Nýliðar frá Andalúsíu á toppnum á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 18:45 Rui Silva og Domingos Duarte fagna sigri Granada CF um helgina. Getty/Aitor Alcalde Colomer Granada situr í efsta sætinu í spænsku deildinni eftir 1-0 sigur á Real Betis um helgina. Leik Barcelona og Real Madrid var frestað og það gaf nýliðunum tækifæri til að komast á toppinn. Liðið er komið með tuttugu stig eftir tíu leiki. Barcelona, Real Sociedad, Atlético Madrid og Sevilla eru öll einu stigi á eftir og það eru síðan tvö stig niður í Real Madrid í sjötta sætinu.4th June 2019 Granada CF win promotion. 27th October 2019 Granada CF on top of #LaLigaSantander! #LaLigaHistorypic.twitter.com/n8FmD7yhoF — LaLiga (@LaLigaEN) October 27, 2019 Alvaro Vadillo var hetja Granada-liðsins í gær og skoraði eina markið en hann lék einmitt áður með mótherjunum í Real Betis. Barcelona spilar við Real Valladolid annað kvöld og taka því toppsætið aftur með sigri. Granada hefur aldrei unnið titil í 86 ára sögu félagsins en komust næst því tímabilið 1958-59 þegar þeir fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn á móti Barcelona. Barcelona vann þann leik. Besti árangur Granada-liðsins í efstu deild er sjötta sætið sem liðið náði tvisvar sinnum á áttunda áratugnum.Granada have beaten Real Betis to go top of La Liga, after #ElClasico was postponed. In full: https://t.co/qtXVuylaCIpic.twitter.com/oGIHLwx9P3 — BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2019 Granada var búið að vera tvö tímabil í B-deildinni en komst upp með því að ná öðru sætinu síðasta vor. Liðið var í D-deildinni í byrjun aldarinnar en lék í efstu deild frá 2011 til 2017. Diego Martínez, 38 ára Spánverji, tók við liðinu sumarið 2018 og kom því upp á fyrsta ári. Hann hafði áður verið aðstoðarmaður hjá Sevilla og reyndi líka fyrir sér í eitt tímabil hjá Osasuna. Tímabilið byrjaði ekkert alltof vel og liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum. Síðan þá hefur Granada unnið sex af átta leikjum þar af þrjá þeirra 1-0. Á þeim tíma hefur liðið farið úr 14. sætinu og upp í það efsta.Ramon Azeez's Granada are back on top of La Liga after 46 yrs: Azeez was on for 90' as Granada beat Real Betis to go top. He was unlucky not to have scored as his close-range shot hit the crossbar. Granada earlier paraded Isaac Success and Ighalo.pic.twitter.com/9huLSar7u6 — FAST TRACK (@Fastrack100) October 28, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Granada situr í efsta sætinu í spænsku deildinni eftir 1-0 sigur á Real Betis um helgina. Leik Barcelona og Real Madrid var frestað og það gaf nýliðunum tækifæri til að komast á toppinn. Liðið er komið með tuttugu stig eftir tíu leiki. Barcelona, Real Sociedad, Atlético Madrid og Sevilla eru öll einu stigi á eftir og það eru síðan tvö stig niður í Real Madrid í sjötta sætinu.4th June 2019 Granada CF win promotion. 27th October 2019 Granada CF on top of #LaLigaSantander! #LaLigaHistorypic.twitter.com/n8FmD7yhoF — LaLiga (@LaLigaEN) October 27, 2019 Alvaro Vadillo var hetja Granada-liðsins í gær og skoraði eina markið en hann lék einmitt áður með mótherjunum í Real Betis. Barcelona spilar við Real Valladolid annað kvöld og taka því toppsætið aftur með sigri. Granada hefur aldrei unnið titil í 86 ára sögu félagsins en komust næst því tímabilið 1958-59 þegar þeir fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn á móti Barcelona. Barcelona vann þann leik. Besti árangur Granada-liðsins í efstu deild er sjötta sætið sem liðið náði tvisvar sinnum á áttunda áratugnum.Granada have beaten Real Betis to go top of La Liga, after #ElClasico was postponed. In full: https://t.co/qtXVuylaCIpic.twitter.com/oGIHLwx9P3 — BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2019 Granada var búið að vera tvö tímabil í B-deildinni en komst upp með því að ná öðru sætinu síðasta vor. Liðið var í D-deildinni í byrjun aldarinnar en lék í efstu deild frá 2011 til 2017. Diego Martínez, 38 ára Spánverji, tók við liðinu sumarið 2018 og kom því upp á fyrsta ári. Hann hafði áður verið aðstoðarmaður hjá Sevilla og reyndi líka fyrir sér í eitt tímabil hjá Osasuna. Tímabilið byrjaði ekkert alltof vel og liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum. Síðan þá hefur Granada unnið sex af átta leikjum þar af þrjá þeirra 1-0. Á þeim tíma hefur liðið farið úr 14. sætinu og upp í það efsta.Ramon Azeez's Granada are back on top of La Liga after 46 yrs: Azeez was on for 90' as Granada beat Real Betis to go top. He was unlucky not to have scored as his close-range shot hit the crossbar. Granada earlier paraded Isaac Success and Ighalo.pic.twitter.com/9huLSar7u6 — FAST TRACK (@Fastrack100) October 28, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira