Pyndingar á hinsegin fólki risastórt vandamál heimsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:15 Victor Madrigal-Borloz, sérfræðingur hjá Mannréttindaráði SÞ í málefnum hinsegin fólks. Mynd/aðsend Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira