„Var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2019 10:30 Þórunn Ívars opnaði sig um brjóstagjöf í Íslandi í dag. Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira