Menn í vinnu pakka saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2019 12:03 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í upphafi árs en grunur lék á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Vísir/sigurjón Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar.
Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30
Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00