Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. september 2019 13:00 Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi Fréttablaðið/Stefán Karlsson Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Ígló ehf var tekið til gjaldþrotaskipta þann 12. september síðastliðinn og fer skiptafundur fram 29. Nóvember næstkomandi samkvæmt Lögbirtingablaðinu. Barnavörumerkið iglo+indi var stofnað í september árið 2008 af systrunum Helgu og Lovísu Ólafsdætrum. Í gegnum árin hefur iglo+indi sent frá sér margar fatalínur og einnig verið í samstarfi við UN Women. Hannaði Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður þá empwr peysuna sem seld var í barna- og fullorðinsstærðum til styrktar þessum málstað. Barnafatamerkið iglo+indi vakti einnig athygli víða um heiminn og voru fatalínur þeirra meðal sýndar á tískusýningum erlendis. Árið 2013 byrjaði fyrirtækið að leggja meiri áherslu á erlenda markaði og voru vörur þeirra á tímabili seldar í yfir hundrað verslunum. View this post on InstagramAW18 iglo+indi at the Kidzfizz fashion show PittiBimbo Florence Thank you dear @alina_krasieva & @kindermodeblog for the beautiful photo #igloindi #icelandicdesign #madeinportugal #love #pittibimbo A post shared by iglo+indi (@igloindi) on Sep 2, 2018 at 10:58am PDT Kardashian systurnar, stílisti Beyoncé og ofurfyrirsætan Coco Rocha voru meðal aðdáenda merkisins, sagði Karítas Diðriksdóttir, markaðsstjóri iglo+indi, í viðtali sem birtist Vísi. Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian birti til dæmis mynd af dóttur sinni í gráum pels frá iglo+indi á Instagram síðu sinni á síðasta ári.Skjáskot/iglo+indiÍ september á síðasta ári var verslunin færð frá Skólavörðustígnum yfir á Garðatorg í Garðabæ en henni hefur nú verið lokað. Alþjóðleg vefverslun virðist enn vera opin en töluverður afsláttur er þó veittur af öllum vörum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Helga, eigandi og yfirhönnuður iglo+indi, nú hafið störf hjá Bestseller á Íslandi sem rekur meðal annars verslanirnar NameIt, Vero Moda, Vila, Selected og Jack & Jones. Ekki náðist í Helgu við vinnslu fréttar en Karitas Diðriksdóttir markaðsstjóri iglo+indi vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Gjaldþrot Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00 Karítas ráðin markaðsstjóri hjá iglo+indi Karítas Diðriksdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi. 3. nóvember 2016 08:39 iglo+indi gerir peysu til styrktar UN Women Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska barnafatamerkið gerir fatnað fyrir fullorðan en peysan í öllum stærðum er hægt að kaupa frá og með deginum í dag. 1. júní 2017 08:30 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Ígló ehf var tekið til gjaldþrotaskipta þann 12. september síðastliðinn og fer skiptafundur fram 29. Nóvember næstkomandi samkvæmt Lögbirtingablaðinu. Barnavörumerkið iglo+indi var stofnað í september árið 2008 af systrunum Helgu og Lovísu Ólafsdætrum. Í gegnum árin hefur iglo+indi sent frá sér margar fatalínur og einnig verið í samstarfi við UN Women. Hannaði Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður þá empwr peysuna sem seld var í barna- og fullorðinsstærðum til styrktar þessum málstað. Barnafatamerkið iglo+indi vakti einnig athygli víða um heiminn og voru fatalínur þeirra meðal sýndar á tískusýningum erlendis. Árið 2013 byrjaði fyrirtækið að leggja meiri áherslu á erlenda markaði og voru vörur þeirra á tímabili seldar í yfir hundrað verslunum. View this post on InstagramAW18 iglo+indi at the Kidzfizz fashion show PittiBimbo Florence Thank you dear @alina_krasieva & @kindermodeblog for the beautiful photo #igloindi #icelandicdesign #madeinportugal #love #pittibimbo A post shared by iglo+indi (@igloindi) on Sep 2, 2018 at 10:58am PDT Kardashian systurnar, stílisti Beyoncé og ofurfyrirsætan Coco Rocha voru meðal aðdáenda merkisins, sagði Karítas Diðriksdóttir, markaðsstjóri iglo+indi, í viðtali sem birtist Vísi. Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian birti til dæmis mynd af dóttur sinni í gráum pels frá iglo+indi á Instagram síðu sinni á síðasta ári.Skjáskot/iglo+indiÍ september á síðasta ári var verslunin færð frá Skólavörðustígnum yfir á Garðatorg í Garðabæ en henni hefur nú verið lokað. Alþjóðleg vefverslun virðist enn vera opin en töluverður afsláttur er þó veittur af öllum vörum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Helga, eigandi og yfirhönnuður iglo+indi, nú hafið störf hjá Bestseller á Íslandi sem rekur meðal annars verslanirnar NameIt, Vero Moda, Vila, Selected og Jack & Jones. Ekki náðist í Helgu við vinnslu fréttar en Karitas Diðriksdóttir markaðsstjóri iglo+indi vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu.
Gjaldþrot Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00 Karítas ráðin markaðsstjóri hjá iglo+indi Karítas Diðriksdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi. 3. nóvember 2016 08:39 iglo+indi gerir peysu til styrktar UN Women Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska barnafatamerkið gerir fatnað fyrir fullorðan en peysan í öllum stærðum er hægt að kaupa frá og með deginum í dag. 1. júní 2017 08:30 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00
Karítas ráðin markaðsstjóri hjá iglo+indi Karítas Diðriksdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi. 3. nóvember 2016 08:39
iglo+indi gerir peysu til styrktar UN Women Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska barnafatamerkið gerir fatnað fyrir fullorðan en peysan í öllum stærðum er hægt að kaupa frá og með deginum í dag. 1. júní 2017 08:30