Ekki verið minna atvinnuleysi í 50 ár Davíð Stefánsson skrifar 5. október 2019 09:00 Fólki á bandarískum vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að kosta starfsþjálfun. Vísir/Getty Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði að sögn bandarísku vinnumálastofnunarinnar sem birti í gær nýjar upplýsingar um atvinnumarkaðinn. Störfum fjölgaði yfir sumarmánuðina. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið svo lítið í 50 ár. Það er komið niður í 3,5 prósent af vinnumarkaði og hefur ekki verið svo lágt síðan í desember 1969. Vísbendingar eru um að draga muni úr ráðningum á næstunni. Að sögn breska blaðsins Financial Times hafa opinberir aðilar í Bandaríkjunum lýst aukinni spennu á vinnumarkaði allt þetta ár, þar sem atvinnuleysi hefur stöðugt reynst undir langtímaáætlun. Fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að greiða fyrir starfsþjálfun. Atvinnuþátttaka karla og kvenna á vinnualdri fór í 82,6 prósent í ágústmánuði. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna þakkaði sér lítið atvinnuleysi í tísti í gær eftir skýrsluna. En það eru teikn á lofti um að það kunni að hægja á hagkerfinu. Til að mynda hefur dregið úr hækkun launa á vinnumarkaði. En stærsti óvissuþátturinn eru tollaviðræður Bandaríkjanna og Kína. AP fréttastofan segir viðskiptahalla Bandaríkjanna hafa aukist á sama tíma. Útflutningur hafi reyndar aukist en innf lutningur aukist enn meir. Trump forseti lítur á viðvarandi viðskiptahalla landsins sem merki um efnahagslegan veikleika og af leiðingar ósanngjarnra viðskiptasamninga. AP segir bandaríska neytendur enn bjartsýna og að kaupgleði þeirra hafi haldið hagkerfinu uppi á þessu ári. Þannig hafa fasteignakaup aukist aftur í kjölfar lægri vaxta húsnæðislána. Að auki hefur sala bíla verið góð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði að sögn bandarísku vinnumálastofnunarinnar sem birti í gær nýjar upplýsingar um atvinnumarkaðinn. Störfum fjölgaði yfir sumarmánuðina. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið svo lítið í 50 ár. Það er komið niður í 3,5 prósent af vinnumarkaði og hefur ekki verið svo lágt síðan í desember 1969. Vísbendingar eru um að draga muni úr ráðningum á næstunni. Að sögn breska blaðsins Financial Times hafa opinberir aðilar í Bandaríkjunum lýst aukinni spennu á vinnumarkaði allt þetta ár, þar sem atvinnuleysi hefur stöðugt reynst undir langtímaáætlun. Fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að greiða fyrir starfsþjálfun. Atvinnuþátttaka karla og kvenna á vinnualdri fór í 82,6 prósent í ágústmánuði. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna þakkaði sér lítið atvinnuleysi í tísti í gær eftir skýrsluna. En það eru teikn á lofti um að það kunni að hægja á hagkerfinu. Til að mynda hefur dregið úr hækkun launa á vinnumarkaði. En stærsti óvissuþátturinn eru tollaviðræður Bandaríkjanna og Kína. AP fréttastofan segir viðskiptahalla Bandaríkjanna hafa aukist á sama tíma. Útflutningur hafi reyndar aukist en innf lutningur aukist enn meir. Trump forseti lítur á viðvarandi viðskiptahalla landsins sem merki um efnahagslegan veikleika og af leiðingar ósanngjarnra viðskiptasamninga. AP segir bandaríska neytendur enn bjartsýna og að kaupgleði þeirra hafi haldið hagkerfinu uppi á þessu ári. Þannig hafa fasteignakaup aukist aftur í kjölfar lægri vaxta húsnæðislána. Að auki hefur sala bíla verið góð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira