Veitingastað Braggans lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. október 2019 10:18 Veitingastaðurinn Bragginn Bistro & Bar hefur verið lokaður undanfarnar vikur. Gert er ráð fyrir að hann opni aftur í næstu viku. Vísir/vilhelm Stefnt er að enduropnun hins umtalaða Bragga í Nauthólsvík í næstu viku. Veitingastaður Braggans hefur verið lokaður undanfarnar vikur, eftir að rekstraraðilar Braggans Bar & Bistro sögðu samningi sínum lausum í vor. Vefur Hringbrautar greindi frá því í gærkvöld að búið væri að skella þar í lás. Þá hafa vef- og Facebook-síður veitingarstaðarins verið lagðar niður, en staðurinn opnaði sumarið 2018. Háskólinn í Reykjavík leigir húsnæðið af Reykjavíkurborg og hefur greitt 694 þúsund krónur á mánuði fyrir. HR nýtir hluta húsnæðsins undir nemendaaðstöðu og frumkvöðlasetur, auk þess sem skólinn hefur milligöngu um að leigja það áfram til rekstraraðila veitingastaðarins.Sjá einnig: Skýrsla innri endurskoðunar um framkvæmdir við Braggann Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs HR, segir í samtali við Vísi að það sé rétt að Bragginn sé nú í millibilsástandi meðan nýr rekstraraðili kemur sér fyrir. Hann hafi fengið lykla að Bragganum á dögunum og gerir ráð fyrir að opna strax í næstu viku.Starfsmenn máttu þola aðkast Fréttastofa hefur ekki náð á Daða Agnarsson, rekstraraðila Braggans Bar & Bistro, vegna málsins en Eiríkur segir að hann hafi sagt samningi sínum lausum í vor. Fræg er Facebookfærsla Daða um þá óvægnu umræðu sem Bragginn mátti þola vegna framúrkeyrslu vegna byggingar hans, sem leiddi m.a. til þess að starfsfólk Braggans, sem voru um 18 talsins, þurfti sífellt að afsaka vinnustað sinn.„Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera,“ skrifaði Daði. Nánar má fræðast um Braggamálið svonefnda með því að smella hér. Uppfært kl. 12:05.Háskólinn í Reykjavík hefur birt tilkynningu á vef sínum um málið. Þar er þess getið að félagið NH 100 ehf. hafi tekið við veitingarekstri í Bragganum en félagið er í eigu sömu einstaklinga og hafa séð um rekstur á Nauthóli og matsölunni Málinu í háskólanum. „Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur,“ segir í tilkynningunni. Braggamálið Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. 13. janúar 2019 19:28 Útilokað að Norðmenn reisi bragga Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum. 22. júní 2019 11:00 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Stefnt er að enduropnun hins umtalaða Bragga í Nauthólsvík í næstu viku. Veitingastaður Braggans hefur verið lokaður undanfarnar vikur, eftir að rekstraraðilar Braggans Bar & Bistro sögðu samningi sínum lausum í vor. Vefur Hringbrautar greindi frá því í gærkvöld að búið væri að skella þar í lás. Þá hafa vef- og Facebook-síður veitingarstaðarins verið lagðar niður, en staðurinn opnaði sumarið 2018. Háskólinn í Reykjavík leigir húsnæðið af Reykjavíkurborg og hefur greitt 694 þúsund krónur á mánuði fyrir. HR nýtir hluta húsnæðsins undir nemendaaðstöðu og frumkvöðlasetur, auk þess sem skólinn hefur milligöngu um að leigja það áfram til rekstraraðila veitingastaðarins.Sjá einnig: Skýrsla innri endurskoðunar um framkvæmdir við Braggann Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs HR, segir í samtali við Vísi að það sé rétt að Bragginn sé nú í millibilsástandi meðan nýr rekstraraðili kemur sér fyrir. Hann hafi fengið lykla að Bragganum á dögunum og gerir ráð fyrir að opna strax í næstu viku.Starfsmenn máttu þola aðkast Fréttastofa hefur ekki náð á Daða Agnarsson, rekstraraðila Braggans Bar & Bistro, vegna málsins en Eiríkur segir að hann hafi sagt samningi sínum lausum í vor. Fræg er Facebookfærsla Daða um þá óvægnu umræðu sem Bragginn mátti þola vegna framúrkeyrslu vegna byggingar hans, sem leiddi m.a. til þess að starfsfólk Braggans, sem voru um 18 talsins, þurfti sífellt að afsaka vinnustað sinn.„Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera,“ skrifaði Daði. Nánar má fræðast um Braggamálið svonefnda með því að smella hér. Uppfært kl. 12:05.Háskólinn í Reykjavík hefur birt tilkynningu á vef sínum um málið. Þar er þess getið að félagið NH 100 ehf. hafi tekið við veitingarekstri í Bragganum en félagið er í eigu sömu einstaklinga og hafa séð um rekstur á Nauthóli og matsölunni Málinu í háskólanum. „Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur,“ segir í tilkynningunni.
Braggamálið Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. 13. janúar 2019 19:28 Útilokað að Norðmenn reisi bragga Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum. 22. júní 2019 11:00 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. 13. janúar 2019 19:28
Útilokað að Norðmenn reisi bragga Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum. 22. júní 2019 11:00
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33