Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Heimir Már Pétursson, Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 5. september 2019 17:26 Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira