Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 10:43 Johnson og Merkel með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, á milli sín á G7-fundi fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning. Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning.
Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15
Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05
Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12
Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45