Hvaðan komu 650 þúsund milljónir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 9. september 2019 16:29 „Afkoma bankana er góð“ er sagt með ákveðinni lotningu fyrir dugnaði bankamanna að græða peninga, þegar um þennann ofsagróða er fjallað. En hvaðan hefur þetta fé komið? Féll það bara af himnum ofan? Það mætti að minnsta kosti ætla miðað við hversu lausar við gagnrýni allar fréttir af ofsagróða bankanna í gegnum árin hafa verið. Eða ætli að þetta sé vegna ábatasamra fjárfestinga bankamanna og klókinda þeirra í fjármálum? Nei, sú skýring gengur ekki heldur upp, því í fyrsta lagi hafa þeir ekkert verið í svo miklum fjárfestingum undanfarin ár og í öðru lagi þarf ekki annað en að nefna Borgun, United Silicon, Primera Air, WOW Air, Valitor og svo náttúrulega hrunið sjálft, til að átta sig á að bankamenn eru í besta falli afskaplega mistækir. Er þá kannski eina skýringin eftir allt saman, að allt þetta fé hafi komið frá „Money Heaven“ eða eru til nærtækari skýringar? Svona upphæðir eru ekki gripnar úr lausu lofti og einhversstaðar frá hljóta þær að hafa komið. Hvaðan kemur þá allt þetta fé? Að sjálfsögðu kemur þetta fé einhversstaðar frá og við þessum vangaveltum er einfalt svar. Þetta fé kemur frá heimilum landsins. Það kemur frá almenningi, fólkinu sem berst við að koma sér þaki yfir höfuðið og lifa af í landi sem tekur banka og „velferð“ þeirra fram yfir velferð fólksins í landinu. Ef það væri bara „velferð“ bankanna sem ráðamönnum væri umhugað um, væri staðan kannski ekki svo slæm. En „velferð“ hefur ekki verið nóg, ofsagróði á kostnað heimila landsins hefur verið markmiðið og því hefur verið fylgt eftir af hörku sem á sér varla hliðstæðu í vestrænu ríki á 21. öldinni. Skoðum aðeins nokkrar staðreyndir og setjum hagnað bankanna í samhengi við fólksfjölda á Íslandi: - Íslendingar eru nær 360.000 - Heimili á Íslandi eru um 140.000 - Heimili sem bankarnir hafa „hirt“ af fjölskyldum landsin frá hruni eru a.m.k. 15.000 - Hagnaður bankanna er 650.000.000.000 Sé gengið út frá þessum forsendum þýðir þetta: - 1,8 milljónir á mann, ef allir íslendingar, að börnum meðtöldum, hafa lagt jafn mikið til þessa hagnaðar bankanna á undanförnum 10 árum - 4,6 milljónir á hvert heimili, ef öll heimili hafa lagt jafn mikið til þessa hagnaðar bankanna á undanförnum 10 árum - 43 milljónir í hagnað frá hverju þessara 15.000 heimila sem bankarnir hafa „hirt“ frá hruni, að meðaltali. Þrælar í ánauð bankanna Þetta eru vægast sagt sláandi tölur. 1,8 milljónir á hvert einasta mannsbarn á Íslandi er svipað og Icesave hefði verið á mann. En málið er að þetta eru ekki 1,8 milljónir á mann, því þá myndi kannski heyrast hærra í fleirum. Þessu var ekki „skipt jafnt“ á milli okkar allra og við höfum ekki öll fundið jafn mikið fyrir þessu og kannski er það þess vegna sem svo mörgum finnst þetta bara fínt og sjá ekkert athugavert við þennan ofsagróða. Stór hluti þjóðarinnar hefur nefnilega sem betur fer sloppið betur og þar af leiðandi lagt hlutfallslega lítið til í þessa hít. Megnið af þessum ofsagróða kemur frá um 20% þjóðarinnar, um 70 þúsund manns. Það gera um 9 milljónir á hvert og eitt þeirra. Sá hluti þjóðarinnar er ekki eins sáttur og finnst „byrðunum“ vægast sagt misskipt. Í Icesave umræðunum voru allir sammála um að 2 milljónir á mann væru of miklar byrðar til að leggja á þjóðina. 2 milljónir á mann vegna Icesave að hefðu sjálfsögðu verið allt of mikið og nóg til að sliga hvern einstakling og allar venjulegar fjölskyldur. En þegar það er viðurkennd staðreynd, hvernig er þá hægt að velta að meðaltali 9 milljónum á mann yfir á 20% þjóðarinnar og kalla það „endurreisn efnahagslífsins“?! Meðaltöl segja aldrei alla söguna og þegar meðaltöl eru reiknuð hafa sumir borgað meira og aðrir minna en meðaltalið. Mest hafa þeir „lagt til“ sem tapað hafa heimilum sínum en það má samt alls ekki gleyma „framlagi“ þeirra sem hafa gert nauðarsamninga við bankann, oft á ólöglegum forsendum, og eru að greiða mun meira af húsnæðislánum sínum en þau ættu nokkurn tímann að þurfa að gera. Einhverja milljarða hafa bankarnir hirt upp þar. Auðvitað eru tölurnar okkar ekki 100% nákvæmar, til að fá þær þarf að gera Rannsóknarskýrslu heimilanna. En þær eru enga að síður réttar og bregða ljósi á þá hrikalegu stöðu sem svo margar fjölskyldur standa frammi fyrir í dag. Þessar fjölskyldur eru fastar í ánauð bankanna og hafa staðið undir og borgað mikið meira en sinn skerf fyrir hina svokölluðu „endurreisn efnahagslífsins“ sem stjórnmálamenn gorta sig af. Þetta er náttúrulega ekki í fyrsta skipti í sögunni sem „gott efnahagslíf“ er reist á herðum þeirra sem geta illa varið sig í krafti yfirburðastöðu þeirra sem valdið hafa og/eða njóta góðs af. Suðurríki Bandaríkjanna treystu sér t.d. ekki til að afnema þrælahald á sínum tíma, því það var á því sem þeirra efnahagslíf og velmegun byggði. Á hverju(m) ætli okkar velmegun og endurreisn byggi? Já, við getum ekki séð að það sé stór munur á þessu tvennu, því það er hægt að dæma fólk til ánauðar án þess að þurfa að beita svipum á það. Í dag eru notaðar aðrar leiðir og þær hafa verið vel nýttar á Íslandi. Af hverju ætli stjórnamálamenn tregðist við að rannsaka hvernig 15.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín á árunum eftir hrun? Ef það kallar ekki á rannsókn og endurskoðun, hvað gerir það þá? Íslensk stjórnvöld standa í raun frammi fyrir sömu spurningu og Suðurríkin fyrir 160 árum síðan; Er réttlætanlegt að halda sumum í (efnahagslegri) ánauð fyrir velmegun annarra? Titanic viðhorfið Það er staðreynd að þegar Titanic sökk þá var ekki pláss fyrir alla í björgunarbátunum og það er líka staðreynd að sumir þeirra sigldu hálftómir í burtu með „fína fólkið“ á meðan „pöpullinn“ mátti berjast fyrir lífi sínu. Þetta viðhorf hefur með réttu verið harðlega gagnrýnt og úr gagnrýninni má oft lesa að svona viðhorf séu „börn síns tíma“ og að þetta yrði aldrei gert í dag. En er það svo? Er þetta viðhorf barn síns tíma eða lifir það góðu lífi í dag, þó birtingamyndir þess séu kannski aðrar? Það má alveg sjá að Titanic viðhorfið lifir góðu lífi þegar litið er á aðgerðir stjórnvalda gagnvart heimilum landsins eftir hrun. Steingrímur J. og Jóhanna hafa oft líkt sér við björgunarmenn og hreykt sér af björgunarafrekum sínum í kjölfar hrunsins. En það er staðreynd að þau settu fjármálaöflin (1. farrými) í algjöran forgang. Þeim skyldi „bjarga“ hvað sem það kostaði og að þeirra mati voru nokkur þúsund heimili (3. farrými) „ásættanlegur fórnarkostnaður“ í þessum skelfilegu „björgunaraðgerðum“ þeirra. Það getur svo sem vel verið að þau hafi mætt með björgunarbátana sína, en þau björguðu bara útvöldum. Þau björguðu „fína fólkinu af efri þilförum“ en hreinlega notuðu árarnar til að lemja aðra í burtu sem reyndu að komast í bátanna. Það fólk mátti reyna að troða marvaðann í von um að halda sér á floti þar til hjálp bærist – og margir þeirra hafa gefist upp. Það er hins vegar staðreynd að ólíkt Titanic þar sem ekki var pláss fyrir alla, þá hefði vel verið pláss fyrir okkur öll í bátunum hjá Jóhönnu og Steingrími ef þau hefðu bara vilja hleypa öllum um borð. Þau tóku bara ákvörðun um að gera það ekki. Sú staðreynd ein og sér gerir stöðuna í dag jafnvel enn sorglegri en annars. Bönkunum var ekki bara „bjargað“, þeir hafa makað krókinn frá hruni og fitnað eins og púkinn á fjósbitanum á meðan þeir dunda sér við að ryksuga upp heimili landsins eitt af öðru. Þeir hafa hagnast stórkostlega á afbrotum sínum og mistökum á árunum fyrir hrun. Fórnarlömb þeirra eru hins vegar enn að súpa seyðið af því að hafa verið … ja, þolendur fjármálaglæps. Þau hafa verið látin taka á sig refsinguna sem með réttu hefði átt að falla á bankanna. Staða þeirra sem misstu heimili sín eftir hrun er hræðileg. Auðvitað hefur fólki gengið misvel að fóta sig að nýju, en upp til hópa er þetta sama fólkið og er fast á leigumarkaði þar sem stóru leigufélögin leigja því „sömu“ eignirnar á okurprís og hirtar voru af „því sjálfu“, eignir sem „gammarnir“ fengu jafnvel á gjafverði. Höfum í huga að ef staðið hefði verið löglega að málum og lögbundin neytendaréttur virtur, væri mjög margt af þessu fólki í fínum málum í dag og hefði sennilega bara haft það fínt undanfarin tíu ár, þó um einhverja tímabundna erfiðleika hefði verið að ræða. Hagnaður bankanna skaðar þjóðfélagið Stór hluti þessa hagnaðar bankanna er vegna ólöglegra lána og/eða ólöglegra aðgerða gagnvart lántakendum á árunum eftir hrun. Það er staðreynd að hagnaður bankanna byggir á hruni heimila landsins! Það sorglega er að þessi gríðarlegi hagnaður sem byggður er á fórnum þúsunda heimila, kemur þjóðfélaginu á engan hátt til góða, hann hreinlega skaðar það. Við horfum á kvíða og kulnun aukast í þjóðfélaginu í mæli sem ekki hefur sést áður. Álagið sem fylgir slæmri skuldastöðu og því að sjá aldrei fram á bjartari tíma, er verulega slítandi og skapar gríðarlegt álag á bæði einstaklinga og heimili. Á 15.000 heimilum búa a.m.k. 45.000 einstaklingar; konur, menn og börn. Halda ráðamenn þessa lands að álag sem fylgir heimilismissi komi ekki einhversstaðar niður? Af hverju ætli aukning margs konar álagssjúkdóma hafi verið fordæmalaus á síðustu árum? Og hvað með börnin? Hvaða áhrif ætli það hafi á börn að missa heimili sitt og öryggi? Að sjá mömmu og/eða pabba í öngum sínum vegna óbilgirni og yfirgangs fjármálafyrirtækja sem engu eira? Að þurfa svo að flytja (og kannski flytja aftur, og aftur) með öllu sem því fylgir; nýjum skóla, nýju umhverfi, nýjum vinum? Og svo til að bæta gráu ofan á svart, þá eru mamma og pabbi ennþá jafn áhyggjufull, því bankinn er ekki enn búin að fá nægju sína - hafi hjónabandið þá yfirleitt staðist álagið… Þetta er raunveruleiki þúsunda – Bankarnir græða en fjölskyldur blæða! Aukinn kvíði og vandi meðal barna og unglinga er staðfestur vandi sem er þjóðfélaginu gríðarlega dýr, ekki bara í formi fjármuna heldur líka í formi glataðra tækifæra og verri framtíðarmöguleika fjölmargra ungra einstaklinga. En … hagvöxtur er góður og rekstur bankanna er svo góður að nú ætlum við að selja þá, svo fjármagnseigendur geti nú uppskorið það sem sáð hefur verið með blóði, svita og tárum hluta landsmanna! Eru þá ekki bara allir kátir og er ekki Ísland besta og óspilltasta land í heimi?! Traust og uppreist æru Það verður að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun og því hvernig bankarnir nýttu sér það svigrúm sem stjórnvöld gáfu þeim. Fólk sem misst hefur heimili sín til bankanna eftir hrun á skilið að fá til baka það sem stolið var af þeim. Það á einnig skilið uppreist æru eftir að hafa verið haft fyrir rangri sök og tekið á sig hegningu fyrir brot sem það framdi ekki. Það hafa verið framin gróf mannréttindabrot á tugþúsundum einstaklinga! Það þýðir ekki að sitja hnarreist í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og tala fjálglega um mannréttindabrot í öðrum löndum á meðan þau eru framin í þúsundavís í okkar eigin garði. Það er algjörlega tómt mál að tala um að byggja upp traust á Íslandi, til Alþingis, dómstóla, og „kerfisins“, án þess að opna og hreinsa þessi mál. Það er líka algjörlega út í hött, og lýsir annað hvort einbeittum brotavilja eða svakalegu þekkingar- og andvaraleysi, að ætla að selja bankanna án þess að kannað sé hvernig hagnaður þeirra er tilkomin, hversu mikið af honum sé löglega fenginn, hversu mikið af honum sé illa fengið fé, og hver raunveruleg staða þeirra er. Til að finna þetta út þarf að gera Rannsóknarskýrslu heimilanna. Sala án undangenginnar rannsóknar væri í fyrsta lagi gróft brot gagnvart kaupendum þeirra sem eiga rétt á að vita raunverulega stöðu bankanna áður en þeir kaupa og í öðru lagi gagnvart þjóðinni sem á rétt á að fá svör og síðast en ekki síst gagnvart fórnarlömbum þeirra sem „eiga“ þennan hagnað og hafa greitt hann með lífi sínu og afkomu. Þjóðin á ekki að þurfa að taka á sig skaðann af skelfilegum aðgerðum og lögbrotum ráðamanna sem hafa gróflega misfarið með vald sitt. Hagnaður þessara lögbrota liggur inni í bönkunum og þangað þarf að sækja hann svo hann lendi ekki með fullum þunga á ríkissjóði sem er óumflýjanlegt að gerist áður en langt um líður. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera „vörslumenn mannréttinda“ geta ekki lengur litið fram hjá stórfelldum brotum á réttindum tugþúsunda. Það MINNSTA sem þeir geta gert er að stöðva brotin þannig að fórnarlömbin verið ekki fleiri á meðan rannsókn fer fram á aðgerðum stjórnvalda og framferði bankanna eftir hrun. Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna! Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
„Afkoma bankana er góð“ er sagt með ákveðinni lotningu fyrir dugnaði bankamanna að græða peninga, þegar um þennann ofsagróða er fjallað. En hvaðan hefur þetta fé komið? Féll það bara af himnum ofan? Það mætti að minnsta kosti ætla miðað við hversu lausar við gagnrýni allar fréttir af ofsagróða bankanna í gegnum árin hafa verið. Eða ætli að þetta sé vegna ábatasamra fjárfestinga bankamanna og klókinda þeirra í fjármálum? Nei, sú skýring gengur ekki heldur upp, því í fyrsta lagi hafa þeir ekkert verið í svo miklum fjárfestingum undanfarin ár og í öðru lagi þarf ekki annað en að nefna Borgun, United Silicon, Primera Air, WOW Air, Valitor og svo náttúrulega hrunið sjálft, til að átta sig á að bankamenn eru í besta falli afskaplega mistækir. Er þá kannski eina skýringin eftir allt saman, að allt þetta fé hafi komið frá „Money Heaven“ eða eru til nærtækari skýringar? Svona upphæðir eru ekki gripnar úr lausu lofti og einhversstaðar frá hljóta þær að hafa komið. Hvaðan kemur þá allt þetta fé? Að sjálfsögðu kemur þetta fé einhversstaðar frá og við þessum vangaveltum er einfalt svar. Þetta fé kemur frá heimilum landsins. Það kemur frá almenningi, fólkinu sem berst við að koma sér þaki yfir höfuðið og lifa af í landi sem tekur banka og „velferð“ þeirra fram yfir velferð fólksins í landinu. Ef það væri bara „velferð“ bankanna sem ráðamönnum væri umhugað um, væri staðan kannski ekki svo slæm. En „velferð“ hefur ekki verið nóg, ofsagróði á kostnað heimila landsins hefur verið markmiðið og því hefur verið fylgt eftir af hörku sem á sér varla hliðstæðu í vestrænu ríki á 21. öldinni. Skoðum aðeins nokkrar staðreyndir og setjum hagnað bankanna í samhengi við fólksfjölda á Íslandi: - Íslendingar eru nær 360.000 - Heimili á Íslandi eru um 140.000 - Heimili sem bankarnir hafa „hirt“ af fjölskyldum landsin frá hruni eru a.m.k. 15.000 - Hagnaður bankanna er 650.000.000.000 Sé gengið út frá þessum forsendum þýðir þetta: - 1,8 milljónir á mann, ef allir íslendingar, að börnum meðtöldum, hafa lagt jafn mikið til þessa hagnaðar bankanna á undanförnum 10 árum - 4,6 milljónir á hvert heimili, ef öll heimili hafa lagt jafn mikið til þessa hagnaðar bankanna á undanförnum 10 árum - 43 milljónir í hagnað frá hverju þessara 15.000 heimila sem bankarnir hafa „hirt“ frá hruni, að meðaltali. Þrælar í ánauð bankanna Þetta eru vægast sagt sláandi tölur. 1,8 milljónir á hvert einasta mannsbarn á Íslandi er svipað og Icesave hefði verið á mann. En málið er að þetta eru ekki 1,8 milljónir á mann, því þá myndi kannski heyrast hærra í fleirum. Þessu var ekki „skipt jafnt“ á milli okkar allra og við höfum ekki öll fundið jafn mikið fyrir þessu og kannski er það þess vegna sem svo mörgum finnst þetta bara fínt og sjá ekkert athugavert við þennan ofsagróða. Stór hluti þjóðarinnar hefur nefnilega sem betur fer sloppið betur og þar af leiðandi lagt hlutfallslega lítið til í þessa hít. Megnið af þessum ofsagróða kemur frá um 20% þjóðarinnar, um 70 þúsund manns. Það gera um 9 milljónir á hvert og eitt þeirra. Sá hluti þjóðarinnar er ekki eins sáttur og finnst „byrðunum“ vægast sagt misskipt. Í Icesave umræðunum voru allir sammála um að 2 milljónir á mann væru of miklar byrðar til að leggja á þjóðina. 2 milljónir á mann vegna Icesave að hefðu sjálfsögðu verið allt of mikið og nóg til að sliga hvern einstakling og allar venjulegar fjölskyldur. En þegar það er viðurkennd staðreynd, hvernig er þá hægt að velta að meðaltali 9 milljónum á mann yfir á 20% þjóðarinnar og kalla það „endurreisn efnahagslífsins“?! Meðaltöl segja aldrei alla söguna og þegar meðaltöl eru reiknuð hafa sumir borgað meira og aðrir minna en meðaltalið. Mest hafa þeir „lagt til“ sem tapað hafa heimilum sínum en það má samt alls ekki gleyma „framlagi“ þeirra sem hafa gert nauðarsamninga við bankann, oft á ólöglegum forsendum, og eru að greiða mun meira af húsnæðislánum sínum en þau ættu nokkurn tímann að þurfa að gera. Einhverja milljarða hafa bankarnir hirt upp þar. Auðvitað eru tölurnar okkar ekki 100% nákvæmar, til að fá þær þarf að gera Rannsóknarskýrslu heimilanna. En þær eru enga að síður réttar og bregða ljósi á þá hrikalegu stöðu sem svo margar fjölskyldur standa frammi fyrir í dag. Þessar fjölskyldur eru fastar í ánauð bankanna og hafa staðið undir og borgað mikið meira en sinn skerf fyrir hina svokölluðu „endurreisn efnahagslífsins“ sem stjórnmálamenn gorta sig af. Þetta er náttúrulega ekki í fyrsta skipti í sögunni sem „gott efnahagslíf“ er reist á herðum þeirra sem geta illa varið sig í krafti yfirburðastöðu þeirra sem valdið hafa og/eða njóta góðs af. Suðurríki Bandaríkjanna treystu sér t.d. ekki til að afnema þrælahald á sínum tíma, því það var á því sem þeirra efnahagslíf og velmegun byggði. Á hverju(m) ætli okkar velmegun og endurreisn byggi? Já, við getum ekki séð að það sé stór munur á þessu tvennu, því það er hægt að dæma fólk til ánauðar án þess að þurfa að beita svipum á það. Í dag eru notaðar aðrar leiðir og þær hafa verið vel nýttar á Íslandi. Af hverju ætli stjórnamálamenn tregðist við að rannsaka hvernig 15.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín á árunum eftir hrun? Ef það kallar ekki á rannsókn og endurskoðun, hvað gerir það þá? Íslensk stjórnvöld standa í raun frammi fyrir sömu spurningu og Suðurríkin fyrir 160 árum síðan; Er réttlætanlegt að halda sumum í (efnahagslegri) ánauð fyrir velmegun annarra? Titanic viðhorfið Það er staðreynd að þegar Titanic sökk þá var ekki pláss fyrir alla í björgunarbátunum og það er líka staðreynd að sumir þeirra sigldu hálftómir í burtu með „fína fólkið“ á meðan „pöpullinn“ mátti berjast fyrir lífi sínu. Þetta viðhorf hefur með réttu verið harðlega gagnrýnt og úr gagnrýninni má oft lesa að svona viðhorf séu „börn síns tíma“ og að þetta yrði aldrei gert í dag. En er það svo? Er þetta viðhorf barn síns tíma eða lifir það góðu lífi í dag, þó birtingamyndir þess séu kannski aðrar? Það má alveg sjá að Titanic viðhorfið lifir góðu lífi þegar litið er á aðgerðir stjórnvalda gagnvart heimilum landsins eftir hrun. Steingrímur J. og Jóhanna hafa oft líkt sér við björgunarmenn og hreykt sér af björgunarafrekum sínum í kjölfar hrunsins. En það er staðreynd að þau settu fjármálaöflin (1. farrými) í algjöran forgang. Þeim skyldi „bjarga“ hvað sem það kostaði og að þeirra mati voru nokkur þúsund heimili (3. farrými) „ásættanlegur fórnarkostnaður“ í þessum skelfilegu „björgunaraðgerðum“ þeirra. Það getur svo sem vel verið að þau hafi mætt með björgunarbátana sína, en þau björguðu bara útvöldum. Þau björguðu „fína fólkinu af efri þilförum“ en hreinlega notuðu árarnar til að lemja aðra í burtu sem reyndu að komast í bátanna. Það fólk mátti reyna að troða marvaðann í von um að halda sér á floti þar til hjálp bærist – og margir þeirra hafa gefist upp. Það er hins vegar staðreynd að ólíkt Titanic þar sem ekki var pláss fyrir alla, þá hefði vel verið pláss fyrir okkur öll í bátunum hjá Jóhönnu og Steingrími ef þau hefðu bara vilja hleypa öllum um borð. Þau tóku bara ákvörðun um að gera það ekki. Sú staðreynd ein og sér gerir stöðuna í dag jafnvel enn sorglegri en annars. Bönkunum var ekki bara „bjargað“, þeir hafa makað krókinn frá hruni og fitnað eins og púkinn á fjósbitanum á meðan þeir dunda sér við að ryksuga upp heimili landsins eitt af öðru. Þeir hafa hagnast stórkostlega á afbrotum sínum og mistökum á árunum fyrir hrun. Fórnarlömb þeirra eru hins vegar enn að súpa seyðið af því að hafa verið … ja, þolendur fjármálaglæps. Þau hafa verið látin taka á sig refsinguna sem með réttu hefði átt að falla á bankanna. Staða þeirra sem misstu heimili sín eftir hrun er hræðileg. Auðvitað hefur fólki gengið misvel að fóta sig að nýju, en upp til hópa er þetta sama fólkið og er fast á leigumarkaði þar sem stóru leigufélögin leigja því „sömu“ eignirnar á okurprís og hirtar voru af „því sjálfu“, eignir sem „gammarnir“ fengu jafnvel á gjafverði. Höfum í huga að ef staðið hefði verið löglega að málum og lögbundin neytendaréttur virtur, væri mjög margt af þessu fólki í fínum málum í dag og hefði sennilega bara haft það fínt undanfarin tíu ár, þó um einhverja tímabundna erfiðleika hefði verið að ræða. Hagnaður bankanna skaðar þjóðfélagið Stór hluti þessa hagnaðar bankanna er vegna ólöglegra lána og/eða ólöglegra aðgerða gagnvart lántakendum á árunum eftir hrun. Það er staðreynd að hagnaður bankanna byggir á hruni heimila landsins! Það sorglega er að þessi gríðarlegi hagnaður sem byggður er á fórnum þúsunda heimila, kemur þjóðfélaginu á engan hátt til góða, hann hreinlega skaðar það. Við horfum á kvíða og kulnun aukast í þjóðfélaginu í mæli sem ekki hefur sést áður. Álagið sem fylgir slæmri skuldastöðu og því að sjá aldrei fram á bjartari tíma, er verulega slítandi og skapar gríðarlegt álag á bæði einstaklinga og heimili. Á 15.000 heimilum búa a.m.k. 45.000 einstaklingar; konur, menn og börn. Halda ráðamenn þessa lands að álag sem fylgir heimilismissi komi ekki einhversstaðar niður? Af hverju ætli aukning margs konar álagssjúkdóma hafi verið fordæmalaus á síðustu árum? Og hvað með börnin? Hvaða áhrif ætli það hafi á börn að missa heimili sitt og öryggi? Að sjá mömmu og/eða pabba í öngum sínum vegna óbilgirni og yfirgangs fjármálafyrirtækja sem engu eira? Að þurfa svo að flytja (og kannski flytja aftur, og aftur) með öllu sem því fylgir; nýjum skóla, nýju umhverfi, nýjum vinum? Og svo til að bæta gráu ofan á svart, þá eru mamma og pabbi ennþá jafn áhyggjufull, því bankinn er ekki enn búin að fá nægju sína - hafi hjónabandið þá yfirleitt staðist álagið… Þetta er raunveruleiki þúsunda – Bankarnir græða en fjölskyldur blæða! Aukinn kvíði og vandi meðal barna og unglinga er staðfestur vandi sem er þjóðfélaginu gríðarlega dýr, ekki bara í formi fjármuna heldur líka í formi glataðra tækifæra og verri framtíðarmöguleika fjölmargra ungra einstaklinga. En … hagvöxtur er góður og rekstur bankanna er svo góður að nú ætlum við að selja þá, svo fjármagnseigendur geti nú uppskorið það sem sáð hefur verið með blóði, svita og tárum hluta landsmanna! Eru þá ekki bara allir kátir og er ekki Ísland besta og óspilltasta land í heimi?! Traust og uppreist æru Það verður að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun og því hvernig bankarnir nýttu sér það svigrúm sem stjórnvöld gáfu þeim. Fólk sem misst hefur heimili sín til bankanna eftir hrun á skilið að fá til baka það sem stolið var af þeim. Það á einnig skilið uppreist æru eftir að hafa verið haft fyrir rangri sök og tekið á sig hegningu fyrir brot sem það framdi ekki. Það hafa verið framin gróf mannréttindabrot á tugþúsundum einstaklinga! Það þýðir ekki að sitja hnarreist í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og tala fjálglega um mannréttindabrot í öðrum löndum á meðan þau eru framin í þúsundavís í okkar eigin garði. Það er algjörlega tómt mál að tala um að byggja upp traust á Íslandi, til Alþingis, dómstóla, og „kerfisins“, án þess að opna og hreinsa þessi mál. Það er líka algjörlega út í hött, og lýsir annað hvort einbeittum brotavilja eða svakalegu þekkingar- og andvaraleysi, að ætla að selja bankanna án þess að kannað sé hvernig hagnaður þeirra er tilkomin, hversu mikið af honum sé löglega fenginn, hversu mikið af honum sé illa fengið fé, og hver raunveruleg staða þeirra er. Til að finna þetta út þarf að gera Rannsóknarskýrslu heimilanna. Sala án undangenginnar rannsóknar væri í fyrsta lagi gróft brot gagnvart kaupendum þeirra sem eiga rétt á að vita raunverulega stöðu bankanna áður en þeir kaupa og í öðru lagi gagnvart þjóðinni sem á rétt á að fá svör og síðast en ekki síst gagnvart fórnarlömbum þeirra sem „eiga“ þennan hagnað og hafa greitt hann með lífi sínu og afkomu. Þjóðin á ekki að þurfa að taka á sig skaðann af skelfilegum aðgerðum og lögbrotum ráðamanna sem hafa gróflega misfarið með vald sitt. Hagnaður þessara lögbrota liggur inni í bönkunum og þangað þarf að sækja hann svo hann lendi ekki með fullum þunga á ríkissjóði sem er óumflýjanlegt að gerist áður en langt um líður. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera „vörslumenn mannréttinda“ geta ekki lengur litið fram hjá stórfelldum brotum á réttindum tugþúsunda. Það MINNSTA sem þeir geta gert er að stöðva brotin þannig að fórnarlömbin verið ekki fleiri á meðan rannsókn fer fram á aðgerðum stjórnvalda og framferði bankanna eftir hrun. Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna! Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar