Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 09:30 Khabib eftir sigurinn á Conor í fyrra. Vísir/Getty UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30
Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30
Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15
Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30