Meira en þrjátíu látnir eftir að helgihald breyttist í öngþveiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2019 21:45 Shia múslimar berja sjálfa sig til að marka upphaf Ashura. Myndin er frá helgihaldi í Pakistan og tengist fréttinni ekki beint. AP/Arshad Butt Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi. Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi.
Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira