Skoðun

Það var Ok

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Drottinn, einsog hann kemur fyrir í Gamla testamentinu, tók uppivöðslumenn ekki neinum vettlingatökum. Til dæmis, þegar nokkrir gerðu uppreisn gegn Móse í eyðimörkinni bað hann alla að færa sig frá þeim. Því næst lauk jörðin upp munni sínum og svelgdi uppreisnarmennina og renndi þeim niður til helvítis.

Ekki ætla ég neinum þá illgirni að vilja mönnum vist í víti en hitt gæti verið hentugt ef fólk hyrfi einsog Ok. Þannig gæti forseti Alþingis sagt þingmönnum að færa sig frá málþófsmönnum, þegar þeir halda þinginu í gíslingu, og síðan látið gólfið gleypa þá en haldið svo þingstörfum áfram einsog ekkert hefði í skorist. Og ekki væri það verra ef jörðin opnaðist undir iljum Mike Pence þegar hann heimsækir fólk sem finnst óheppilegt að hitta hann.

Þótt ótrúlegt megi virðast er til fólk sem gælir við slíkar hugmyndir. Bandaríkjaher hefur sprengt borgir og bæi til miðalda til að útrýma vondu fólki en verkefnið reynist alltaf sama eðlis og barátta Herkúlesar við orminn í Lernuvatni; við hvert höfuð sem höggvið er af vaxa tvö ný.

Brasilískir auðmenn vinna að því að losna við frumbyggja í Amason, Salvini beið þess nýlega að Miðjarðarhafið máði út bát fullan af flóttamönnum, spænsk yfirvöld bíða þess að katalónskir sjálfstæðissinnar fyrnist bakvið fangelsismúra, heitir trúmenn gæla enn við þá hugmynd að samkynhneigðir hætti að vera til og á kommentakerfinu bíður einhver þess að sjónvarpsstjarna sem káfaði á sautján ára stúlku hverfi af yfirborði jarðar.

En jörðin opnast ekki. Við erum dæmd til að takast á við vandann.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×