Íslandspóstur selur annað dótturfélag Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 13:05 Uppstokkun Póstsins heldur áfram. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“ Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“
Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15