Áfengið sótt yfir lækinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Samgöngur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun