„Við berum sjálf mesta ábyrgð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 20:45 „Á Íslandi fær óvenjulega hátt hlutfall einstaklinga tækifæri, svigrúm, aðstöðu og stuðning til að þroska hæfileika sína til fulls. Ef hægt væri að reikna þetta hlutfall út værum við án nokkurs vafa með eitt það hæsta sem um getur.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Þórdís vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. „Albanía er um það bil átta sinnum fjölmennara land en Ísland. Hvernig má það vera að við séum í þeirri stöðu að vera svekkt yfir því að tapa fyrir átta sinnum fjölmennari þjóð?“ sagði Þórdís. Ástæðan væri ekki sú að Íslendingar séu svona góðir í fótbolta af náttúrunnar hendi heldur sú að á Íslandi sé hugað að hæfileikum hvers og eins. Það sé hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að þjóðfélagið haldi áfram að vera með þeim hætti. Þá fagnaði Þórdís boðuðum tekjuskattslækkunum í fjárlagafrumvarpi sem eigi að skila rúmlega 120 þúsund krónum á ári í hækkun ráðstöfunartekna þeirra tekjulægstu að því er fram kom í máli ráðherra. „Við erum ekki bara að lækka skatta heldur líka að stórauka fjárfestingar í innviðum, meðal annars með stórsókn í vegamálum,“ nefndi Þórdís sem dæmi.Ísland verði í fararbroddi á heimsvísu Þá vék Þórdís máli sínu að átaki stjórnvalda í orkuskiptum sem meðal annars heyrir undir hennar ráðuneyti. „Þar erum við að taka stór skref til móts við framtíðina og tryggja að við verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að nýta vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis. Það er jákvætt fyrir loftslagsmál heimsins,“ sagði Þórdís. Loks gerði Þórdís traust til Alþingis og stjórnmálamanna að umræðuefni. „Það er auðvitað óviðunandi að Alþingi sé á meðal þeirra stofnana samfélagsins sem almenningur treystir síst. Við þingmenn verðum auðvitað að líta í eigin barm hvað þetta varðar. Við berum sjálf mesta ábyrgð,“ sagði Þórdís. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
„Á Íslandi fær óvenjulega hátt hlutfall einstaklinga tækifæri, svigrúm, aðstöðu og stuðning til að þroska hæfileika sína til fulls. Ef hægt væri að reikna þetta hlutfall út værum við án nokkurs vafa með eitt það hæsta sem um getur.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Þórdís vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. „Albanía er um það bil átta sinnum fjölmennara land en Ísland. Hvernig má það vera að við séum í þeirri stöðu að vera svekkt yfir því að tapa fyrir átta sinnum fjölmennari þjóð?“ sagði Þórdís. Ástæðan væri ekki sú að Íslendingar séu svona góðir í fótbolta af náttúrunnar hendi heldur sú að á Íslandi sé hugað að hæfileikum hvers og eins. Það sé hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að þjóðfélagið haldi áfram að vera með þeim hætti. Þá fagnaði Þórdís boðuðum tekjuskattslækkunum í fjárlagafrumvarpi sem eigi að skila rúmlega 120 þúsund krónum á ári í hækkun ráðstöfunartekna þeirra tekjulægstu að því er fram kom í máli ráðherra. „Við erum ekki bara að lækka skatta heldur líka að stórauka fjárfestingar í innviðum, meðal annars með stórsókn í vegamálum,“ nefndi Þórdís sem dæmi.Ísland verði í fararbroddi á heimsvísu Þá vék Þórdís máli sínu að átaki stjórnvalda í orkuskiptum sem meðal annars heyrir undir hennar ráðuneyti. „Þar erum við að taka stór skref til móts við framtíðina og tryggja að við verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að nýta vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis. Það er jákvætt fyrir loftslagsmál heimsins,“ sagði Þórdís. Loks gerði Þórdís traust til Alþingis og stjórnmálamanna að umræðuefni. „Það er auðvitað óviðunandi að Alþingi sé á meðal þeirra stofnana samfélagsins sem almenningur treystir síst. Við þingmenn verðum auðvitað að líta í eigin barm hvað þetta varðar. Við berum sjálf mesta ábyrgð,“ sagði Þórdís.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira