Segir ólíklegt að dularfullur hundasjúkdómur berist til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2019 11:42 Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Ísland. Fréttablaðið/Valli Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við. Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við.
Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36