Rafíþróttir

Leikar fara að hefjast á heims­meistara­mótinu í Overwatch

Samúel Karl Ólason skrifar
Strákarnir í landsliði Íslands eru nú staddir í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir munu keppa, fyrir Íslands hönd, á heimsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir tryggðu sér rétt til að keppa á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði.

Fyrsti leikur landsliðsins er á fimmtudaginn.



Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).

Þeir eru í riðli með liðum Ástralíu, Nýja-Sjálands og Taílands. Sigurvegari hvers riðils fer svo í úrslitakeppnina. Keppt er um fimm sæti í þeirri keppni en þegar eru Suður-Kórea, Kanada, Kína, Frakkland og Bandaríkin búin að tryggja sér sæti.

Hægt verður að fylgjast með leikjum strákanna og verður það jafnvel hægt í Bíó Paradís á fimmtudaginn.






×