Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Kristlín Dís Ingilínardóttir skrifar 10. ágúst 2019 07:30 Klemens og Ronja ásamt dætrum sínum Valkyrju og Aþenu. fréttablaðið/valli Að fæða og grípa mitt eigið barn á mínum forsendum er það magnaðasta sem ég hef gert,“ segir Ronja Mogensen, 22 ára myndlistarkona, sem eignaðist aðra dóttur sína með Klemens Hannigan, söngvara hljómsveitarinnar Hatara, á heimili þeirra í miðbænum þann 24. júní. Við heimafæðingu eldri dóttur þeirra, Valkyrju, sendu ljósmæður Ronju á sjúkrahús til að fæða. Í kjölfarið tók hún þá ákvörðun að hún vildi fæða barn sitt eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. „Þegar þú ert að fæða ertu berskjölduð, bæði líkamlega og andlega, og ert svo ótrúlega opin og hrá að þegar einhver kemur inn í þitt rými þá hafa þeirra skoðanir og ótti áhrif á þína reynslu og upplifun.“ Ronja vildi hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og Klemens var því sá eini sem var viðstaddur fæðinguna.Ekki læknisfræðilegur viðburður „Þú þarft ekki að vita eða læra neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til. Ég treysti líkama mínum og ég treysti konum til að vita hvað er þeim og börnunum þeirra fyrir bestu. Konur hafa þróast í milljónir ára til að geta fætt börnin sín og lifað það af. Fæðingar eru ekki læknisfræðilegur viðburður.“Ósk Ronju um rómantíska laugarfæðingu eftir að hún gekk með eldri dóttur sína rættist ekki. „Ég var með yndislegar heimaljósmæður en mér varð strax ljóst að þær stjórnuðu aðstæðunum.“ Þegar líða fór á fæðinguna vildu ljósmæðurnar fara með hana upp á sjúkrahús. „Ég skildi þetta ekki, þetta var erfiðisvinna en mér leið ekkert illa, en um leið og ég heyrði þær segja þetta sannfærðist ég um að það hlyti að vera eitthvað að og að ég væri að skynja líkama minn vitlaust.“ Á endanum eignaðist Ronja Valkyrju á sjúkrahúsi. „Ég fékk mænudeyfingu sem var svo sterk að ég þurfti að bíða þar til hún rann af mér til að geta fætt.“ Fæðingin var að hennar sögn ekki slæm en skildi eftir óbragð í munninum. „Mér leið svo ótrúlega undarlega af því að fyrir fæðinguna hafði ég verið svo ótrúlega örugg en missti síðan allt traust á sjálfri mér og streittist gegn því sem var að gerast í líkama mínum með því að samþykkja að fara á spítala.“ Ákveðin fæðingarþráhyggja heltók Ronju eftir að Valkyrja kom í heiminn og sankaði hún að sér öllu efni sem hún komst í um fæðingar. Eftir heilmikla rannsóknarvinnu fékk hún ákveðna hugljómun. „Ég rakst á fæðingarsögu frá konu, sem var fyrrverandi ljósmóðir og hafði fætt öll sín börn sjálf, bara heima með manninum sínum.“ Þetta var vendipunktur í lífi Ronju. „Það talar enginn um að þú getir gert þetta sjálf en um leið og ég heyrði þetta þá var það svo augljóst, auðvitað get ég það.“ Þegar hún varð aftur ólétt kom því enginn annar valkostur til greina.Ótti umlykur fæðingar „Það tók sinn tíma að þora að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum í kringum mig að ég ætlaði að gera þetta vegna óttans sem umlykur fæðingar í samfélaginu.“ Fyrstu viðbrögð aðstandenda sem fengu að vita í hvað stefndi voru oftar en ekki að spyrja hvort þetta væri löglegt. „Ég sagði fáum frá, af því að ég vissi að þetta myndi mæta mikilli andstöðu.“ Klemens var strax sáttur við þetta en eftir að Ronja slysaðist til að segja foreldrum sínum frá urðu þau heldur óttaslegin. „Þau áttuðu sig á því að mér yrði ekki hnikað enda var þetta endanlega mín ákvörðun, minn líkami og mitt ferli.“ „Ég hafði fulla trú á því að þetta væri öruggasta leiðin til að fæða barnið mitt. Ekkert benti til þess að ég myndi ekki eiga heilbrigða og eðlilega fæðingu.“ Í langflestum tilvikum þar sem konur fá að fæða ótruflaðar gengur allt upp, að sögn Ronju. „Enginn getur vitað betur hvað er að gerast í líkama mínum en ég sjálf.“ „Auðvitað geri ég mér grein fyrir að í örfáum tilvikum ganga fæðingar ekki eins og náttúran ætlaði og í þeim tilvikum er ég óendanlega þakklát fyrir vestrænar lækningar. En ég veit líka að óþarfa inngrip af hendi heilbrigðisstarfsfólks eru sorglega algeng, og ég vildi gera allt sem ég gat til að forðast slík inngrip.“Inngrip séu því miður reglan en ekki undantekningin í kerfinu og telur Ronja það vera eina af helstu ástæðum þess að margar konur eigi slæma fæðingarreynslu. Ronja tekur dæmi um að algengt sé að athuga útvíkkun á leghálsi kvenna. „Þú getur farið frá einum í útvíkkun upp í tíu á hálftíma eða þú getur verið í tíu og farið aftur niður í sex. Það er því alger óþarfi að hendur séu settar svo oft upp í leggöngin á konu þegar það segir ekkert til um hvort fæðingin muni taka 20 tíma eða 20 mínútur.“ Ronja segir fjölmörg dæmi vera um annars konar inngrip sem eiga það sameiginlegt að konur fá ekki að fæða á sínum eigin tíma. Það gaf því augaleið að Ronja treysti sjálfri sér best í fæðingunni. „Ef svo ólíklega vildi til að ég þyrfti virkilega á hjálp að halda hefði þurft að kalla á sjúkrabíl hvort sem ljósmóðir væri til staðar eða ekki.“Hversdagsleg fæðing Allt lá því fyrir daginn sem yngri dóttirin, Aþena, fæddist. Dagurinn byrjaði snemma, Ronju leið örlítið skringilega svo hún ákvað að drekka morgunteið sitt í rigningunni úti í garði. Hún hugsaði aðeins um lífið og tilveruna þar til hún heyrði að eldri dóttir hennar var vöknuð. „Þá fór ég inn og vakti Klemens og sagði honum að það væri líklegast að koma barn í dag. Hann stökk upp eins og ég væri að biðja hann um að grípa barnið,“ sagði Ronja hlæjandi. Hún hélt að þetta myndi líklega ekki gerast fyrr en um kvöldið og leyfði deginum því að ganga sinn vanagang. „Það sem ég óttaðist mest þegar ég fór inn í þetta var að ég héldi að ég ætti klukkutíma eftir þegar ég ætti tuttugu tíma eftir svo að ég var mjög ákveðin í að halda áfram með daginn.“ Ronja byrjaði að brjóta saman þvott en komst fljótt að því að hún átti erfitt með einbeitingu. „Ég fattaði allt í einu að allur þvotturinn sem ég var að brjóta saman var ekki brotinn saman.“ Fljótlega fór Ronja að finna fyrir verkjum en þar sem hún var viss um að hún ætti langa fæðingu fram undan ákvað hún að fara í bað. „Klemens spurði hvort hann ætti að vera með mér en ég fann bara að hann fór mjög mikið í taugarnar á mér þannig að ég bað hann um að vera frammi og setja í uppþvottavélina.“ Ronja segir Klemens hafa verið yndislegan í gegnum ferlið. „Eina beina hlutverkið sem hann hafði var samt bara að ef mér væri að blæða út þá myndi hann hringja á sjúkrabíl,“ bætir hún kímin við. Hún tekur fram að þrátt fyrir verki þá hafi hún aldrei beinlínis fundið fyrir sársauka. „Ég lá bara í baðinu þar sem tíminn leið mjög skringilega og allt í einu fann ég þörfina fyrir að rembast.“ Ronja segir að það hafa verið í fyrsta og eina skiptið sem hún örvænti í fæðingunni. „Ég trúði ekki að ég væri komin svona langt, ég var alltaf að bíða eftir staðnum þar sem mig myndi langa til að drepa mig, það er þannig sem flestar konur lýsa fæðingu og þannig sem mér hafði liðið þegar ég fæddi eldri dóttur mína.“Fæddist í baðkarinu Örvæntingin varði ekki lengi. „Líkaminn er svo ótrúlegur að maður þarf ekki að gera neitt, líkaminn byrjaði að ýta barninu út og ég reyndi bara að halda mér í, það var það eina sem maður gat gert, bara sleppa algerlega takinu.“ Ronja kallaði í Klemens og eftir tvær hríðir í viðbót birtist höfuð Aþenu í vatninu. „Ég man eftir að ég fann hvað hún var með ótrúlega mikið hár og ég fann lítið eyra, og lítinn munn og ég fann að munnurinn opnaðist þegar ég snerti hann.“ Eftir að hún hafði rembst einu sinni í viðbót fæddist lítil fjólublá stúlka sem öskraði af lífs og sálar kröftum. „Klemens tók nokkrar myndir og svo fórum við bara upp í rúm og við hringdum í foreldra okkar.“ Fylgjan kom stuttu seinna í rúmið. „Ég ætlaði að vera með soðin skæri til hliðar til að klippa naflastrenginn en við vorum ekki búin að gera það þannig að við settum bara fylgjuna í skál og geymdum hana.“ Fylgjan bíður nú eftir hlutverki í frystinum hjá þeim hjúum. „Mér fannst eitthvað svo hræðilegt að henda líffærinu sem var búið að halda lífi í barninu mínu í ruslið með heimilisúrganginum,“ segir Ronja sem býst við grafa fylgjuna einn daginn. Ronja og Klemens höfðu ekki látið neinn vita að hún væri farin af stað af hræðslu við að aðstandendur myndu fórna höndum og hringja í sjúkrabíl. „Það var reyndar svolítið fyndið að bara svona korteri áður en Aþena fæddist þá talaði ég við systur mína í símann og sannfærði hana um það væri ekkert í gangi.“ Sagt að hringja á slökkviliðið Eftir að Aþena fæddist var hringt upp á Landspítala til að tilkynna að hún væri fædd og fá heimaþjónustu. „Hjúkrunarfræðingurinn sem svaraði símanum var gapandi yfir þessum upplýsingum og sagði mér að hringja á slökkviliðið.“ Ronja sá enga ástæðu til að bjóða slökkviliðinu í heimsókn en fékk heimaljósmóður til að líta til sín og Aþenu og staðfesta að allt væri eins og það ætti að vera. „Þetta sannaði fyrir mér það sem ég vissi en átti eftir að upplifa sjálf, að líkami minn vissi hvernig ætti að búa til barn og gæti klárað það ferli með því að fæða það.“ Viðbrögð fólks hafa ekki látið á sér standa. „Ég fæ oft að heyra hvað ég sé ótrúlega hugrökk að hafa gert þetta.“ Ronju finnst meira hugrekki að leggja traust sitt á aðra og fæða í aðstæðum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. „Þegar ég var uppi á spítala leið mér eins og það væri verið að biðja mig um að kúka á mig fyrir framan þúsund manns. Mér finnst ótrúlegt að ég hafi getað fætt Valkyrju í aðstæðum þar sem mér leið svona óþægilega.“ Ekki róttækt heldur sjálfsagt Ronja furðar sig á því að það þyki róttækt að fæða barn sitt ein og líður eins og margir haldi að hún hafi gert þetta af hroka og vanþekkingu. „Fyrir mér var þetta bara mun einfaldari og hentugri lausn.” Mikilvægast finnst Ronju vera að konur fái að velja þær aðstæður sem þeim líður vel. „Hvort sem það er inni á spítala, fæðingarheimili eða ein inni á klósetti þá er það frábært svo lengi sem konur fá að velja það sjálfar.“ Hún segir fæðingarreynslu sína hafa verið dásamlega og hefði jafnvel viljað að hún hefði varað lengur. „Ég er nánast pínu svekkt yfir að þetta hafi ekki tekið lengri tíma vegna þess að þetta voru bara þrír, fjórir tímar, í heildina.“ Þó hafi fæðingin verið fullkomin á sinn hátt. „Þetta var bara eins hversdagslegt og það gat orðið, akkúrat eins og það átti að vera, bara partur að lífinu.“ Ástin og lífið Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tímamót Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Að fæða og grípa mitt eigið barn á mínum forsendum er það magnaðasta sem ég hef gert,“ segir Ronja Mogensen, 22 ára myndlistarkona, sem eignaðist aðra dóttur sína með Klemens Hannigan, söngvara hljómsveitarinnar Hatara, á heimili þeirra í miðbænum þann 24. júní. Við heimafæðingu eldri dóttur þeirra, Valkyrju, sendu ljósmæður Ronju á sjúkrahús til að fæða. Í kjölfarið tók hún þá ákvörðun að hún vildi fæða barn sitt eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. „Þegar þú ert að fæða ertu berskjölduð, bæði líkamlega og andlega, og ert svo ótrúlega opin og hrá að þegar einhver kemur inn í þitt rými þá hafa þeirra skoðanir og ótti áhrif á þína reynslu og upplifun.“ Ronja vildi hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og Klemens var því sá eini sem var viðstaddur fæðinguna.Ekki læknisfræðilegur viðburður „Þú þarft ekki að vita eða læra neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til. Ég treysti líkama mínum og ég treysti konum til að vita hvað er þeim og börnunum þeirra fyrir bestu. Konur hafa þróast í milljónir ára til að geta fætt börnin sín og lifað það af. Fæðingar eru ekki læknisfræðilegur viðburður.“Ósk Ronju um rómantíska laugarfæðingu eftir að hún gekk með eldri dóttur sína rættist ekki. „Ég var með yndislegar heimaljósmæður en mér varð strax ljóst að þær stjórnuðu aðstæðunum.“ Þegar líða fór á fæðinguna vildu ljósmæðurnar fara með hana upp á sjúkrahús. „Ég skildi þetta ekki, þetta var erfiðisvinna en mér leið ekkert illa, en um leið og ég heyrði þær segja þetta sannfærðist ég um að það hlyti að vera eitthvað að og að ég væri að skynja líkama minn vitlaust.“ Á endanum eignaðist Ronja Valkyrju á sjúkrahúsi. „Ég fékk mænudeyfingu sem var svo sterk að ég þurfti að bíða þar til hún rann af mér til að geta fætt.“ Fæðingin var að hennar sögn ekki slæm en skildi eftir óbragð í munninum. „Mér leið svo ótrúlega undarlega af því að fyrir fæðinguna hafði ég verið svo ótrúlega örugg en missti síðan allt traust á sjálfri mér og streittist gegn því sem var að gerast í líkama mínum með því að samþykkja að fara á spítala.“ Ákveðin fæðingarþráhyggja heltók Ronju eftir að Valkyrja kom í heiminn og sankaði hún að sér öllu efni sem hún komst í um fæðingar. Eftir heilmikla rannsóknarvinnu fékk hún ákveðna hugljómun. „Ég rakst á fæðingarsögu frá konu, sem var fyrrverandi ljósmóðir og hafði fætt öll sín börn sjálf, bara heima með manninum sínum.“ Þetta var vendipunktur í lífi Ronju. „Það talar enginn um að þú getir gert þetta sjálf en um leið og ég heyrði þetta þá var það svo augljóst, auðvitað get ég það.“ Þegar hún varð aftur ólétt kom því enginn annar valkostur til greina.Ótti umlykur fæðingar „Það tók sinn tíma að þora að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum í kringum mig að ég ætlaði að gera þetta vegna óttans sem umlykur fæðingar í samfélaginu.“ Fyrstu viðbrögð aðstandenda sem fengu að vita í hvað stefndi voru oftar en ekki að spyrja hvort þetta væri löglegt. „Ég sagði fáum frá, af því að ég vissi að þetta myndi mæta mikilli andstöðu.“ Klemens var strax sáttur við þetta en eftir að Ronja slysaðist til að segja foreldrum sínum frá urðu þau heldur óttaslegin. „Þau áttuðu sig á því að mér yrði ekki hnikað enda var þetta endanlega mín ákvörðun, minn líkami og mitt ferli.“ „Ég hafði fulla trú á því að þetta væri öruggasta leiðin til að fæða barnið mitt. Ekkert benti til þess að ég myndi ekki eiga heilbrigða og eðlilega fæðingu.“ Í langflestum tilvikum þar sem konur fá að fæða ótruflaðar gengur allt upp, að sögn Ronju. „Enginn getur vitað betur hvað er að gerast í líkama mínum en ég sjálf.“ „Auðvitað geri ég mér grein fyrir að í örfáum tilvikum ganga fæðingar ekki eins og náttúran ætlaði og í þeim tilvikum er ég óendanlega þakklát fyrir vestrænar lækningar. En ég veit líka að óþarfa inngrip af hendi heilbrigðisstarfsfólks eru sorglega algeng, og ég vildi gera allt sem ég gat til að forðast slík inngrip.“Inngrip séu því miður reglan en ekki undantekningin í kerfinu og telur Ronja það vera eina af helstu ástæðum þess að margar konur eigi slæma fæðingarreynslu. Ronja tekur dæmi um að algengt sé að athuga útvíkkun á leghálsi kvenna. „Þú getur farið frá einum í útvíkkun upp í tíu á hálftíma eða þú getur verið í tíu og farið aftur niður í sex. Það er því alger óþarfi að hendur séu settar svo oft upp í leggöngin á konu þegar það segir ekkert til um hvort fæðingin muni taka 20 tíma eða 20 mínútur.“ Ronja segir fjölmörg dæmi vera um annars konar inngrip sem eiga það sameiginlegt að konur fá ekki að fæða á sínum eigin tíma. Það gaf því augaleið að Ronja treysti sjálfri sér best í fæðingunni. „Ef svo ólíklega vildi til að ég þyrfti virkilega á hjálp að halda hefði þurft að kalla á sjúkrabíl hvort sem ljósmóðir væri til staðar eða ekki.“Hversdagsleg fæðing Allt lá því fyrir daginn sem yngri dóttirin, Aþena, fæddist. Dagurinn byrjaði snemma, Ronju leið örlítið skringilega svo hún ákvað að drekka morgunteið sitt í rigningunni úti í garði. Hún hugsaði aðeins um lífið og tilveruna þar til hún heyrði að eldri dóttir hennar var vöknuð. „Þá fór ég inn og vakti Klemens og sagði honum að það væri líklegast að koma barn í dag. Hann stökk upp eins og ég væri að biðja hann um að grípa barnið,“ sagði Ronja hlæjandi. Hún hélt að þetta myndi líklega ekki gerast fyrr en um kvöldið og leyfði deginum því að ganga sinn vanagang. „Það sem ég óttaðist mest þegar ég fór inn í þetta var að ég héldi að ég ætti klukkutíma eftir þegar ég ætti tuttugu tíma eftir svo að ég var mjög ákveðin í að halda áfram með daginn.“ Ronja byrjaði að brjóta saman þvott en komst fljótt að því að hún átti erfitt með einbeitingu. „Ég fattaði allt í einu að allur þvotturinn sem ég var að brjóta saman var ekki brotinn saman.“ Fljótlega fór Ronja að finna fyrir verkjum en þar sem hún var viss um að hún ætti langa fæðingu fram undan ákvað hún að fara í bað. „Klemens spurði hvort hann ætti að vera með mér en ég fann bara að hann fór mjög mikið í taugarnar á mér þannig að ég bað hann um að vera frammi og setja í uppþvottavélina.“ Ronja segir Klemens hafa verið yndislegan í gegnum ferlið. „Eina beina hlutverkið sem hann hafði var samt bara að ef mér væri að blæða út þá myndi hann hringja á sjúkrabíl,“ bætir hún kímin við. Hún tekur fram að þrátt fyrir verki þá hafi hún aldrei beinlínis fundið fyrir sársauka. „Ég lá bara í baðinu þar sem tíminn leið mjög skringilega og allt í einu fann ég þörfina fyrir að rembast.“ Ronja segir að það hafa verið í fyrsta og eina skiptið sem hún örvænti í fæðingunni. „Ég trúði ekki að ég væri komin svona langt, ég var alltaf að bíða eftir staðnum þar sem mig myndi langa til að drepa mig, það er þannig sem flestar konur lýsa fæðingu og þannig sem mér hafði liðið þegar ég fæddi eldri dóttur mína.“Fæddist í baðkarinu Örvæntingin varði ekki lengi. „Líkaminn er svo ótrúlegur að maður þarf ekki að gera neitt, líkaminn byrjaði að ýta barninu út og ég reyndi bara að halda mér í, það var það eina sem maður gat gert, bara sleppa algerlega takinu.“ Ronja kallaði í Klemens og eftir tvær hríðir í viðbót birtist höfuð Aþenu í vatninu. „Ég man eftir að ég fann hvað hún var með ótrúlega mikið hár og ég fann lítið eyra, og lítinn munn og ég fann að munnurinn opnaðist þegar ég snerti hann.“ Eftir að hún hafði rembst einu sinni í viðbót fæddist lítil fjólublá stúlka sem öskraði af lífs og sálar kröftum. „Klemens tók nokkrar myndir og svo fórum við bara upp í rúm og við hringdum í foreldra okkar.“ Fylgjan kom stuttu seinna í rúmið. „Ég ætlaði að vera með soðin skæri til hliðar til að klippa naflastrenginn en við vorum ekki búin að gera það þannig að við settum bara fylgjuna í skál og geymdum hana.“ Fylgjan bíður nú eftir hlutverki í frystinum hjá þeim hjúum. „Mér fannst eitthvað svo hræðilegt að henda líffærinu sem var búið að halda lífi í barninu mínu í ruslið með heimilisúrganginum,“ segir Ronja sem býst við grafa fylgjuna einn daginn. Ronja og Klemens höfðu ekki látið neinn vita að hún væri farin af stað af hræðslu við að aðstandendur myndu fórna höndum og hringja í sjúkrabíl. „Það var reyndar svolítið fyndið að bara svona korteri áður en Aþena fæddist þá talaði ég við systur mína í símann og sannfærði hana um það væri ekkert í gangi.“ Sagt að hringja á slökkviliðið Eftir að Aþena fæddist var hringt upp á Landspítala til að tilkynna að hún væri fædd og fá heimaþjónustu. „Hjúkrunarfræðingurinn sem svaraði símanum var gapandi yfir þessum upplýsingum og sagði mér að hringja á slökkviliðið.“ Ronja sá enga ástæðu til að bjóða slökkviliðinu í heimsókn en fékk heimaljósmóður til að líta til sín og Aþenu og staðfesta að allt væri eins og það ætti að vera. „Þetta sannaði fyrir mér það sem ég vissi en átti eftir að upplifa sjálf, að líkami minn vissi hvernig ætti að búa til barn og gæti klárað það ferli með því að fæða það.“ Viðbrögð fólks hafa ekki látið á sér standa. „Ég fæ oft að heyra hvað ég sé ótrúlega hugrökk að hafa gert þetta.“ Ronju finnst meira hugrekki að leggja traust sitt á aðra og fæða í aðstæðum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. „Þegar ég var uppi á spítala leið mér eins og það væri verið að biðja mig um að kúka á mig fyrir framan þúsund manns. Mér finnst ótrúlegt að ég hafi getað fætt Valkyrju í aðstæðum þar sem mér leið svona óþægilega.“ Ekki róttækt heldur sjálfsagt Ronja furðar sig á því að það þyki róttækt að fæða barn sitt ein og líður eins og margir haldi að hún hafi gert þetta af hroka og vanþekkingu. „Fyrir mér var þetta bara mun einfaldari og hentugri lausn.” Mikilvægast finnst Ronju vera að konur fái að velja þær aðstæður sem þeim líður vel. „Hvort sem það er inni á spítala, fæðingarheimili eða ein inni á klósetti þá er það frábært svo lengi sem konur fá að velja það sjálfar.“ Hún segir fæðingarreynslu sína hafa verið dásamlega og hefði jafnvel viljað að hún hefði varað lengur. „Ég er nánast pínu svekkt yfir að þetta hafi ekki tekið lengri tíma vegna þess að þetta voru bara þrír, fjórir tímar, í heildina.“ Þó hafi fæðingin verið fullkomin á sinn hátt. „Þetta var bara eins hversdagslegt og það gat orðið, akkúrat eins og það átti að vera, bara partur að lífinu.“
Ástin og lífið Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tímamót Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira