Hefðu tapað 1,1 milljón flugsæta Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 15. ágúst 2019 08:00 Icelandair hefur þurft að grípa til ýmissa aðgerða til að lágmarka röskun flugáætlunar. FBL/ERNIR Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar Boeing MAX-vélanna ef flugfélagið hefði ekki gripið til umfangsmikilla mótvægisaðgerða. Þetta kemur fram í nýrri greiningu OAG sem er leiðandi greiningarfyrirtæki í flugbransanum. Heildarkostnaður flugfélaga er metinn á 4 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 496 milljarða króna, en þá er gert ráð fyrir að farþegaþoturnar taki á loft í nóvember sem þykir mjög ólíklegt. OAG lagði mat á umfang áhrifa sem kyrrsetningin hefði getað haft á þau flugfélög sem hafa MAX-vélar í sínum flota. Miðað er við tímabilið frá 28. febrúar til 5. ágúst en MAX-vélar Icelandair voru kyrrsettar 12. mars. Kyrrsetningin hefur haft mest áhrif á á kínverska flugfélagið China Southern sem hefði getað tapaði tæplega 3,7 milljónum sæta á tímabilinu og síðan Air Canada og Southwest Airlines. Icelandair er í 17. sæti listans og hefði getað tapað 1.095.764 sætum. Áhrifin á Icelandair eru þó hlutfallslega meiri en á flest önnur flugfélög. Þannig er fjórðungur af flota Icelandair kyrrsettur en til samanburðar eru MAX-vélarnar aðeins 4,5 prósent af flota Southwest. Icelandair er með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár afhentar til viðbótar í sumar.Icelandair réðst í mótvægisaðgerðir sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi en þrátt fyrir það hafa orðið töluverðar raskanir á flugáætlun félagsins. Fimm vélar hafa verið leigðar yfir hásumarið en í október verður ein vél leigð. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. OAG segir að kostnaður vegna kyrrsetningarinnar sé breytilegur eftir flugfélögum. Sum hafi reitt sig meira á MAX-vélarnar en önnur og sum hafi greiðari aðgang að staðgönguvélum. Greiningarfyrirtækið leggur hins vegar mat á heildarkostnaðinn, bæði beinan og óbeinan, sem hefur fallið til vegna kyrrsetningarinnar. Samkvæmt mati fyrirtækisins nemur hann 4 milljörðum Bandaríkjadala en eins og áður segir er miðað við að vélarnar taki á loft í nóvember. Það er töluvert í ljósi fyrri væntinga um að hagnaður atvinnugreinarinnar verði 28 milljarðar dala á árinu. EBIT Icelandair var neikvætt um 24,1 milljón Bandaríkjadala á öðrum fjórðungi ársins. EBIT-spá ársins 2019 er neikvæð um 70-90 milljónir Bandaríkjadala. Án áhrifa kyrrsetningarinnar er hún hins vegar jákvæð um 50-70 milljónir dala. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á fjárfestafundi í kjölfar uppgjörsins að raunhæft væri að sækja bætur frá flugvélaframleiðandanum Boeing fyrir allan þann kostnað sem kyrrsetningin hefur haft í för með sér, bæði beina og óbeina kostnaðinn. Samkvæmt verðmati Capacent, sem greint var frá í Markaðinum í gær, er verðmatsgengi Icelandair, sem gerir ekki ráð fyrir bótagreiðslum frá Boeing vegna kyrrsetningar MAX-vélanna, nú 10,6 krónur á hlut og lækkar um ellefu prósent frá fyrra verðmati. Stóð gengið í 7,98 við lokun markaða í gær. Í forsendunum er gert ég ráð fyrir að annaðhvort verði Boeing MAX komnar í loftið rétt fyrir páska eða að Icelandair verði búið að leysa vandamál tengd þeim þá. Ef það heppnast að ná Boeing MAX í loftið fyrir lok október mun það hafa um 5 til 10 prósenta jákvæð áhrif á núverandi verðmatsgengi.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jóhann K.Eðlileg þróun að Norwegian hafi lagt niður flugleiðirnar Markaðurinn greindi frá því í gær að Norwegian Air hefði ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Flugfélagið hefði komist að þeirri niðurstöðu að flugleiðirnar stæðu ekki undir sér með leiguvélum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í samtali við Fréttablaðið að viðskiptalíkön og leiðakerfi Icelandair og Norwegian séu engan veginn samanburðarhæf hvað þetta varðar. „Leiðakerfi Icelandair snýst um að nýta Ísland sem tengimiðstöð á milli Norður-Ameríku og Evrópu og þær tengingar skapa möguleika til að bjóða upp á fjölda áfangastaða og tíðni á mörkuðunum til og frá Íslandi. Þetta spilar því allt saman. Boeing 737 MAX-vélarnar áttu að vera 27 prósent af sætaframboði Icelandair í sumar og því nauðsynlegt að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 MAX með innleigu véla,“ segir hann. „Flug Norwegian á MAX-vélum milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur verið í uppbyggingarfasa og er lítill hluti af þeirra starfsemi og hefur jafnframt tiltölulega lítil áhrif á aðrar leiðir í þeirra leiðakerfi, þ.e. tengingar á milli fluga eru óverulegar.“ Spurður hvort það komi til greina að leggja niður flug yfir Atlantshafið svarar Bogi Nils neitandi. „Nei, það kemur ekki til greina, en að sjálfsögðu kallar kyrrsetning MAX-vélanna á einhverjar tilfærslur í leiðakerfinu. Það eru alltaf hreyfingar á okkar samkeppnismarkaði. Vöxtur á framboði á Norður-Atlantshafsmarkaðinum síðastliðin ár hefur verið mjög mikill og að einhverju leyti ósjálfbær. Það er því eðlileg þróun að okkar mati að samdráttur verði hjá einhverjum flugfélögum á þessum markaði. Tilkynningin frá Norwegian í gær varðandi Írland og Norður-Ameríku er reyndar mjög óverulegur hluti af heildarmarkaðinum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samdráttur í launakostnaði of lítill Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum 14. ágúst 2019 06:00 Norwegian Air leggur niður flugleiðir yfir Atlantshafið Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. 14. ágúst 2019 06:00 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar Boeing MAX-vélanna ef flugfélagið hefði ekki gripið til umfangsmikilla mótvægisaðgerða. Þetta kemur fram í nýrri greiningu OAG sem er leiðandi greiningarfyrirtæki í flugbransanum. Heildarkostnaður flugfélaga er metinn á 4 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 496 milljarða króna, en þá er gert ráð fyrir að farþegaþoturnar taki á loft í nóvember sem þykir mjög ólíklegt. OAG lagði mat á umfang áhrifa sem kyrrsetningin hefði getað haft á þau flugfélög sem hafa MAX-vélar í sínum flota. Miðað er við tímabilið frá 28. febrúar til 5. ágúst en MAX-vélar Icelandair voru kyrrsettar 12. mars. Kyrrsetningin hefur haft mest áhrif á á kínverska flugfélagið China Southern sem hefði getað tapaði tæplega 3,7 milljónum sæta á tímabilinu og síðan Air Canada og Southwest Airlines. Icelandair er í 17. sæti listans og hefði getað tapað 1.095.764 sætum. Áhrifin á Icelandair eru þó hlutfallslega meiri en á flest önnur flugfélög. Þannig er fjórðungur af flota Icelandair kyrrsettur en til samanburðar eru MAX-vélarnar aðeins 4,5 prósent af flota Southwest. Icelandair er með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár afhentar til viðbótar í sumar.Icelandair réðst í mótvægisaðgerðir sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi en þrátt fyrir það hafa orðið töluverðar raskanir á flugáætlun félagsins. Fimm vélar hafa verið leigðar yfir hásumarið en í október verður ein vél leigð. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. OAG segir að kostnaður vegna kyrrsetningarinnar sé breytilegur eftir flugfélögum. Sum hafi reitt sig meira á MAX-vélarnar en önnur og sum hafi greiðari aðgang að staðgönguvélum. Greiningarfyrirtækið leggur hins vegar mat á heildarkostnaðinn, bæði beinan og óbeinan, sem hefur fallið til vegna kyrrsetningarinnar. Samkvæmt mati fyrirtækisins nemur hann 4 milljörðum Bandaríkjadala en eins og áður segir er miðað við að vélarnar taki á loft í nóvember. Það er töluvert í ljósi fyrri væntinga um að hagnaður atvinnugreinarinnar verði 28 milljarðar dala á árinu. EBIT Icelandair var neikvætt um 24,1 milljón Bandaríkjadala á öðrum fjórðungi ársins. EBIT-spá ársins 2019 er neikvæð um 70-90 milljónir Bandaríkjadala. Án áhrifa kyrrsetningarinnar er hún hins vegar jákvæð um 50-70 milljónir dala. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á fjárfestafundi í kjölfar uppgjörsins að raunhæft væri að sækja bætur frá flugvélaframleiðandanum Boeing fyrir allan þann kostnað sem kyrrsetningin hefur haft í för með sér, bæði beina og óbeina kostnaðinn. Samkvæmt verðmati Capacent, sem greint var frá í Markaðinum í gær, er verðmatsgengi Icelandair, sem gerir ekki ráð fyrir bótagreiðslum frá Boeing vegna kyrrsetningar MAX-vélanna, nú 10,6 krónur á hlut og lækkar um ellefu prósent frá fyrra verðmati. Stóð gengið í 7,98 við lokun markaða í gær. Í forsendunum er gert ég ráð fyrir að annaðhvort verði Boeing MAX komnar í loftið rétt fyrir páska eða að Icelandair verði búið að leysa vandamál tengd þeim þá. Ef það heppnast að ná Boeing MAX í loftið fyrir lok október mun það hafa um 5 til 10 prósenta jákvæð áhrif á núverandi verðmatsgengi.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jóhann K.Eðlileg þróun að Norwegian hafi lagt niður flugleiðirnar Markaðurinn greindi frá því í gær að Norwegian Air hefði ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Flugfélagið hefði komist að þeirri niðurstöðu að flugleiðirnar stæðu ekki undir sér með leiguvélum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í samtali við Fréttablaðið að viðskiptalíkön og leiðakerfi Icelandair og Norwegian séu engan veginn samanburðarhæf hvað þetta varðar. „Leiðakerfi Icelandair snýst um að nýta Ísland sem tengimiðstöð á milli Norður-Ameríku og Evrópu og þær tengingar skapa möguleika til að bjóða upp á fjölda áfangastaða og tíðni á mörkuðunum til og frá Íslandi. Þetta spilar því allt saman. Boeing 737 MAX-vélarnar áttu að vera 27 prósent af sætaframboði Icelandair í sumar og því nauðsynlegt að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 MAX með innleigu véla,“ segir hann. „Flug Norwegian á MAX-vélum milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur verið í uppbyggingarfasa og er lítill hluti af þeirra starfsemi og hefur jafnframt tiltölulega lítil áhrif á aðrar leiðir í þeirra leiðakerfi, þ.e. tengingar á milli fluga eru óverulegar.“ Spurður hvort það komi til greina að leggja niður flug yfir Atlantshafið svarar Bogi Nils neitandi. „Nei, það kemur ekki til greina, en að sjálfsögðu kallar kyrrsetning MAX-vélanna á einhverjar tilfærslur í leiðakerfinu. Það eru alltaf hreyfingar á okkar samkeppnismarkaði. Vöxtur á framboði á Norður-Atlantshafsmarkaðinum síðastliðin ár hefur verið mjög mikill og að einhverju leyti ósjálfbær. Það er því eðlileg þróun að okkar mati að samdráttur verði hjá einhverjum flugfélögum á þessum markaði. Tilkynningin frá Norwegian í gær varðandi Írland og Norður-Ameríku er reyndar mjög óverulegur hluti af heildarmarkaðinum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samdráttur í launakostnaði of lítill Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum 14. ágúst 2019 06:00 Norwegian Air leggur niður flugleiðir yfir Atlantshafið Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. 14. ágúst 2019 06:00 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samdráttur í launakostnaði of lítill Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum 14. ágúst 2019 06:00
Norwegian Air leggur niður flugleiðir yfir Atlantshafið Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. 14. ágúst 2019 06:00
Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45