Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 21:15 Margir Íslendingar kannast eflaust við barnapúðrið frá Johnson & Johnson, fyrirtækið sem hefur farið mikinn í framleiðslu og markaðssetningu á ópíóðum í Bandaríkjunum síðustu ár og hefur nú verið dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem faraldurinn hefur valdið í ríkinu. vísir/getty Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. Upphæðin jafngildir um 72 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Dómurinn markar tímamót þar sem um er að ræða fyrsta dóminn í máli sem hið opinbera hefur höfðað á hendur lyfjaframleiðanda vegna ópíóðafaraldursins sem geisað hefur undanfarin ár í Bandaríkjunum og tekið líf fjölda fólks. Talið er að dómurinn geti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur dómsmál sem höfðuð hafa verið gegn lyfjaframleiðendum, dreifingaraðilum og söluaðilum vegna ópíóða en málin eru meira en 2000 talsins. Saksóknarar Oklahoma-ríkis sögðu Johnson & Johnson hafa haft milligöngu um að útvega öðrum lyfjaframleiðendum allt að 60 prósent af innihaldi ópíóða á borð við oxykódín. Þá markaðssetti fyrirtækið ópíóða, bæði gagnvart sjúklingum og læknum, undir þeim formerkjum að lyfin væru rugg og áhrifamikil.Þúsundir látið lífið í Oklahoma vegna ópíóða Dótturfyrirtæki Johnson & Johnson framleiddi einnig ópíóða, annars vegar í töfluformi og hins vegar fentanýl-plástra. Fyrirtækið seldi réttinn til framleiðslu á töflunum árið 2015 en plásturinn er enn í framleiðslu. „Ópíóðafaraldurinn er ógn við íbúa Oklahoma,“ sagði dómarinn Thad Balkman þegar hann gerði grein fyrir niðurstöðu sinni í dag. „Við höfum sýnt fram á að Johnson & Johnson eru á meðal þeirra sem hafa orsakað ópíóðafaraldurinn. Þeir græddu milljarða dollara á ópíóðum á 20 ára tímabili en hafa ávallt neitað sök. Á sama tíma segjast þeir vilja gera eitthvað til að leysa vandamálið. Gerið þá það rétta, komið og borgið,“ segir Brad Beckworth, einn af saksóknurum Oklahoma-ríkis í málinu. Ópíóðafaraldurinn hefur haft mikil áhrif í Oklahoma. Ríkið er strjálbýlt og þar búa 3,9 milljónir manna en á þriggja ára tímabili, frá árinu 2015 til 2018, voru gefnir út 18 milljón lyfseðlar þar sem skrifað var upp á ópíóðalyf. Frá árinu 2000 hafa 6000 íbúar ríkisins látið lífið vegna ofneyslu ópíóða. Þúsundir eru háðir lyfjunum. Johnson & Johnson, sem er meðal annars þekkt fyrir að framleiða barnapúður og barnaolíur, hyggst áfrýja dómnum sem kveðinn var upp í dag. Bandaríkin Tengdar fréttir Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05 Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. 28. maí 2019 23:46 Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. Upphæðin jafngildir um 72 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Dómurinn markar tímamót þar sem um er að ræða fyrsta dóminn í máli sem hið opinbera hefur höfðað á hendur lyfjaframleiðanda vegna ópíóðafaraldursins sem geisað hefur undanfarin ár í Bandaríkjunum og tekið líf fjölda fólks. Talið er að dómurinn geti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur dómsmál sem höfðuð hafa verið gegn lyfjaframleiðendum, dreifingaraðilum og söluaðilum vegna ópíóða en málin eru meira en 2000 talsins. Saksóknarar Oklahoma-ríkis sögðu Johnson & Johnson hafa haft milligöngu um að útvega öðrum lyfjaframleiðendum allt að 60 prósent af innihaldi ópíóða á borð við oxykódín. Þá markaðssetti fyrirtækið ópíóða, bæði gagnvart sjúklingum og læknum, undir þeim formerkjum að lyfin væru rugg og áhrifamikil.Þúsundir látið lífið í Oklahoma vegna ópíóða Dótturfyrirtæki Johnson & Johnson framleiddi einnig ópíóða, annars vegar í töfluformi og hins vegar fentanýl-plástra. Fyrirtækið seldi réttinn til framleiðslu á töflunum árið 2015 en plásturinn er enn í framleiðslu. „Ópíóðafaraldurinn er ógn við íbúa Oklahoma,“ sagði dómarinn Thad Balkman þegar hann gerði grein fyrir niðurstöðu sinni í dag. „Við höfum sýnt fram á að Johnson & Johnson eru á meðal þeirra sem hafa orsakað ópíóðafaraldurinn. Þeir græddu milljarða dollara á ópíóðum á 20 ára tímabili en hafa ávallt neitað sök. Á sama tíma segjast þeir vilja gera eitthvað til að leysa vandamálið. Gerið þá það rétta, komið og borgið,“ segir Brad Beckworth, einn af saksóknurum Oklahoma-ríkis í málinu. Ópíóðafaraldurinn hefur haft mikil áhrif í Oklahoma. Ríkið er strjálbýlt og þar búa 3,9 milljónir manna en á þriggja ára tímabili, frá árinu 2015 til 2018, voru gefnir út 18 milljón lyfseðlar þar sem skrifað var upp á ópíóðalyf. Frá árinu 2000 hafa 6000 íbúar ríkisins látið lífið vegna ofneyslu ópíóða. Þúsundir eru háðir lyfjunum. Johnson & Johnson, sem er meðal annars þekkt fyrir að framleiða barnapúður og barnaolíur, hyggst áfrýja dómnum sem kveðinn var upp í dag.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05 Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. 28. maí 2019 23:46 Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05
Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. 28. maí 2019 23:46
Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25