Fulltrúi ríkisins blessaði 150 milljóna starfslok Hörður Ægisson skrifar 21. ágúst 2019 08:15 Höskuldur Ólafsson lét af störfum sem bankastjóri Arion banka í apríl síðastliðnum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017 og samþykktar af stjórn bankans. Þær breytingar, sem tengdust annars vegar uppsagnarfresti og hins vegar samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra hjá sér samtals 150 milljóna króna kostnað vegna launa og launatengdra gjalda þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Höskuldur hefur neitað því að hann hafi verið rekinn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru fyrrnefndar breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans. Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka á þessum tíma var Kirstín Þ. Flygenring en stofnunin hélt þá utan um þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Sá hlutur var síðan seldur til Kaupþings, sem þá var stærsti hluthafi bankans, í ársbyrjun 2018 fyrir um 23,4 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum í lok síðustu viku, spurður um starfslokasamning Höskuldar, að fyrir honum liti þetta út „sem ótrúlegt bruðl“. Í svari til Markaðarins segir Arion banki að breyting á ráðningarsamningi Höskuldar hafi verið gerð þegar alþjóðlegt hlutafjárútboð og skráning bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð var í undirbúningi. Þetta hafi verið gert í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, hafi stigið til hliðar. „Markmiðið var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta Höskuldar fram að hlutafjárútboði og skráningu og í framhaldi af henni. Fyrir lá að það hefði einfaldlega skaðað og tafið útboðs- og skráningarferli bankans ef mannabreytingar yrðu bæði á stöðu stjórnarformanns og bankastjóra svo skömmu fyrir fyrirhugaða skráningu. Miklir hagsmunir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mikilvægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika með því að gera breytingar á ráðningarsamningi bankastjóra,“ segir í svari Arion. Starfslok Höskuldar hafi verið að fullu í samræmi við þann samning sem gerður var við hann árið 2017 og samanstóð af uppsagnarfresti og samningi um starfslok. Bankinn viðurkennir að kjörin hafi „vissulega [verið] óvenjuleg en aðstæður voru óvenjulegar í ljósi skráningar bankans á markað og mikilvægis þess að stöðugleiki ríkti í þessum æðstu stjórnunarstöðum bankans á þeim tíma.“ Ekkert varð hins vegar af fyrirhuguðum áformum um útboð og skráningu Arion banka haustið 2017 þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Bankinn var að lokum skráður á hlutabréfamarkað í kauphöllunum á Íslandi og í Svíþjóð í júní ári síðar. Laun Höskuldar á árinu 2018 námu samtals 67,5 milljónum króna auk árangurstengdra greiðslna að fjárhæð 7,2 milljónir. Þær greiðslur komu hins vegar til vegna rekstrarárangurs á árinu 2017. Hagnaður bankans á síðasta ári dróst saman um nærri helming og nam tæplega 7,8 milljörðum. Arðsemi Arion banka á eigið fé var aðeins 3,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017 og samþykktar af stjórn bankans. Þær breytingar, sem tengdust annars vegar uppsagnarfresti og hins vegar samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra hjá sér samtals 150 milljóna króna kostnað vegna launa og launatengdra gjalda þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Höskuldur hefur neitað því að hann hafi verið rekinn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru fyrrnefndar breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans. Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka á þessum tíma var Kirstín Þ. Flygenring en stofnunin hélt þá utan um þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Sá hlutur var síðan seldur til Kaupþings, sem þá var stærsti hluthafi bankans, í ársbyrjun 2018 fyrir um 23,4 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum í lok síðustu viku, spurður um starfslokasamning Höskuldar, að fyrir honum liti þetta út „sem ótrúlegt bruðl“. Í svari til Markaðarins segir Arion banki að breyting á ráðningarsamningi Höskuldar hafi verið gerð þegar alþjóðlegt hlutafjárútboð og skráning bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð var í undirbúningi. Þetta hafi verið gert í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, hafi stigið til hliðar. „Markmiðið var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta Höskuldar fram að hlutafjárútboði og skráningu og í framhaldi af henni. Fyrir lá að það hefði einfaldlega skaðað og tafið útboðs- og skráningarferli bankans ef mannabreytingar yrðu bæði á stöðu stjórnarformanns og bankastjóra svo skömmu fyrir fyrirhugaða skráningu. Miklir hagsmunir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mikilvægt að tryggja nauðsynlegan stöðugleika með því að gera breytingar á ráðningarsamningi bankastjóra,“ segir í svari Arion. Starfslok Höskuldar hafi verið að fullu í samræmi við þann samning sem gerður var við hann árið 2017 og samanstóð af uppsagnarfresti og samningi um starfslok. Bankinn viðurkennir að kjörin hafi „vissulega [verið] óvenjuleg en aðstæður voru óvenjulegar í ljósi skráningar bankans á markað og mikilvægis þess að stöðugleiki ríkti í þessum æðstu stjórnunarstöðum bankans á þeim tíma.“ Ekkert varð hins vegar af fyrirhuguðum áformum um útboð og skráningu Arion banka haustið 2017 þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið um miðjan september. Bankinn var að lokum skráður á hlutabréfamarkað í kauphöllunum á Íslandi og í Svíþjóð í júní ári síðar. Laun Höskuldar á árinu 2018 námu samtals 67,5 milljónum króna auk árangurstengdra greiðslna að fjárhæð 7,2 milljónir. Þær greiðslur komu hins vegar til vegna rekstrarárangurs á árinu 2017. Hagnaður bankans á síðasta ári dróst saman um nærri helming og nam tæplega 7,8 milljörðum. Arðsemi Arion banka á eigið fé var aðeins 3,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira