Skeljungur kaupir allt hlutafé í skuldsettum eiganda Kvikk og 10-11 á 30 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2019 16:25 Verslunum 10-11 hefur farið fækkandi en Samkaup keypti stóran hluta verslananna árið 2018 og breytti í Krambúðir. Fréttablaðið/Vilhelm Olíufélagið Skeljungur hefur keypt allt hlutafé í Basko ehf sem rekur verslanir 10-11 og Kvikk á bensínstöðvum Skeljungs. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljungs til Kauphallar. Kaupin eru gerð með nokkrum fyrirvörum meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverðið nemur 30 milljónum króna en um leið tekur Skeljungur yfir 300 milljóna króna skuldir. Basko á fimm 10-11 verslanir og rekur fjórtán verslanir undir merkjum Kvikk sem eru reknar við bensínstöðvar Skeljungs. Þá á Basko veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill, verslunina Kvosina, auk matvöruverslana í Reykjanesbæ og á Akureyri. Undanskilið frá kaupunum er 50% eignarhlutur Basko í Eldum Rétt ehf. Basko er í meirihlutaeigu Horns III slhf., framtakssjóðs. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, ætti að þekkja vel til reksturs 10-11 sem hann stýrði um árabil. Árni Pétur var forstjóri 10-11 um tíma og síðar Basko. Árni Pétur var ráðinn forstjóri Skeljungs í ágúst. Jón Ásgeir Jóhannesson settist á dögunum í stjórn Skeljungs sem fulltrúi 365 miðla, félags í eigu eiginkonu hans Ingibjargar Pálmadóttur. Félagið á 4,32 prósent í Skeljungi. Árni Pétur og Jón Ásgeir þekkjast vel frá fyrri tíð en Árni Pétur stýrði á sínum tíma matvælasviði Baugs Group þar sem Jón Ásgeir var forstjóri.Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Skeljungs, var áður forstjóri 10-11.Vísir/GVA300 milljóna skuld Skeljungur áformar að reka Basko sem dótturfélag. Kaupverðið sem Skeljungur greiðir fyrir allt hlutafé Basko nemur 30 milljónum króna en tekur um leið yfir skuldir upp á 300 milljónir króna. Forsendur kaupverðsins eru grundvallaðar á upplýsingum frá seljanda, meðal annars um áætlað uppgjör. „Ráðgert er að heildareignir Basko eftir fjárhagslega endurskipulagningu nemi 1.000-1.100 m.kr. Ráðgert er að vörusala yfirtekins rekstrar á yfirstandandi rekstarári nemi 5.000-5.200 m.kr. Áhrif kaupanna á EBITDA afkomu Skeljungs á þessu ári eru metin óveruleg og ekki til þess fallin að breyta áður útgefinni EBITDA spá. Eftir að rekstrarlegri endurskipulagningu á Basko lýkur er reiknað með að reksturinn muni hafa jákvæð áhrif á EBITDA afkomu Skeljungs sem nemur 100-200 m.kr. á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu frá Skeljungi. „Við sjáum ýmis sóknarfæri með þessum kaupum. Árið 2014 samdi Skeljungur við Basko um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins. Með kaupunum í dag tekur Skeljungur þann rekstur aftur til sín auk þess að eignast nokkrar aðrar matvöruverslanir. Með þessum kaupum erum við að bæta þjónustu við viðskiptavini Orkunnar með því að samtvinna rekstur Kvikk og Orkunnar með meira afgerandi hætti en áður. Basko hefur í gegnum góðar staðsetningar á verslunum sínum mjög sterka stöðu, til að mynda í sölu til ferðamanna. Innan félagsins er mikil þekking á rekstri þægindaverslana sem mun nýtast okkur. Með kaupum þessum stígur Skeljungur ákveðnara skref í smásölurekstri en áður hefur verið gert og horfir til enn frekari uppbyggingar á því sviði,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs. Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Ingibjörg kaupir í Skeljungi fyrir um 160 milljónir Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. 3. september 2019 15:32 Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10 Miklar sveiflur á 365 og Teymi Gengi 365 hækkar um rúm fjörutíu prósent í desember. Kaupréttarsamningar forstjóra 365 og Teymis hafa hækkað um tugi milljóna króna. 15. desember 2006 06:45 Selur í Högum og kaupir í Skeljungi Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, er komið með 7,67 prósenta hlut í Skeljungi. Markaðsvirði hlutarins nemur um 1.300 milljónum króna. 12. apríl 2019 06:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Olíufélagið Skeljungur hefur keypt allt hlutafé í Basko ehf sem rekur verslanir 10-11 og Kvikk á bensínstöðvum Skeljungs. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljungs til Kauphallar. Kaupin eru gerð með nokkrum fyrirvörum meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverðið nemur 30 milljónum króna en um leið tekur Skeljungur yfir 300 milljóna króna skuldir. Basko á fimm 10-11 verslanir og rekur fjórtán verslanir undir merkjum Kvikk sem eru reknar við bensínstöðvar Skeljungs. Þá á Basko veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill, verslunina Kvosina, auk matvöruverslana í Reykjanesbæ og á Akureyri. Undanskilið frá kaupunum er 50% eignarhlutur Basko í Eldum Rétt ehf. Basko er í meirihlutaeigu Horns III slhf., framtakssjóðs. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, ætti að þekkja vel til reksturs 10-11 sem hann stýrði um árabil. Árni Pétur var forstjóri 10-11 um tíma og síðar Basko. Árni Pétur var ráðinn forstjóri Skeljungs í ágúst. Jón Ásgeir Jóhannesson settist á dögunum í stjórn Skeljungs sem fulltrúi 365 miðla, félags í eigu eiginkonu hans Ingibjargar Pálmadóttur. Félagið á 4,32 prósent í Skeljungi. Árni Pétur og Jón Ásgeir þekkjast vel frá fyrri tíð en Árni Pétur stýrði á sínum tíma matvælasviði Baugs Group þar sem Jón Ásgeir var forstjóri.Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Skeljungs, var áður forstjóri 10-11.Vísir/GVA300 milljóna skuld Skeljungur áformar að reka Basko sem dótturfélag. Kaupverðið sem Skeljungur greiðir fyrir allt hlutafé Basko nemur 30 milljónum króna en tekur um leið yfir skuldir upp á 300 milljónir króna. Forsendur kaupverðsins eru grundvallaðar á upplýsingum frá seljanda, meðal annars um áætlað uppgjör. „Ráðgert er að heildareignir Basko eftir fjárhagslega endurskipulagningu nemi 1.000-1.100 m.kr. Ráðgert er að vörusala yfirtekins rekstrar á yfirstandandi rekstarári nemi 5.000-5.200 m.kr. Áhrif kaupanna á EBITDA afkomu Skeljungs á þessu ári eru metin óveruleg og ekki til þess fallin að breyta áður útgefinni EBITDA spá. Eftir að rekstrarlegri endurskipulagningu á Basko lýkur er reiknað með að reksturinn muni hafa jákvæð áhrif á EBITDA afkomu Skeljungs sem nemur 100-200 m.kr. á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu frá Skeljungi. „Við sjáum ýmis sóknarfæri með þessum kaupum. Árið 2014 samdi Skeljungur við Basko um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins. Með kaupunum í dag tekur Skeljungur þann rekstur aftur til sín auk þess að eignast nokkrar aðrar matvöruverslanir. Með þessum kaupum erum við að bæta þjónustu við viðskiptavini Orkunnar með því að samtvinna rekstur Kvikk og Orkunnar með meira afgerandi hætti en áður. Basko hefur í gegnum góðar staðsetningar á verslunum sínum mjög sterka stöðu, til að mynda í sölu til ferðamanna. Innan félagsins er mikil þekking á rekstri þægindaverslana sem mun nýtast okkur. Með kaupum þessum stígur Skeljungur ákveðnara skref í smásölurekstri en áður hefur verið gert og horfir til enn frekari uppbyggingar á því sviði,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Ingibjörg kaupir í Skeljungi fyrir um 160 milljónir Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. 3. september 2019 15:32 Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10 Miklar sveiflur á 365 og Teymi Gengi 365 hækkar um rúm fjörutíu prósent í desember. Kaupréttarsamningar forstjóra 365 og Teymis hafa hækkað um tugi milljóna króna. 15. desember 2006 06:45 Selur í Högum og kaupir í Skeljungi Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, er komið með 7,67 prósenta hlut í Skeljungi. Markaðsvirði hlutarins nemur um 1.300 milljónum króna. 12. apríl 2019 06:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ingibjörg kaupir í Skeljungi fyrir um 160 milljónir Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. 3. september 2019 15:32
Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10
Miklar sveiflur á 365 og Teymi Gengi 365 hækkar um rúm fjörutíu prósent í desember. Kaupréttarsamningar forstjóra 365 og Teymis hafa hækkað um tugi milljóna króna. 15. desember 2006 06:45
Selur í Högum og kaupir í Skeljungi Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, er komið með 7,67 prósenta hlut í Skeljungi. Markaðsvirði hlutarins nemur um 1.300 milljónum króna. 12. apríl 2019 06:45