Viðskiptaráðherra sagður hafa hótað brottrekstri vegna andstöðu við Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 21:52 Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er sagður hafa hótað að reka starfsmenn NOAA vegna andstöðu við Donald Trump. getty/Steven Ferdman Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“ Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira