Allir fangar geta afplánað í opnu fangelsi standist þeir kröfur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 20:00 Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“ Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“
Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira