þetta frábæra tækifæri til að byrja í dragi og hjálpaði mér svo mikið.“ Kamila kom fyrst fram í dragi á Drag Lab kvöldi á Gauknum. Drag Lab er hugsað sem tækifæri fyrir byrjendur í dragi til að koma fram og fá uppbyggilega gagnrýni á frammistöðuna. Dragsúgur eru aftur á móti sýningar þar sem reyndir draglistamenn koma fram. Kamila kom fram í annað sinn með Dragsúgi á miðvikudagskvöldið og vonandi verður hægt að sjá hana þar oft í framtíðinni. „Mér finnst keppnin hafa opnað fyrir mér margar dyr. Ég er alveg ný í þessu samfélagi. Ég kem frá Póllandi þar sem dragdrottningar eru almennt ekki samþykktar. Landið mitt er mér mjög mikilvægt og ég er stolt af því að vera pólsk dragdrottning á Íslandi og fyrsta kvenkyns dragdrottningin sem vinnur keppnina,“ segir Kamila.Getur verið hættulegt að vera dragdrottning í Póllandi Í einu atriða sinna í dragkeppninni dansaði Kamila við pólskt ættjarðarlag klædd búningi í pólsku þjóðarlitunum. Á meðan rúllaði myndband fyrir aftan hana af Pride-göngu í Póllandi. „Gangan lítur út eins og bardagi. Lögreglan er alls staðar og fullt af fólki í bolum sem stendur á Her Guðs. Mér finnst þetta svo sorglegt fyrir Pólland. Svona á þetta ekki að vera. Ég vildi að ég gæti gert eitthvað til að breyta þessu,“ segir Kamila. Hún segir að það geti beinlínis verið hættulegt að vera dragdrottning í Póllandi. Þær geta orðið fyrir árásum. „Dragdrottningar stríða gegn kaþólskri trú sem er sterk í Póllandi, að klæðast dragi úti á götu brýtur í bága við það sem fólk telur vera gott og rétt,“ segir Kamila. „En hinsegin samfélagið á ekki að þurfa að vera í stríði. Við eigum ekki að þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að elska þá sem maður vill og gera það sem maður vill, svo framarlega sem það skaðar ekki aðra.“Dragdrottning og dragkóngur Íslands 2019./JULIETTE ROWLANDJafnvel fjölskylda Kamilu hefur sagt henni að þau sætti sig við að hún komi fram í dragi en þau sætti sig ekki við samfélag hinsegin fólks. „En ég er hluti af því samfélagi. Ég kem fram í nafni þess. Mér finnst svo leiðinlegt að Pólverjar séu svona þröngsýnir vegna trúar sinnar. Að vera samkynhneigður er ein stærsta synd sem þú getur drýgt þar. Ég hef meira að segja fengið bréf frá vinkonu minni með bæn sem átti að hrekja burt úr mér samkynhneigða djöfulinn. Þú afsakar en mér finnst það bara fáránlegt. Fólk hugsar einfaldlega ekki um hvað myndi gerast ef samkynhneigðir fengju sömu réttindi og gagnkynhneigðir í Póllandi. Fólk segir bara að samkynhneigð sé slæm og dregur það ekkert í efa,“ segir Kamila. „Ég var þess vegna mjög hissa þegar ég kom til Íslands og fór í gleðigönguna. Allir voru svo hamingjusamir. Það voru engin slagsmál og fullt af fólki kom og horfði á. Dragdrottningarnar voru svo flottar og ég heillaðist af öllum litunum.“„Ég hugsaði með mér: Hér er land þar sem hægt er að vera sú sem þú vilt. Það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út eða hvern þú elskar. Þú getur verið þú sjálf. Íslendingar eru mjög opnir í þessum málefnum og sýna skilning sem er ekki hægt að finna annars staðar.“ Hún bætir að lokum við að dragið hafi í raun bjargað lífi hennar. „Ég átti oft erfitt áður. Mér fannst ég ekki geta verið ég sjálf. En nú er ég tvær persónur. Gala og Kamila. Gala er þessi sem vill láta sjá sig og er kynþokkafull og munúðarfull. Kamila sér um allt annað.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Kamila Załęska er konan á bak við dragdrottninguna Gala Noir sem er nýkrýnd dragdrottning Íslands. Kamila er alveg ný í dragheiminum. Hún kom fram í dragi í fimmta skipti þegar hún tók þátt í keppninni. Kamila kemur frá Póllandi þar sem umburðarlyndi fyrir hinsegin fólki er lítið. Það vekur athygli að Kamila er kona, en þegar fólk hugsar um dragdrottningar sjá flestir fyrir sér karlmann að leika konu. Kamila segir að það þurfi alls ekki að vera þannig. Hún útskýrir að kvendragdrottningar, eða bio-queens eins og þær kallast í dragheiminum, séu auðvitað ekki eins og karlmenn sem stunda drag. Fólk sé vant að sjá konu í háum hælum og kjól en fyrir karlmenn getur verið erfiðara að stíga þetta skref. „En þó við séum ekki eins þá erum við jöfn. Fyrir mér er drag meira en hárkolla, kjóll og gerviaugnhár.“„Drag er listform sem snýst um að skapa aðra persónu. Persónu sem þú vilt vera eða persónu sem kemur einhverju á framfæri fyrir þig. Drag snýst um sköpun, tilfinningar og fegurð.“ Vinkona Kamilu fór með henni á Gaukinn þar sem hún sá dragsýningu í fyrsta sinn. Kamila féll alveg fyrir því sem hún sá og hugsaði strax að hún vildi verða hluti af þessu samfélagi. Það hvarflaði aldrei að henni að kona gæti ekki orðið dragdrottning. „Ég sá dragmóður mína Lola von Heart á sviði og sá hversu öflugar konur í dragi geta verið. Ég vildi verða ein þeirra. Eitt af því sem mér finnst fallegast við dragið er að þegar ég fer upp á svið klædd sem önnur manneskja þá get ég sýnt hvað býr innra með mér. Ég er ekki hrædd lengur. Það má alveg segja að ég sé með grímu. Maður þarf alltaf að vera með einhverja grímu. Allir gera það. Ég og þú erum til dæmis með grímu núna. Við erum ekki eins og við séum heima hjá okkur,“ segir Kamila. „Þegar við förum upp á svið og sýnum viðkvæmar tilfinningar, þá veitir gríman öryggi. Þú ert kannski í gervi, en tilfinningarnar eru sannar. Mér finnst þetta eitt það áhugaverðasta við dragið.“Hafði tvær vikur til að undirbúa atriðið fyrir keppnina Þar sem Kamila er frekar ný í dragheiminum var það alls ekki á dagskrá hjá henni að taka þátt í Dragkeppni Íslands. „Ég hafði bara komið fram fjórum sinnum áður og fannst ég ekki geta keppt á móti öllum þessum stórkostlegu drottningum. Mér fannst ég ekki nógu góð,“ segir hún. En Gógó Starr, sem stóð að skipulagningu keppninnar og bar titilinn áður en Kamila tók við honum, hvatti hana til að taka þátt. Það endaði með því að Kamila sló til.Kamila segir drag snúast um að skapa persónu.MONIKA KONARZEWSKA„Ég hafði bara tvær vikur til að undirbúa mig. Á þessum tíma var allt líf mitt og íbúðin mín líka gjörsamlega í rúst en einhvern veginn tókst mér þetta. Ég man eftir augnablikinu sem ég stóð á sviðinu og sýndi fyrsta atriðið mitt. Ég horfði á áhorfendurna og fann hvernig ég tengdist þeim og hvernig þeir gáfu mér orku. Þá hugsaði ég: Þetta er það sem ég vil gera. Mér fannst ég vera á lífi.“ Kamila átti alls ekki von á því að vinna keppnina og var mjög hissa þegar hún var kynnt sem dragdrottning Íslands. „Ég man að ég heyrði sagt: Dragdrottning Íslands er Gala?… og ég hugsaði bara, hver? Og horfði á hina keppendurna. Svo heyrði ég …Noir. Ég horfði ennþá á hin sem horfðu öll á mig. Þá áttaði ég mig á að það var ég. Ég var svo hissa, ég trúi þessu ekki ennþá,“ segir Kamila og hlær. Hún tekur fram að í hennar huga sé Gógó Starr samt alltaf drottningin, sama hver fær kórónuna. „Hún gaf mér þetta frábæra tækifæri til að byrja í dragi og hjálpaði mér svo mikið.“ Kamila kom fyrst fram í dragi á Drag Lab kvöldi á Gauknum. Drag Lab er hugsað sem tækifæri fyrir byrjendur í dragi til að koma fram og fá uppbyggilega gagnrýni á frammistöðuna. Dragsúgur eru aftur á móti sýningar þar sem reyndir draglistamenn koma fram. Kamila kom fram í annað sinn með Dragsúgi á miðvikudagskvöldið og vonandi verður hægt að sjá hana þar oft í framtíðinni. „Mér finnst keppnin hafa opnað fyrir mér margar dyr. Ég er alveg ný í þessu samfélagi. Ég kem frá Póllandi þar sem dragdrottningar eru almennt ekki samþykktar. Landið mitt er mér mjög mikilvægt og ég er stolt af því að vera pólsk dragdrottning á Íslandi og fyrsta kvenkyns dragdrottningin sem vinnur keppnina,“ segir Kamila.Getur verið hættulegt að vera dragdrottning í Póllandi Í einu atriða sinna í dragkeppninni dansaði Kamila við pólskt ættjarðarlag klædd búningi í pólsku þjóðarlitunum. Á meðan rúllaði myndband fyrir aftan hana af Pride-göngu í Póllandi. „Gangan lítur út eins og bardagi. Lögreglan er alls staðar og fullt af fólki í bolum sem stendur á Her Guðs. Mér finnst þetta svo sorglegt fyrir Pólland. Svona á þetta ekki að vera. Ég vildi að ég gæti gert eitthvað til að breyta þessu,“ segir Kamila. Hún segir að það geti beinlínis verið hættulegt að vera dragdrottning í Póllandi. Þær geta orðið fyrir árásum. „Dragdrottningar stríða gegn kaþólskri trú sem er sterk í Póllandi, að klæðast dragi úti á götu brýtur í bága við það sem fólk telur vera gott og rétt,“ segir Kamila. „En hinsegin samfélagið á ekki að þurfa að vera í stríði. Við eigum ekki að þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að elska þá sem maður vill og gera það sem maður vill, svo framarlega sem það skaðar ekki aðra.“Dragdrottning og dragkóngur Íslands 2019./JULIETTE ROWLANDJafnvel fjölskylda Kamilu hefur sagt henni að þau sætti sig við að hún komi fram í dragi en þau sætti sig ekki við samfélag hinsegin fólks. „En ég er hluti af því samfélagi. Ég kem fram í nafni þess. Mér finnst svo leiðinlegt að Pólverjar séu svona þröngsýnir vegna trúar sinnar. Að vera samkynhneigður er ein stærsta synd sem þú getur drýgt þar. Ég hef meira að segja fengið bréf frá vinkonu minni með bæn sem átti að hrekja burt úr mér samkynhneigða djöfulinn. Þú afsakar en mér finnst það bara fáránlegt. Fólk hugsar einfaldlega ekki um hvað myndi gerast ef samkynhneigðir fengju sömu réttindi og gagnkynhneigðir í Póllandi. Fólk segir bara að samkynhneigð sé slæm og dregur það ekkert í efa,“ segir Kamila. „Ég var þess vegna mjög hissa þegar ég kom til Íslands og fór í gleðigönguna. Allir voru svo hamingjusamir. Það voru engin slagsmál og fullt af fólki kom og horfði á. Dragdrottningarnar voru svo flottar og ég heillaðist af öllum litunum.“„Ég hugsaði með mér: Hér er land þar sem hægt er að vera sú sem þú vilt. Það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út eða hvern þú elskar. Þú getur verið þú sjálf. Íslendingar eru mjög opnir í þessum málefnum og sýna skilning sem er ekki hægt að finna annars staðar.“ Hún bætir að lokum við að dragið hafi í raun bjargað lífi hennar. „Ég átti oft erfitt áður. Mér fannst ég ekki geta verið ég sjálf. En nú er ég tvær persónur. Gala og Kamila. Gala er þessi sem vill láta sjá sig og er kynþokkafull og munúðarfull. Kamila sér um allt annað.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira