Ys og þys út af engu Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 10. október 2019 07:49 Nú þegar kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar er hálfnað er eðlilegt að meta árangur hennar í hinum ýmsu málum, náttúruverndinni þar á meðal. Við sem stóðum í náttúruverndarbaráttu á kjörtímabili vinstri stjórnarinnar 2009-2013 munum að aðild Vinstri grænna að ríkisstjórn er engin trygging fyrir öflugu náttúruverndarstarfi, nema síður sé. Sú ríkisstjórn vann hörðum höndum að uppbyggingu stóriðju á Bakka og í Helguvík, m.a. með framlögum úr ríkissjóði og virkjunum á einstæðum jarðhitasvæðum, leyfi var veitt til leitar og vinnslu olíu í íslensku hafsvæði og svæði eins og Mývatn, miðhálendið og Drangajökulsvíðerni voru sett í svonefndan virkjanaflokk rammaáætlunar. Það voru því ekki miklar væntingar sem maður bar til samstarfs Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, þeim f lokkum sem gangast við því að vera virkjanaf lokkar af gamla skólanum. Engu að síður má ríkisstjórnin eiga það að hún hefur gengið vasklega fram – í hinum óumdeildu málum. Þannig hefur Jökulsá á Fjöllum verið friðuð, enda var hún sett í verndarflokk rammaáætlunar 2013, hefur verið innan þjóðgarðs frá 2008 og ég þekki ekki það orkufyrirtæki sem er svo galið að ætla sér að virkja Dettifoss. Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið stækkaður með því að færa undir hann svæði sem hafði hvort sem er verið sjálfstætt friðland í 45 ár. Og þriðji „stóri“ áfangi þessarar ríkisstjórnar í náttúruverndarmálum var svo skráning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Lauk þar með vegferð sem var svo óumdeild að hún hófst í tíð hægri stjórnarinnar 2013-2017 þegar umhverfisráðherra Framsóknarflokksins tilnefndi þjóðgarðinn til heimsminjaskrár. Á þessum tveimur árum sem liðin eru af kjörtímabilinu hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki lyft litla fingri í umdeildum átakamálum á sviði náttúruverndar, nema þá til að aðstoða framkvæmdaraðila eins og í laxeldismálinu sem þjösnað var í gegnum Alþingi síðastliðið haust. Nefna má nokkur fleiri mál sem benda til þess að svonefndir framkvæmdaaðilar mæti aldrei nokkurri andstöðu hjá þessari ríkisstjórn: Framkvæmdir við Hvalárvirkjun eru hafnar þrátt fyrir neikvætt umhverfismat og fjölda kærumála. Um 50 virkjanir eru í undirbúningi utan Rammaáætlunar, margar hverjar mjög umdeildar. Gefið hefur verið út rannsóknarleyfi fyrir virkjun í Djúpá þrátt fyrir að áin sé í verndarf lokki Rammaáætlunar. Unnið er að undirbúningi virkjunar í Skjálfandafljóti þrátt fyrir að áin sé í biðflokki Rammaáætlunar. Unnið er að gangsetningu kísilvers í Helguvík gegn vilja íbúa í Reykjanesbæ. Unnið er að fjölgun stóriðjuvera á Bakka með tilheyrandi mengun á svæðinu, þörf fyrir fjölgun virkjana og aukna losun gróðurhúsalofttegunda. Undirbúningur fyrir hafnargerð í Finnafirði mun vera kominn á fullt. Undirbúningur fyrir vegagerð í gegnum Teigsskóg er hafinn að nýju. Gengið er hratt á síðustu óspilltu víðernin hér á landi, þ. á m. Drangajökulsvíðerni með virkjun Hvalár og Landsvirkjun vinnur enn að undirbúningi jarðhitavirkjunar á miðhálendinu. Ríkisstjórnin hefur nýtt fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils til að fegra umbúðir náttúruverndarinnar en hún hefur ekki lagt í að taka á innihaldinu. Það kemur í ljós á næstu tveimur árum hvort eftirmæli ríkisstjórnarinnar á þessu sviði verða, en miðað við árangurinn hingað til gætu þau orðið „Ys og þys út af engu“.Höfundur var formaður Landverndar á árunum 2011-2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Hörður Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar er hálfnað er eðlilegt að meta árangur hennar í hinum ýmsu málum, náttúruverndinni þar á meðal. Við sem stóðum í náttúruverndarbaráttu á kjörtímabili vinstri stjórnarinnar 2009-2013 munum að aðild Vinstri grænna að ríkisstjórn er engin trygging fyrir öflugu náttúruverndarstarfi, nema síður sé. Sú ríkisstjórn vann hörðum höndum að uppbyggingu stóriðju á Bakka og í Helguvík, m.a. með framlögum úr ríkissjóði og virkjunum á einstæðum jarðhitasvæðum, leyfi var veitt til leitar og vinnslu olíu í íslensku hafsvæði og svæði eins og Mývatn, miðhálendið og Drangajökulsvíðerni voru sett í svonefndan virkjanaflokk rammaáætlunar. Það voru því ekki miklar væntingar sem maður bar til samstarfs Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, þeim f lokkum sem gangast við því að vera virkjanaf lokkar af gamla skólanum. Engu að síður má ríkisstjórnin eiga það að hún hefur gengið vasklega fram – í hinum óumdeildu málum. Þannig hefur Jökulsá á Fjöllum verið friðuð, enda var hún sett í verndarflokk rammaáætlunar 2013, hefur verið innan þjóðgarðs frá 2008 og ég þekki ekki það orkufyrirtæki sem er svo galið að ætla sér að virkja Dettifoss. Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið stækkaður með því að færa undir hann svæði sem hafði hvort sem er verið sjálfstætt friðland í 45 ár. Og þriðji „stóri“ áfangi þessarar ríkisstjórnar í náttúruverndarmálum var svo skráning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Lauk þar með vegferð sem var svo óumdeild að hún hófst í tíð hægri stjórnarinnar 2013-2017 þegar umhverfisráðherra Framsóknarflokksins tilnefndi þjóðgarðinn til heimsminjaskrár. Á þessum tveimur árum sem liðin eru af kjörtímabilinu hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki lyft litla fingri í umdeildum átakamálum á sviði náttúruverndar, nema þá til að aðstoða framkvæmdaraðila eins og í laxeldismálinu sem þjösnað var í gegnum Alþingi síðastliðið haust. Nefna má nokkur fleiri mál sem benda til þess að svonefndir framkvæmdaaðilar mæti aldrei nokkurri andstöðu hjá þessari ríkisstjórn: Framkvæmdir við Hvalárvirkjun eru hafnar þrátt fyrir neikvætt umhverfismat og fjölda kærumála. Um 50 virkjanir eru í undirbúningi utan Rammaáætlunar, margar hverjar mjög umdeildar. Gefið hefur verið út rannsóknarleyfi fyrir virkjun í Djúpá þrátt fyrir að áin sé í verndarf lokki Rammaáætlunar. Unnið er að undirbúningi virkjunar í Skjálfandafljóti þrátt fyrir að áin sé í biðflokki Rammaáætlunar. Unnið er að gangsetningu kísilvers í Helguvík gegn vilja íbúa í Reykjanesbæ. Unnið er að fjölgun stóriðjuvera á Bakka með tilheyrandi mengun á svæðinu, þörf fyrir fjölgun virkjana og aukna losun gróðurhúsalofttegunda. Undirbúningur fyrir hafnargerð í Finnafirði mun vera kominn á fullt. Undirbúningur fyrir vegagerð í gegnum Teigsskóg er hafinn að nýju. Gengið er hratt á síðustu óspilltu víðernin hér á landi, þ. á m. Drangajökulsvíðerni með virkjun Hvalár og Landsvirkjun vinnur enn að undirbúningi jarðhitavirkjunar á miðhálendinu. Ríkisstjórnin hefur nýtt fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils til að fegra umbúðir náttúruverndarinnar en hún hefur ekki lagt í að taka á innihaldinu. Það kemur í ljós á næstu tveimur árum hvort eftirmæli ríkisstjórnarinnar á þessu sviði verða, en miðað við árangurinn hingað til gætu þau orðið „Ys og þys út af engu“.Höfundur var formaður Landverndar á árunum 2011-2015.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar