Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2019 14:24 Lögmaður Annþórs og Guðrún Sesselja mætast á föstudaginn. Ekki eru neinar vitnaleiðslur í málinu þannig að ekki er víst að Annþór verði í salnum. Bæði Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa fengið bætur í kjölfar þess að hafa verið sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Eins og fram hefur komið hefur Annþór Kristján Karlsson farið fram á bætur vegna meints tjóns og miska sem hann varð fyrir meðan á rannsókn málsins stóð. Krafa hans nú á hendur ríkinu nemur 64 milljónum króna. Að sögn Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, sem mun flytja málið fyrir hönd ríkislögmanns, hefur Annþór þegar fengið bætur fyrir gæsluvarðhaldsvistina. Þær bætur hafa þegar verið greiddar en þær nema til hvors um sig tæpum tveimur milljónum króna. Af þeim fóru 310 þúsund krónur í málskostnað. Þetta er samkvæmt hlutlægri bótareglu og varðar ákvæði númer 246 í sakamálalögum. Maður sem borinn hefur verið sökum í sakamáli á rétt til bóta samkvæmt annarri málsgrein ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. „Dæma skal bætur vegna aðgerða skv. IX.–XIV. kafla laga þessara ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi. Þó má fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á.“ Bótakrafan sem Annþór fer nú fram með nú snýr því ekki að gæsluvarðhaldinu sem þegar hefur verið gert upp heldur dvöl á öryggisgangi eftir að gæsluvarðhaldsvist lauk. Málið verður flutt á föstudaginn og verða engar vitnaleiðslur. Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mál Annþórs og Barkar Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Bæði Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa fengið bætur í kjölfar þess að hafa verið sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Eins og fram hefur komið hefur Annþór Kristján Karlsson farið fram á bætur vegna meints tjóns og miska sem hann varð fyrir meðan á rannsókn málsins stóð. Krafa hans nú á hendur ríkinu nemur 64 milljónum króna. Að sögn Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, sem mun flytja málið fyrir hönd ríkislögmanns, hefur Annþór þegar fengið bætur fyrir gæsluvarðhaldsvistina. Þær bætur hafa þegar verið greiddar en þær nema til hvors um sig tæpum tveimur milljónum króna. Af þeim fóru 310 þúsund krónur í málskostnað. Þetta er samkvæmt hlutlægri bótareglu og varðar ákvæði númer 246 í sakamálalögum. Maður sem borinn hefur verið sökum í sakamáli á rétt til bóta samkvæmt annarri málsgrein ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. „Dæma skal bætur vegna aðgerða skv. IX.–XIV. kafla laga þessara ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi. Þó má fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á.“ Bótakrafan sem Annþór fer nú fram með nú snýr því ekki að gæsluvarðhaldinu sem þegar hefur verið gert upp heldur dvöl á öryggisgangi eftir að gæsluvarðhaldsvist lauk. Málið verður flutt á föstudaginn og verða engar vitnaleiðslur.
Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mál Annþórs og Barkar Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06