Leitin að ást Sigríður Karlsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 11:20 Ég ætla gerast svo kexrugluð og kræf og halda því fram að helsta ógn mannkynsins (loftslagsbreytingar fyrir þá sem hafa ekki alveg áttað sig á því) sé til staðar einfaldlega af því við erum í leit að ást. Alltaf þegar ég ætla að fara skrifa um þann málaflokk, þá finn ég að ég varla nenni því. Þetta er svo… leiðinlegt málefni. Ég velti því oft fyrir mér og hef eytt dálítið mörgum klukkustundum í að spá í af hverju við gerum ekki róttǽkari breytingar á lífstíl okkar þrátt fyrir vitneskjuna um að við erum eiginlega svolítið mikið komin í djúpan skít. Pínu skrúvd. Í vikunni rann það svo upp fyrir mér. Hvert mannsbarn sem fæðist hér á þessa jörð, þráir aðeins eitt í grunninn. Skilyrðislausa ást. Ég fer ekki ofan af því. Við erum bara mis-tilbúin í að sjá það. Skilyrðislaus ást er svo ótrúlega vandfundin. Þið vitið, að elska einhvern sama hvernig hann er. Hvort sem hann borar í nefið, grætur mikið eða talar of hátt. En það sem við erum að gera allan daginn, alla daga, er að leita að þessari ást. Við föttum það bara ekki alltaf og áttum okkur ekki á því að hún finnst bara hjá sjálfum okkur. Ef mig, sem manneskju, skortir þessa tegund af ást hjá sjálfri mér, (finnst ég bara ekki nóg eins og ég er) þá fer ég að leita út á við. Ég gæti farið í það verkefni að búa til pall heima hjá mér, finna mér fínni vinnu af því hin er ekki nógu klassý, kaupa mér flottari bíl, skipta út húsgögnum, farða mig meira, borða meira eða nota einhverskonar efni. Svo gæti ég farið í vilja fá viðurkenningu frá öðrum og fer að haga mér eins og ég held að aðrir vilji að ég hagi mér. Svo fer ég að segja já við öllu og hjartað mitt öskrar samt nei. Svo gæti ég farið að líta út eins og allir hinir. Kaupa mér allt það sem aðir kaupa, af því ég trúi ekki að mín skoðun eða skynjun sé rétt. Þess vegna læt ég bara mata mig og geri bara eins og hinir. Hinir eru örugglega betri en ég. Og svo héldi ég bara áfram að leita, því að fá eitthvað nýtt eða viðurkenningu, gefur stundarfrið og ákveðna egóíska gleði. Ég myndi hanga á netinu og skoða flíkur eða drasl því þannig næði ég að fóðra þetta hol sem skortur af sjálfsást býr til. Öll þessi árangurslitla leit er ógeðslega þreytandi. Öll þessi leit grefur dýpri holu. Öll þessu leit er neysla. Í einhverju formi. Að búa til eina flík eyðir um 2.700 lítrum að vatni. Að panta hlut af netinu sem mun enda í ruslinu einn daginn, eyðir stjarnfræðilega mörgum lítrum af olíu. Að eyða mörgum klukkustundum í að velta fyrir sér hvaða veraldlega hugtak kemur næst inn í líf okkar er orkueyðsla á marga vegu. Við vitum alveg innst inni að í hvert skipti sem við kaupum okkur hlut þá mun hann enda einhverstaðar. Hvort sem það er í hafinu eða haugunum, erum við ábyrg fyrir þessum hlut. Við tökum þátt í að fylla heiminn af drasli. Stundum er bara svo óþægilegt að vera hugsa svona. Niðurdrepandi. Skemmir stemmninguna. Stundum nenni ég ekki að lesa um þessa hluti. Ég nenni ekki að velta þessu fyrir mér og stundum langar mig bara að segja æji fokkit og kaupa bara fullt af einnota pokum í Bónus. Mig langar ekki alltaf til að breytast. Mig langar til að keyra útum allt. Mig langar til að ferðast. Mig langar til að lita á mér hárið. Mig langar til að klífa upp metorðastigann. Mig langar til að fá viðurkenningu út á það sem ég geri eða hvernig ég hegða mér. Ég nenni ekki að flokka allt þetta drasl. Mig langar að búa í húsnæði með fallegum munum og borða hlaup úr dýrabeinum. Mig langar að keyra um á diesel bíl og hanga á netinu í leit af einhverju sem ég veit ekki einu sinni hvað er. En allar þessar langanir mínar, eru byggðar á þeirri þörf að fá ást frá öðrum og sjálfri mér. Í einhverju formi. Þá daga sem ég upplifi algjörlega skilyrðislausa ást frá sjálfri mér, þá hverfur allt hitt í skuggann. Þá fæ ég að eiga augnablikið með mér. Finna lykt, heyra, sjá. Þá brosi ég framan í ókunnuga og elska einhvern veginn lífið það mikið að ég þarf ekki að dæma aðra, kaupa mér neitt eða plana næsta dag. Ég þarf bara að vera. Það er svo klikkað ástand krakkar! Ég óska ykkur öllum að fá að dvelja þar sem lengst. Ég þarf ekkert nema mig, hversu dásamlegar fréttir eru það? Við þurfum ekkert nema okkur sjálf! Ég elska þessa staðreynd. Það gefur mér von. Þá þurfum við ekki að gera utanaðkomandi massa breytingar. Þurfum bara að elska okkur sjálf! Ef mannkynið ætlar að lifa eitthvað mikið lengur, þurfum við ekkert að gera einhverjar reglugerðir. Við þurfum bara að elska okkur. Hljómar rosa korny. En þaðerbaraþannig. Ég held samt að við föttum það ekki öll fyrr en eftir nokkur hundruð ár. En það kallast víst þróun. Við breytum ekki þróunarsögunni. En þangað til ætla ég að vera kolruglaða óþægilega konan og halda þessu fram, óhögguð. Megi það byrja hjá mér. Kærleikur, ykkar Sigga.Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla gerast svo kexrugluð og kræf og halda því fram að helsta ógn mannkynsins (loftslagsbreytingar fyrir þá sem hafa ekki alveg áttað sig á því) sé til staðar einfaldlega af því við erum í leit að ást. Alltaf þegar ég ætla að fara skrifa um þann málaflokk, þá finn ég að ég varla nenni því. Þetta er svo… leiðinlegt málefni. Ég velti því oft fyrir mér og hef eytt dálítið mörgum klukkustundum í að spá í af hverju við gerum ekki róttǽkari breytingar á lífstíl okkar þrátt fyrir vitneskjuna um að við erum eiginlega svolítið mikið komin í djúpan skít. Pínu skrúvd. Í vikunni rann það svo upp fyrir mér. Hvert mannsbarn sem fæðist hér á þessa jörð, þráir aðeins eitt í grunninn. Skilyrðislausa ást. Ég fer ekki ofan af því. Við erum bara mis-tilbúin í að sjá það. Skilyrðislaus ást er svo ótrúlega vandfundin. Þið vitið, að elska einhvern sama hvernig hann er. Hvort sem hann borar í nefið, grætur mikið eða talar of hátt. En það sem við erum að gera allan daginn, alla daga, er að leita að þessari ást. Við föttum það bara ekki alltaf og áttum okkur ekki á því að hún finnst bara hjá sjálfum okkur. Ef mig, sem manneskju, skortir þessa tegund af ást hjá sjálfri mér, (finnst ég bara ekki nóg eins og ég er) þá fer ég að leita út á við. Ég gæti farið í það verkefni að búa til pall heima hjá mér, finna mér fínni vinnu af því hin er ekki nógu klassý, kaupa mér flottari bíl, skipta út húsgögnum, farða mig meira, borða meira eða nota einhverskonar efni. Svo gæti ég farið í vilja fá viðurkenningu frá öðrum og fer að haga mér eins og ég held að aðrir vilji að ég hagi mér. Svo fer ég að segja já við öllu og hjartað mitt öskrar samt nei. Svo gæti ég farið að líta út eins og allir hinir. Kaupa mér allt það sem aðir kaupa, af því ég trúi ekki að mín skoðun eða skynjun sé rétt. Þess vegna læt ég bara mata mig og geri bara eins og hinir. Hinir eru örugglega betri en ég. Og svo héldi ég bara áfram að leita, því að fá eitthvað nýtt eða viðurkenningu, gefur stundarfrið og ákveðna egóíska gleði. Ég myndi hanga á netinu og skoða flíkur eða drasl því þannig næði ég að fóðra þetta hol sem skortur af sjálfsást býr til. Öll þessi árangurslitla leit er ógeðslega þreytandi. Öll þessi leit grefur dýpri holu. Öll þessu leit er neysla. Í einhverju formi. Að búa til eina flík eyðir um 2.700 lítrum að vatni. Að panta hlut af netinu sem mun enda í ruslinu einn daginn, eyðir stjarnfræðilega mörgum lítrum af olíu. Að eyða mörgum klukkustundum í að velta fyrir sér hvaða veraldlega hugtak kemur næst inn í líf okkar er orkueyðsla á marga vegu. Við vitum alveg innst inni að í hvert skipti sem við kaupum okkur hlut þá mun hann enda einhverstaðar. Hvort sem það er í hafinu eða haugunum, erum við ábyrg fyrir þessum hlut. Við tökum þátt í að fylla heiminn af drasli. Stundum er bara svo óþægilegt að vera hugsa svona. Niðurdrepandi. Skemmir stemmninguna. Stundum nenni ég ekki að lesa um þessa hluti. Ég nenni ekki að velta þessu fyrir mér og stundum langar mig bara að segja æji fokkit og kaupa bara fullt af einnota pokum í Bónus. Mig langar ekki alltaf til að breytast. Mig langar til að keyra útum allt. Mig langar til að ferðast. Mig langar til að lita á mér hárið. Mig langar til að klífa upp metorðastigann. Mig langar til að fá viðurkenningu út á það sem ég geri eða hvernig ég hegða mér. Ég nenni ekki að flokka allt þetta drasl. Mig langar að búa í húsnæði með fallegum munum og borða hlaup úr dýrabeinum. Mig langar að keyra um á diesel bíl og hanga á netinu í leit af einhverju sem ég veit ekki einu sinni hvað er. En allar þessar langanir mínar, eru byggðar á þeirri þörf að fá ást frá öðrum og sjálfri mér. Í einhverju formi. Þá daga sem ég upplifi algjörlega skilyrðislausa ást frá sjálfri mér, þá hverfur allt hitt í skuggann. Þá fæ ég að eiga augnablikið með mér. Finna lykt, heyra, sjá. Þá brosi ég framan í ókunnuga og elska einhvern veginn lífið það mikið að ég þarf ekki að dæma aðra, kaupa mér neitt eða plana næsta dag. Ég þarf bara að vera. Það er svo klikkað ástand krakkar! Ég óska ykkur öllum að fá að dvelja þar sem lengst. Ég þarf ekkert nema mig, hversu dásamlegar fréttir eru það? Við þurfum ekkert nema okkur sjálf! Ég elska þessa staðreynd. Það gefur mér von. Þá þurfum við ekki að gera utanaðkomandi massa breytingar. Þurfum bara að elska okkur sjálf! Ef mannkynið ætlar að lifa eitthvað mikið lengur, þurfum við ekkert að gera einhverjar reglugerðir. Við þurfum bara að elska okkur. Hljómar rosa korny. En þaðerbaraþannig. Ég held samt að við föttum það ekki öll fyrr en eftir nokkur hundruð ár. En það kallast víst þróun. Við breytum ekki þróunarsögunni. En þangað til ætla ég að vera kolruglaða óþægilega konan og halda þessu fram, óhögguð. Megi það byrja hjá mér. Kærleikur, ykkar Sigga.Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar