Ert' ekki að djóka? Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. október 2019 09:30 "Haaaa?! Er ég verstur?“ Jared Leto er enn að súpa af djöflasýrunni í Suicide Squad og á sér vart viðreisnar von eftir atlögu sína að Jókernum árið 2016. Jókerinn hefur gert íbúum Gotham lífið leitt í tæp 80 ár. Hann varð að algerum brandara um skeið í myndasögum og hefur mátt þola meðferð ólíkra leikara. Því má lengi deila um hver sé besti og versti Jókerinn. Batman kom fyrst fram 1939 í myndasögum eftir Bob Kane og Bill Finger. Þetta var á gullöld myndasagnanna og Blakan tók harkalega á alls kyns óþjóðalýð vopnaður skammbyssu og var dómari og böðull. Þetta breyttist í lok sjötta áratugar síðustu aldar með tilkomu Myndasögueftirlitsins (The Comics Code Authority) sem taldi að sögur með morðingjum eins og Jókernum gætu hvatt til unglingaafbrota. Jókernum var í kjölfarið breytt í saklausan hrekkjalóm í samræmi við reglur eftirlitsins. Árið 1973 hvarf Jókerinn aftur til upprunans og endurheimti sitt myrka og harðneskjulega eðli þegar mennirnir á bak við upprunalegu Ra’s al Ghul söguna, þeir Denny O’Neil og Neil Adams, gerðu sína fyrstu Jókersögu í Batman #251.Áhugaverð heimild á íslensku Þessi saga kom nýlega út í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn í 5. hefti Leðurblökunnar. Tímasetning útgáfunnar er óneitanlega býsna heppileg þar sem Jókerinn er þar sem hann vill helst vera, milli tannanna á fólki, þessi dægrin og tilvalið fyrir þá sem vilja kryfja margklofna persónu hans betur að kynna sér hvernig hann lét 1973 samanborið við stöðu hans í dag.JKR_DAY056_120418_1251888.dngSérstaklega er áhugavert að hvað sem öllum útgáfum og túlkunum á honum í kvikmyndum líður hefur eitt ekkert breyst; hann er enn talinn stórhættulegur ungu fólki og líklegur til þess að hvetja til ofbeldis þannig að áhyggjur Myndasögueftirlitsins bergmála í hrakspám um að Jokermyndin muni ýta einhverjum fram af brúninni og valda skotárásum á skóla eða kvikmyndahús.Jared Leto klikkar Jókerinn er plássfrekur í eðli sínu þannig að hann er áberandi aukapersóna í Suicide Squad en leikarinn Jared Leto reið samt heldur mögru hrossi frá þeim hildarleik og hann situr uppi með þann svartapétur að þykja almennt lélegasti Jókerinn. Nálgun Letos á sturlaða persónuna er í sjálfu sér alveg ágæt en hann líður fyrir að í einhverri örvæntingarfullri tilraun til frumleika lítur Jókerinn út eins og fáviti, útbíaður í ljótum húðflúrum með fáránlegar málmtennur. Sjálfsagt allt viðleitni til þess að fjarlægja persónuna stórkostlegri túlkun Heaths Ledger í The Dark Knight.Joaquin Phoenix leikur Jókerinn Arthur Fleck í myndinni.Warner BrosÞessi fíflagangur misheppnast algerlega og eins og það hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Leto að þurfa að koma í kjölfar Ledger þá er Suicide Squad svo óbærilega léleg og leiðinleg mynd að leikarinn átti aldrei séns.Cesar Romero var Jóker síns tíma Sjálfsagt eiga margir notalegar minningar um Cesar Romero í hlutverki Jókersins þar sem hann gerði Adam West, í Batman-náttfötunum, lífið leitt í gömlu sjónvarpsþáttunum og kvikmyndinni sem var lóðbeint framhald af sjónvarpsgríninu. Enda svo sem lítið út á fíflaganginn í Romero að setja í þá daga og Jókerinn hans virkaði stórvel á sínum tíma en stenst vitaskuld ekki samanburð við nútímalegri túlkanir persónunnar og allra síst 21. aldar útgáfurnar tvær sem bera höfuð og herðar yfir trúðahjörðina eins og hún leggur sig.Nicholson hlæjandi í bankann Jack Nicholson er í fremstu röð ofleikara og sló hvergi af þegar hann fékk heilu fjallgarðana af seðlum fyrir að leika Jókerinn 1989 í Batman eftir Tim Burton. Jack er í raun talinn fyrsti bíómynda Jókerinn en klikkhausinn birtist þarna á skjánum í fyrsta sinn síðan Romero lék hann í sjónvarpsbíómyndinni. Jókerinn hans Nicholsons byrjar sem hinn kaldlyndi og húmorlausi mafíósi Jack Napier sem lendir í áflogum við Michael Keaton í Batman-búningnum og endar með að steypast ofan í efnaúrgang sem sviptir hann húðlitnum og vitinu. Nicholson stal myndinni fyrirhafnarlítið og skyggði á Keaton, Kim Basinger og alla aðra sem að henni komu og hvað sem segja má um hann í hlutverkinu þá verður ekki af honum tekið að hann fór skellihlæjandi í bankann.Joaquin Phoenix túlkar hinn misheppnaða Arthur Fleck.Phoenix tókst hið ómögulega Joaquin Phoenix nýtur þess umfram Jared Leto að myndin hans er góð og pæld. Vissulega umdeild og það er í þessu tilfelli hið besta mál og á meðan fólk rífst um boðskap Joker og hvað sé í raun verið að deila á eru fæstir að pæla í samanburði við Heath Ledger. Sem hentar í raun báðum leikurum þar sem mannjöfnuður þeirra er fáránlegur þar sem myndirnar eru gerólíkar og persóna Jókerins líka.Ledger er og verður bestur Heath Ledger var í einu orði sagt stórkostlegur Jóker í The Dark Knight og þar sýndi leikarinn hvers hann var megnugur og varð enn frekar öllum harmdauði þegar hann kvaddi þennan heim skömmu síðar. Krafturinn og ógnin í túlkun hans á þeirri óútskýranlegu illsku sem þarna birtist í trúðabúningnum var slík að í raun hefði mátt teljast svo gott sem útilokað fyrir aðra leikara að bregða sér í hlutverkið sem Ledger gerði algerlega að sínu. Á Jaret Leto sannaðist að það er ekki nóg að fara í sýrðar áttir með búning og gervi Jókersins en Joaquin Phoenix fann réttu leiðina fram hjá Ledger þar sem ólík nálgun, allt annað umhverfi, enginn Batman og ný sköpunarsaga gera gæfumuninn. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Realískur Jóker veldur uppnámi, deilum og usla Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu. 10. október 2019 08:00 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Joker eins og hægelduð steik Kvikmynd Todd Fields um Jókerinn er nú komin í kvikmyndahús og var tekin fyrir í nýjasta þætti Stjörnubíós. 7. október 2019 20:00 Harmrænt lífshlaup Joaquin Phoenix Kvikmyndin um Jókerinn hefur slegið met síðustu daga og er um að ræða stærstu októberopnun kvikmyndar í sögunni á heimsvísu. 8. október 2019 14:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Jókerinn hefur gert íbúum Gotham lífið leitt í tæp 80 ár. Hann varð að algerum brandara um skeið í myndasögum og hefur mátt þola meðferð ólíkra leikara. Því má lengi deila um hver sé besti og versti Jókerinn. Batman kom fyrst fram 1939 í myndasögum eftir Bob Kane og Bill Finger. Þetta var á gullöld myndasagnanna og Blakan tók harkalega á alls kyns óþjóðalýð vopnaður skammbyssu og var dómari og böðull. Þetta breyttist í lok sjötta áratugar síðustu aldar með tilkomu Myndasögueftirlitsins (The Comics Code Authority) sem taldi að sögur með morðingjum eins og Jókernum gætu hvatt til unglingaafbrota. Jókernum var í kjölfarið breytt í saklausan hrekkjalóm í samræmi við reglur eftirlitsins. Árið 1973 hvarf Jókerinn aftur til upprunans og endurheimti sitt myrka og harðneskjulega eðli þegar mennirnir á bak við upprunalegu Ra’s al Ghul söguna, þeir Denny O’Neil og Neil Adams, gerðu sína fyrstu Jókersögu í Batman #251.Áhugaverð heimild á íslensku Þessi saga kom nýlega út í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn í 5. hefti Leðurblökunnar. Tímasetning útgáfunnar er óneitanlega býsna heppileg þar sem Jókerinn er þar sem hann vill helst vera, milli tannanna á fólki, þessi dægrin og tilvalið fyrir þá sem vilja kryfja margklofna persónu hans betur að kynna sér hvernig hann lét 1973 samanborið við stöðu hans í dag.JKR_DAY056_120418_1251888.dngSérstaklega er áhugavert að hvað sem öllum útgáfum og túlkunum á honum í kvikmyndum líður hefur eitt ekkert breyst; hann er enn talinn stórhættulegur ungu fólki og líklegur til þess að hvetja til ofbeldis þannig að áhyggjur Myndasögueftirlitsins bergmála í hrakspám um að Jokermyndin muni ýta einhverjum fram af brúninni og valda skotárásum á skóla eða kvikmyndahús.Jared Leto klikkar Jókerinn er plássfrekur í eðli sínu þannig að hann er áberandi aukapersóna í Suicide Squad en leikarinn Jared Leto reið samt heldur mögru hrossi frá þeim hildarleik og hann situr uppi með þann svartapétur að þykja almennt lélegasti Jókerinn. Nálgun Letos á sturlaða persónuna er í sjálfu sér alveg ágæt en hann líður fyrir að í einhverri örvæntingarfullri tilraun til frumleika lítur Jókerinn út eins og fáviti, útbíaður í ljótum húðflúrum með fáránlegar málmtennur. Sjálfsagt allt viðleitni til þess að fjarlægja persónuna stórkostlegri túlkun Heaths Ledger í The Dark Knight.Joaquin Phoenix leikur Jókerinn Arthur Fleck í myndinni.Warner BrosÞessi fíflagangur misheppnast algerlega og eins og það hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Leto að þurfa að koma í kjölfar Ledger þá er Suicide Squad svo óbærilega léleg og leiðinleg mynd að leikarinn átti aldrei séns.Cesar Romero var Jóker síns tíma Sjálfsagt eiga margir notalegar minningar um Cesar Romero í hlutverki Jókersins þar sem hann gerði Adam West, í Batman-náttfötunum, lífið leitt í gömlu sjónvarpsþáttunum og kvikmyndinni sem var lóðbeint framhald af sjónvarpsgríninu. Enda svo sem lítið út á fíflaganginn í Romero að setja í þá daga og Jókerinn hans virkaði stórvel á sínum tíma en stenst vitaskuld ekki samanburð við nútímalegri túlkanir persónunnar og allra síst 21. aldar útgáfurnar tvær sem bera höfuð og herðar yfir trúðahjörðina eins og hún leggur sig.Nicholson hlæjandi í bankann Jack Nicholson er í fremstu röð ofleikara og sló hvergi af þegar hann fékk heilu fjallgarðana af seðlum fyrir að leika Jókerinn 1989 í Batman eftir Tim Burton. Jack er í raun talinn fyrsti bíómynda Jókerinn en klikkhausinn birtist þarna á skjánum í fyrsta sinn síðan Romero lék hann í sjónvarpsbíómyndinni. Jókerinn hans Nicholsons byrjar sem hinn kaldlyndi og húmorlausi mafíósi Jack Napier sem lendir í áflogum við Michael Keaton í Batman-búningnum og endar með að steypast ofan í efnaúrgang sem sviptir hann húðlitnum og vitinu. Nicholson stal myndinni fyrirhafnarlítið og skyggði á Keaton, Kim Basinger og alla aðra sem að henni komu og hvað sem segja má um hann í hlutverkinu þá verður ekki af honum tekið að hann fór skellihlæjandi í bankann.Joaquin Phoenix túlkar hinn misheppnaða Arthur Fleck.Phoenix tókst hið ómögulega Joaquin Phoenix nýtur þess umfram Jared Leto að myndin hans er góð og pæld. Vissulega umdeild og það er í þessu tilfelli hið besta mál og á meðan fólk rífst um boðskap Joker og hvað sé í raun verið að deila á eru fæstir að pæla í samanburði við Heath Ledger. Sem hentar í raun báðum leikurum þar sem mannjöfnuður þeirra er fáránlegur þar sem myndirnar eru gerólíkar og persóna Jókerins líka.Ledger er og verður bestur Heath Ledger var í einu orði sagt stórkostlegur Jóker í The Dark Knight og þar sýndi leikarinn hvers hann var megnugur og varð enn frekar öllum harmdauði þegar hann kvaddi þennan heim skömmu síðar. Krafturinn og ógnin í túlkun hans á þeirri óútskýranlegu illsku sem þarna birtist í trúðabúningnum var slík að í raun hefði mátt teljast svo gott sem útilokað fyrir aðra leikara að bregða sér í hlutverkið sem Ledger gerði algerlega að sínu. Á Jaret Leto sannaðist að það er ekki nóg að fara í sýrðar áttir með búning og gervi Jókersins en Joaquin Phoenix fann réttu leiðina fram hjá Ledger þar sem ólík nálgun, allt annað umhverfi, enginn Batman og ný sköpunarsaga gera gæfumuninn.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Realískur Jóker veldur uppnámi, deilum og usla Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu. 10. október 2019 08:00 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Joker eins og hægelduð steik Kvikmynd Todd Fields um Jókerinn er nú komin í kvikmyndahús og var tekin fyrir í nýjasta þætti Stjörnubíós. 7. október 2019 20:00 Harmrænt lífshlaup Joaquin Phoenix Kvikmyndin um Jókerinn hefur slegið met síðustu daga og er um að ræða stærstu októberopnun kvikmyndar í sögunni á heimsvísu. 8. október 2019 14:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Realískur Jóker veldur uppnámi, deilum og usla Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu. 10. október 2019 08:00
Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30
Joker eins og hægelduð steik Kvikmynd Todd Fields um Jókerinn er nú komin í kvikmyndahús og var tekin fyrir í nýjasta þætti Stjörnubíós. 7. október 2019 20:00
Harmrænt lífshlaup Joaquin Phoenix Kvikmyndin um Jókerinn hefur slegið met síðustu daga og er um að ræða stærstu októberopnun kvikmyndar í sögunni á heimsvísu. 8. október 2019 14:30