Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:36 Epstein fannst látinn í klefa sínum í gær. Vísir/AP Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019 Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08
Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15