Samkomulagið „undirritað og hátíðlegt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/vilhelm Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira