Lífið

Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Treor Noah virtist ekki mjög skemmt
Treor Noah virtist ekki mjög skemmt Mynd/Skjáskot
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað „blackface“.

Málið hefur vakið mikla athygli og hefur forsætisráðherrann beðist afsökunar á myndunum. Það þykir hins vegar vera hið vandræðalegasta fyrir ráðherrann, enda hefur Trudeau gefið sig út fyrir að vera sá stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart.

Líkt og gera mátti ráð fyrir varð málið umtalsefni helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna. Stephen Colbert reið á vaðið með stuttum brandara og virtist hann helst vera feginn því að skandallinn snerist nú um Kanada, en ekki eitthvað sem gerðist í Bandaríkjunum.

„Þetta eru ekki við í þetta skiptið, éttu það sem úti frýs, Kanada!“ sagði Colbert eftir að hafa sagt hefðbundin brandara um nágrannaríki Bandaríkjanna.

Seth Meyers sem stýrir Late Night with Seth sagðist ekki ætla að sýna áhorfendum sínum myndirnar, þær væru svo slæmar.

„Þetta er svo slæmt að Kanadamenn á ferðalagi um Evrópu munu fara að segjast vera frá Bandaríkjunum,“ sagði Meyers.

Það var hins vegar Trevor Noah, stjórnandi Daily Show, sem fjallaði hvað ítarlegast um málið. Hann var með sex mínútna innslag þar sem hann gerði bæði stólpagrín að málinu og gagnrýndi framgöngu forsætisráðherrans.

Sjá má innslögin öll hér að neðan.


Tengdar fréttir

Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi

Kristín Loftsdóttir mannfræðingur segir svokallað blackface eina birtingamynd fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft. Tilefnið er færsla sem rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, birti á Facebook-síðu sinni um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.