Miðbærinn, hjarta Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 17. september 2019 07:00 Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn var samþykkt að drög að skýrslu (hér eftir skýrsla) frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á vef bæjarfélagsins í 30 daga til umsagnar. Sá frestur rennur út 20. september næstkomandi. Starfshópurinn hafði nokkuð breiða skírskotun, þar sem sátu m.a. fulltrúi íbúa, fyrirtækja, Markaðsstofu Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vinna starfshópsins var góð, þar sem mikil áhersla var lögð á að vanda vel til verka og að um skýrsluna sjálfa myndi ríkja góð samstaða og sameiginlegur skilningur. Misskilnings hefur gætt í umræðunni Það er engum vafa undirorpið að allar umræður í tengslum við framtíðarskipulag miðbæjarins snerta hjörtu bæjarbúa. Það er skiljanlegt og þau viðbrögð sem fram hafa komið eftir að skýrslan var gerð opinber sýna það vel. Hins vegar hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðunni síðustu daga sem hefur einna helst snúist um myndir og tillögur sem unnar voru af arkitektum og skilað var í lok síðasta kjörtímabils; algjörlega án forskriftar. Þetta hefur gerst á kostnað hinnar raunverulegu skýrslu sem nú er til umsagnar, þeirra tillagna og vangaveltna sem þar er að finna og íbúum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi Það er því mikilvægt að halda því til haga að þær teikningar og tillögur eins og þær liggja fyrir frá arkitektum og fylgdu með skýrslunni, eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Engin skipulagstillaga hefur verið lögð fram af hálfu bæjarins enda skipulagsvinnan ekki hafin. Líkt og starfshópurinn bendir á er nauðsynlegt að vinna áfram að verkefninu samkvæmt þeirri forskrift sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinn, sem og mikilvægi þess að tengja áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins við þá uppbyggingu og þróun sem nú á sér stað á Flensborgarhöfn og á Hraun vestur. Íbúafundur í dag, 17. september Um leið og við þökkum fyrir öll þau viðbrögð sem við höfum fengið, vil ég áfram hvetja ykkur til að senda inn umsögn við skýrslu starfshópsins og mæta á íbúafundinn sem haldinn verður í dag, 17. september, um sama mál. Allar nánari upplýsingar um skýrsluna og íbúafundinn má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður starfshóps um skipulag miðbæjarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn var samþykkt að drög að skýrslu (hér eftir skýrsla) frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á vef bæjarfélagsins í 30 daga til umsagnar. Sá frestur rennur út 20. september næstkomandi. Starfshópurinn hafði nokkuð breiða skírskotun, þar sem sátu m.a. fulltrúi íbúa, fyrirtækja, Markaðsstofu Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vinna starfshópsins var góð, þar sem mikil áhersla var lögð á að vanda vel til verka og að um skýrsluna sjálfa myndi ríkja góð samstaða og sameiginlegur skilningur. Misskilnings hefur gætt í umræðunni Það er engum vafa undirorpið að allar umræður í tengslum við framtíðarskipulag miðbæjarins snerta hjörtu bæjarbúa. Það er skiljanlegt og þau viðbrögð sem fram hafa komið eftir að skýrslan var gerð opinber sýna það vel. Hins vegar hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðunni síðustu daga sem hefur einna helst snúist um myndir og tillögur sem unnar voru af arkitektum og skilað var í lok síðasta kjörtímabils; algjörlega án forskriftar. Þetta hefur gerst á kostnað hinnar raunverulegu skýrslu sem nú er til umsagnar, þeirra tillagna og vangaveltna sem þar er að finna og íbúum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi Það er því mikilvægt að halda því til haga að þær teikningar og tillögur eins og þær liggja fyrir frá arkitektum og fylgdu með skýrslunni, eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Engin skipulagstillaga hefur verið lögð fram af hálfu bæjarins enda skipulagsvinnan ekki hafin. Líkt og starfshópurinn bendir á er nauðsynlegt að vinna áfram að verkefninu samkvæmt þeirri forskrift sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinn, sem og mikilvægi þess að tengja áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins við þá uppbyggingu og þróun sem nú á sér stað á Flensborgarhöfn og á Hraun vestur. Íbúafundur í dag, 17. september Um leið og við þökkum fyrir öll þau viðbrögð sem við höfum fengið, vil ég áfram hvetja ykkur til að senda inn umsögn við skýrslu starfshópsins og mæta á íbúafundinn sem haldinn verður í dag, 17. september, um sama mál. Allar nánari upplýsingar um skýrsluna og íbúafundinn má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður starfshóps um skipulag miðbæjarsins.
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar