Telur ekki ólöglegt að reykja kannabis í sínum húsum Jakob Bjarnar skrifar 26. ágúst 2019 14:41 Gísli telur dóminn stangast á við stjórnarskrá. Maðurinn var ekki að vinna neinum öðrum skaða með því að reykja kannabis á sínu heimili. Getty/rez-art/Fbl/Anton Brink „Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu. Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
„Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu.
Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira