Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á Talibönum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 18:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Riedel Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira