Fögnuðu sæti í Meistaradeildinni með umdeildum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 22:30 Stuðningsmenn upp á skriðdrekanum fyrir leikinn. Getty/Srdjan Stevanovic Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli í seinni leik sínum á móti Young Boys frá Sviss. Rauða Stjarnan verður því í pottinum með liðum eins og Barcelona, Liverpool, Manchester City, Real Madrid og Paris Saint Germain þegar dregið verður á morgun. Það var smá stress hjá leikmönnum Rauðu Stjörnunnar í lok leiksins í gærkvöldi eftir að Young Boys jafnaði metin í 1-1 og Serbarnir voru auk þess orðnir tíu á móti ellefu. Rauða Stjarnan hélt út stuðningsmönnum þeirra til mikillar ánægju en liðið fór áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar buðu upp á nýjung fyrir þennan mikilvæga leik. Þeir mættu nefnilega með skriðdreka á svæðið og stilltu honum upp við þann enda vallarins sem hörðustu stuðningsmenn félagsins halda hópinn. Þeir eru kallaðir Delije strákar eða hörðu strákarnir og standa svo sannarlega undir nafni. Þetta bauð líka upp á ákveðin en um leið umdeild fagnaðarlæti hjá stuðningsmönnum Rauðu Stjörnunnar sem fögnuðu upp á skriðdrekanum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Red Star players celebrated qualifying for the Champions League by riding on an armoured vehicle. pic.twitter.com/WzEVhBS8Fe — ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2019Skriðdrekinn tók þátt í Júgóslavíu stríðinu og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar voru harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa þetta uppátæki ekki síst frá fólki frá nágrannaríkjunum Króatíu og Bosníu sem fóru mjög illa út úr stríðinu við Serba. Blaðamenn í Króatíu skrifuðu meðal annars um að þetta væri hrein og klár ögrun og skandall og kölluðu eftir aðgerðum frá UEFA. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli í seinni leik sínum á móti Young Boys frá Sviss. Rauða Stjarnan verður því í pottinum með liðum eins og Barcelona, Liverpool, Manchester City, Real Madrid og Paris Saint Germain þegar dregið verður á morgun. Það var smá stress hjá leikmönnum Rauðu Stjörnunnar í lok leiksins í gærkvöldi eftir að Young Boys jafnaði metin í 1-1 og Serbarnir voru auk þess orðnir tíu á móti ellefu. Rauða Stjarnan hélt út stuðningsmönnum þeirra til mikillar ánægju en liðið fór áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar buðu upp á nýjung fyrir þennan mikilvæga leik. Þeir mættu nefnilega með skriðdreka á svæðið og stilltu honum upp við þann enda vallarins sem hörðustu stuðningsmenn félagsins halda hópinn. Þeir eru kallaðir Delije strákar eða hörðu strákarnir og standa svo sannarlega undir nafni. Þetta bauð líka upp á ákveðin en um leið umdeild fagnaðarlæti hjá stuðningsmönnum Rauðu Stjörnunnar sem fögnuðu upp á skriðdrekanum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Red Star players celebrated qualifying for the Champions League by riding on an armoured vehicle. pic.twitter.com/WzEVhBS8Fe — ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2019Skriðdrekinn tók þátt í Júgóslavíu stríðinu og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar voru harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa þetta uppátæki ekki síst frá fólki frá nágrannaríkjunum Króatíu og Bosníu sem fóru mjög illa út úr stríðinu við Serba. Blaðamenn í Króatíu skrifuðu meðal annars um að þetta væri hrein og klár ögrun og skandall og kölluðu eftir aðgerðum frá UEFA.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira