Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 11:18 Kveikt var á blysi á Austurvelli á meðan atkvæðagreiðslunni stóð. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48