Aðgerðin spurðist út til fjölskyldumeðlima í gegnum fjöldapóst frá ráðgjafa Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2019 10:45 Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa. Vísir/Ernir Sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Klíníkinni Ármúla braut persónuverndarlög þegar hún sendi fyrir mistök fjöldapóst þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Kona, sem farið hafði í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni, kvartaði undan póstinum til Persónuverndar og bar því fyrir sig að með póstinum hefðu fjölskyldumeðlimir hennar komist að því að hún hefði farið í aðgerðina. Úrskurðurinn var kveðinn upp 20. ágúst síðastliðinn en ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en í gær. Lögmenn konunnar kvörtuðu fyrir hennar hönd til Persónunefndar í júní í fyrra vegna öryggisbrests og meðferðar Klíníkurinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um konuna. Á Klíníkinni eru framkvæmdar aðgerðir á borð við liðskipti á mjöðmum og hnjám, magaermis- og magahjáveituaðgerðir, fyrirbyggjandi brjóstnám auk stærri lýtaaðgerða, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins.Mikilvægt að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði Málið og aðdragandi þess er rakið í úrskurðinum. Þar segir að konan hafi sótt læknisþjónustu hjá sérfræðilækni hjá Klíníkinni og farið í læknisaðgerð í framhaldinu. Hún hafi sérstaklega bent á mikilvægi þess að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði og hafi haft sérstakt orð á því í viðtali við lækna hve trúnaður væri henni mikilvægur. Hún hafi verið fullvissuð um að ítrasta trúnaðar yrði gætt. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina vísaði konunni til ráðgjafans eftir aðgerðina og átti hún fund með honum innan nokkurra daga. Rúmu hálfu ári eftir aðgerðina fékk konan fregnir af því að nafn hennar og tölvupóstfang hefðu komið fram í fjöldapósti sem sendur var á einstaklinga sem hefðu farið í ráðgjöf eftir að hafa farið í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni. Upplýsingarnar voru sendar úr netfangi ráðgjafans í fjöldapósti þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Þessar upplýsingar hafi spurst út m.a. til fjölskyldumeðlima hennar og fleiri, sem hafi komið mjög illa við henni. Þá gagnrýnir konan að henni hafi ekki verið tilkynnt um upplýsingalekann og trúnaðarbrestinn fyrr en nokkru eftir að hann komst upp. Ráðgjafinn ábyrgur en ekki Klíníkin Í svari Klíníkurinnar við kvörtun konunnar er bent á að konan hafi samykkt að henni yrði sendur tölvupóstur til að minna á mögulegar tímabókanir, sem umræddur tölvupóstur snerist um. Einnig er bent á að ráðgjafinn sé ekki starfsmaður Klíníkurinnar heldur sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Þetta féllst Persónuvernd á og mat það svo að ráðgjafinn væri ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu sem tengdist miðlun persónuupplýsinganna en ekki Klíníkin. Þá liggi fyrir að ráðgjafinn hafi brugðist strax við, og á fullnægjandi hátt, þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gert viðeigandi ráðstafanir. Þannig lét ráðgjafinn viðeigandi aðila hjá Klíníkinni vita af málinu og sendi annan tölvupóst á viðtakendur þess fyrri samdægurs. Í efnislínu hans stóð: „VINSAMLEGAST EYÐA FYRRI PÓSTI!“. Miðlun umræddra persónuupplýsinga samrýmist þó ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lagt er til að ráðgjafinn geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem taki mið af eðli, umfangi, samhengi, tilgangi og áhættu fyrir réttindi og frelsi skráðra einstaklinga. Persónuvernd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Klíníkinni Ármúla braut persónuverndarlög þegar hún sendi fyrir mistök fjöldapóst þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Kona, sem farið hafði í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni, kvartaði undan póstinum til Persónuverndar og bar því fyrir sig að með póstinum hefðu fjölskyldumeðlimir hennar komist að því að hún hefði farið í aðgerðina. Úrskurðurinn var kveðinn upp 20. ágúst síðastliðinn en ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en í gær. Lögmenn konunnar kvörtuðu fyrir hennar hönd til Persónunefndar í júní í fyrra vegna öryggisbrests og meðferðar Klíníkurinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um konuna. Á Klíníkinni eru framkvæmdar aðgerðir á borð við liðskipti á mjöðmum og hnjám, magaermis- og magahjáveituaðgerðir, fyrirbyggjandi brjóstnám auk stærri lýtaaðgerða, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins.Mikilvægt að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði Málið og aðdragandi þess er rakið í úrskurðinum. Þar segir að konan hafi sótt læknisþjónustu hjá sérfræðilækni hjá Klíníkinni og farið í læknisaðgerð í framhaldinu. Hún hafi sérstaklega bent á mikilvægi þess að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði og hafi haft sérstakt orð á því í viðtali við lækna hve trúnaður væri henni mikilvægur. Hún hafi verið fullvissuð um að ítrasta trúnaðar yrði gætt. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina vísaði konunni til ráðgjafans eftir aðgerðina og átti hún fund með honum innan nokkurra daga. Rúmu hálfu ári eftir aðgerðina fékk konan fregnir af því að nafn hennar og tölvupóstfang hefðu komið fram í fjöldapósti sem sendur var á einstaklinga sem hefðu farið í ráðgjöf eftir að hafa farið í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni. Upplýsingarnar voru sendar úr netfangi ráðgjafans í fjöldapósti þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Þessar upplýsingar hafi spurst út m.a. til fjölskyldumeðlima hennar og fleiri, sem hafi komið mjög illa við henni. Þá gagnrýnir konan að henni hafi ekki verið tilkynnt um upplýsingalekann og trúnaðarbrestinn fyrr en nokkru eftir að hann komst upp. Ráðgjafinn ábyrgur en ekki Klíníkin Í svari Klíníkurinnar við kvörtun konunnar er bent á að konan hafi samykkt að henni yrði sendur tölvupóstur til að minna á mögulegar tímabókanir, sem umræddur tölvupóstur snerist um. Einnig er bent á að ráðgjafinn sé ekki starfsmaður Klíníkurinnar heldur sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Þetta féllst Persónuvernd á og mat það svo að ráðgjafinn væri ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu sem tengdist miðlun persónuupplýsinganna en ekki Klíníkin. Þá liggi fyrir að ráðgjafinn hafi brugðist strax við, og á fullnægjandi hátt, þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gert viðeigandi ráðstafanir. Þannig lét ráðgjafinn viðeigandi aðila hjá Klíníkinni vita af málinu og sendi annan tölvupóst á viðtakendur þess fyrri samdægurs. Í efnislínu hans stóð: „VINSAMLEGAST EYÐA FYRRI PÓSTI!“. Miðlun umræddra persónuupplýsinga samrýmist þó ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lagt er til að ráðgjafinn geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem taki mið af eðli, umfangi, samhengi, tilgangi og áhættu fyrir réttindi og frelsi skráðra einstaklinga.
Persónuvernd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira