Tveggja ára dómur fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2019 17:08 Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Sigurjón Landsréttur hefur dæmt Helga Fannar Sæþórsson í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Landsréttur þyngdi dóm úr héraði fyrir einu og hálfu ári en þar var Helgi Fannar dæmdur í 20 mánaða fangelsi. Þá er Helgi dæmdur til þess að greiða konunni 1,6 milljón krónur í miskabætur. 21 mánuður af refsingunni er skilorðsbundinn vegna þess hve mikill dráttur hefur orðið á málinu hjá ákæruvaldinu. Brotaþoli lagði fram kæru þann 6. ágúst árið 2015. Þar sagðist hún hafa farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum helgina áður ásamt tveimur vinum sínum. Í Herjólfi hafði hún hitt hinn dæmda, sem bauð henni og vinum hennar að tjalda á sama svæði og hann og vinir hans og þau hafi þegið það. Á föstudeginum, þann 31. júlí, hafi hún byrjað að drekka um hádegi og mundi lítið eftir það. Hún hafi þó munað eftir að hafa allur hópurinn hafi setið í hring í brekkunni og spilað, dansað og sungið. Henni hafi síðar verið sagt að hún hafi dáið áfengisdauða í brekkunni klukkan ellefu um kvöldið og þá hafi Helgi farið með henni í tjaldið hennar. Næsta morgun hafi hún vaknað í öllum fötunum. Hún hafði ekki vör við né séð merki um að hún hefði haft samfarir um nóttina.Vildi biðjast fyrirgefningar Á laugardeginum hafi Helgi sagt henni hversu drukkin hún var þegar hann fór með hana í tjaldið, en aldrei minnst á að eitthvað hefði gerst á milli þeirra. Hins vegar hafi vinur hennar spurt hana ítrekað hvort hún hefði sofið hjá Helga. Hún hafi neitað því og sagðist ekki trúa að það hefði gerst. Á sunnudeginum hafi vinur hennar sagst hafa komið inn í tjaldið um nóttina og hafi þá séð Helga ofan á henni naktri. Eftir þetta hafi hún forðast Helga en seinna um daginn hafi hann viljað ræða við hana og hún fallist á það. Þá sagði hann að hún hafi dáið hjá honum í brekkunni og hann hafi fylgt henni í tjaldið. Þegar þangað var komið og hann hafði verið að hjálpa henni úr skónum hafi hún beðið hann um að leggjast við hliðina á sér. Hann hafi túlkað það sem svo að hann mætti gera það sem hann vildi. Þá hafi vinur hennar komið inn í tjaldið og þá hafi hann farið strax af henni. Honum liði eins og hann hefði nauðgað henni og vildi biðjast fyrirgefningar.Viðurkenndi samfarir Konan fór frá Eyjum þann 3. ágúst og leitaði sama dag á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Í niðurstöðum læknis segir að Helgi hafi viðurkennt samfarir bæði við hana og í SMS-i og að hún væri í uppnámi við skoðun. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa haft samræði við konuna en neitaði að það hefði verið án vilja hennar og vitundar. Fyrir dómi báru vitni ýmsir sem voru með fólkinu í för þessa helgi. Meðal annars einn vinur konunnar sem kvaðst hafa fengið SMS frá honum eftir helgina og að í þeim skilaboðum hafi Helgi beðið hann um að „bakka hann upp.“ Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að Helgi hefði gerst sekur um gróft og alvarlegt brot gegn brotaþola og kynfrelsi konunnar. Hann hafi þó skýrt af hreinskilni frá sinni hlið málsins, þó að dómurinn fallist ekki á að kynmökin hafi verið með samþykki hennar. Þá beri að taka tillit til þess að brotið átti sér stað 31. júlí 2015 og lögreglurannsókn var að fullu lokið í nóvember það sama ár. Þrátt fyrir það var ákæra ekki gefin út fyrr en þann 22. janúar árið 2018. Dómsmál Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Landsréttur hefur dæmt Helga Fannar Sæþórsson í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Landsréttur þyngdi dóm úr héraði fyrir einu og hálfu ári en þar var Helgi Fannar dæmdur í 20 mánaða fangelsi. Þá er Helgi dæmdur til þess að greiða konunni 1,6 milljón krónur í miskabætur. 21 mánuður af refsingunni er skilorðsbundinn vegna þess hve mikill dráttur hefur orðið á málinu hjá ákæruvaldinu. Brotaþoli lagði fram kæru þann 6. ágúst árið 2015. Þar sagðist hún hafa farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum helgina áður ásamt tveimur vinum sínum. Í Herjólfi hafði hún hitt hinn dæmda, sem bauð henni og vinum hennar að tjalda á sama svæði og hann og vinir hans og þau hafi þegið það. Á föstudeginum, þann 31. júlí, hafi hún byrjað að drekka um hádegi og mundi lítið eftir það. Hún hafi þó munað eftir að hafa allur hópurinn hafi setið í hring í brekkunni og spilað, dansað og sungið. Henni hafi síðar verið sagt að hún hafi dáið áfengisdauða í brekkunni klukkan ellefu um kvöldið og þá hafi Helgi farið með henni í tjaldið hennar. Næsta morgun hafi hún vaknað í öllum fötunum. Hún hafði ekki vör við né séð merki um að hún hefði haft samfarir um nóttina.Vildi biðjast fyrirgefningar Á laugardeginum hafi Helgi sagt henni hversu drukkin hún var þegar hann fór með hana í tjaldið, en aldrei minnst á að eitthvað hefði gerst á milli þeirra. Hins vegar hafi vinur hennar spurt hana ítrekað hvort hún hefði sofið hjá Helga. Hún hafi neitað því og sagðist ekki trúa að það hefði gerst. Á sunnudeginum hafi vinur hennar sagst hafa komið inn í tjaldið um nóttina og hafi þá séð Helga ofan á henni naktri. Eftir þetta hafi hún forðast Helga en seinna um daginn hafi hann viljað ræða við hana og hún fallist á það. Þá sagði hann að hún hafi dáið hjá honum í brekkunni og hann hafi fylgt henni í tjaldið. Þegar þangað var komið og hann hafði verið að hjálpa henni úr skónum hafi hún beðið hann um að leggjast við hliðina á sér. Hann hafi túlkað það sem svo að hann mætti gera það sem hann vildi. Þá hafi vinur hennar komið inn í tjaldið og þá hafi hann farið strax af henni. Honum liði eins og hann hefði nauðgað henni og vildi biðjast fyrirgefningar.Viðurkenndi samfarir Konan fór frá Eyjum þann 3. ágúst og leitaði sama dag á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Í niðurstöðum læknis segir að Helgi hafi viðurkennt samfarir bæði við hana og í SMS-i og að hún væri í uppnámi við skoðun. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa haft samræði við konuna en neitaði að það hefði verið án vilja hennar og vitundar. Fyrir dómi báru vitni ýmsir sem voru með fólkinu í för þessa helgi. Meðal annars einn vinur konunnar sem kvaðst hafa fengið SMS frá honum eftir helgina og að í þeim skilaboðum hafi Helgi beðið hann um að „bakka hann upp.“ Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að Helgi hefði gerst sekur um gróft og alvarlegt brot gegn brotaþola og kynfrelsi konunnar. Hann hafi þó skýrt af hreinskilni frá sinni hlið málsins, þó að dómurinn fallist ekki á að kynmökin hafi verið með samþykki hennar. Þá beri að taka tillit til þess að brotið átti sér stað 31. júlí 2015 og lögreglurannsókn var að fullu lokið í nóvember það sama ár. Þrátt fyrir það var ákæra ekki gefin út fyrr en þann 22. janúar árið 2018.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira