Eru öll dýrin í skóginum jöfn? Opið bréf til heilbrigðisráðherra Ómar Torfason skrifar 14. október 2019 10:00 Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ómar Torfason Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar