Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2019 09:56 Flutningaskipið BBC Lagos kemur inn til Húsavíkur að sækja vinnubúðirnar. Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson. Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45