Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 14:40 Charlotte Charles og Tim Dunn, foreldrar Harry Dunn. AP/Manuel Balce Ceneta Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn. Bandaríkin Bretland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira