Myndi ekki sakna Tesla.is Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2019 10:45 Skjáskot af vefsíðunni Tesla.is, sem er þyrnir í augum bandaríska bílaframleiðandans. Skjáskot Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla kannar nú hvað hann getur gert í vefsíðunni Tesla.is, sem tengist bílaframleiðandanum ekki neitt. „Við vitum af vefsíðunni og erum að skoða málið. Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar rugli formlegum fulltrúum Tesla [á Íslandi] saman við algjörlega ótengdan þriðja aðila,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi. Síðan umrædda er á vegum íslensku bílasölunnar Betri bílakaup, sem hefur aðstoðað Íslendinga við innflutning á Tesla-bifreiðum á undanförnum árum. Brynjar Valdimarsson, annar eigandi Betri bílakaupa og lénsins Tesla.is, segir Elon Musk og félaga ekki hafa verið í neinum samskiptum við íslensku bílasöluna vegna síðunnar - ekki enn sem komið er alla vega.Brynjar Valdimarsson.Vísir/AðsendSjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Brynjar tekur réttilega fram að bandaríski bílarisinn virðist þó aðeins eiga lénið Tesla.com. Önnur landslén; eins og tesla.dk, .de, .it eða .no, tengist rafbílunum ekki neitt. Tesla reiði sig á Tesla.com og undirsíður fyrir hvert land fyrir sig, eins og íslensku undirsíðuna sem vígð var í gær. Brynjar segist þó ekki bera sterkar tilfinningar til Tesla.is og myndi ekki gráta það þó að rafbílaframleiðandinn myndi næla sér í lénið. „Ég fór meira að segja sjálfur upp á Krókháls [þar sem Tesla-umboðið er að finna] og bauð þeim að kaupa lénið ef þau vildu,“ segir Brynjar. Hann bætir við að þrátt fyrir að starfsmenn hafi tekið tilboðinu vel hafi þau ekki umboð til viðskiptanna. „En þau ætluðu að koma þessu áleiðis,“ segir Brynjar. Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. 9. september 2019 09:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla kannar nú hvað hann getur gert í vefsíðunni Tesla.is, sem tengist bílaframleiðandanum ekki neitt. „Við vitum af vefsíðunni og erum að skoða málið. Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar rugli formlegum fulltrúum Tesla [á Íslandi] saman við algjörlega ótengdan þriðja aðila,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi. Síðan umrædda er á vegum íslensku bílasölunnar Betri bílakaup, sem hefur aðstoðað Íslendinga við innflutning á Tesla-bifreiðum á undanförnum árum. Brynjar Valdimarsson, annar eigandi Betri bílakaupa og lénsins Tesla.is, segir Elon Musk og félaga ekki hafa verið í neinum samskiptum við íslensku bílasöluna vegna síðunnar - ekki enn sem komið er alla vega.Brynjar Valdimarsson.Vísir/AðsendSjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Brynjar tekur réttilega fram að bandaríski bílarisinn virðist þó aðeins eiga lénið Tesla.com. Önnur landslén; eins og tesla.dk, .de, .it eða .no, tengist rafbílunum ekki neitt. Tesla reiði sig á Tesla.com og undirsíður fyrir hvert land fyrir sig, eins og íslensku undirsíðuna sem vígð var í gær. Brynjar segist þó ekki bera sterkar tilfinningar til Tesla.is og myndi ekki gráta það þó að rafbílaframleiðandinn myndi næla sér í lénið. „Ég fór meira að segja sjálfur upp á Krókháls [þar sem Tesla-umboðið er að finna] og bauð þeim að kaupa lénið ef þau vildu,“ segir Brynjar. Hann bætir við að þrátt fyrir að starfsmenn hafi tekið tilboðinu vel hafi þau ekki umboð til viðskiptanna. „En þau ætluðu að koma þessu áleiðis,“ segir Brynjar.
Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. 9. september 2019 09:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. 9. september 2019 09:15