Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. október 2019 19:45 Slökkviliðsmenn og fangar (í appelsínugulu) slökkva í glæðum Tick-eldsins við Santa Clarita. Vísir/EPA Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum keppast nú við að stöðva útbreiðslu skógareldanna í vínhéruðum ríkisins sem geisað hafa síðan á miðvikudagskvöld. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri á þessum slóðum um helgina sem ætlað er að muni torvelda slökkvistarf enn frekar. Um fimmtíu þúsund manns hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna en neyðarástandi var lýst yfir í Los Angeles- og Sonoma-sýslum. Orkufyrirtæki PG&E hefur þegar tekið rafmagn af stórum hluta ríkisins og segir að alls gæti þurft að taka það af 36 sýslum til að koma í veg fyrir að eldurinn blossi upp á fleiri stöðum. Um tvær milljónir manna gætu þá verið án rafmagns fram á mánudag. Viðbrögð fyrirtækisins við eldunum hafa sætt gagnrýni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir fyrirtækið einfaldlega hafa vanrækt skyldur sínar með áralangri græði og óstjórn. Líkur hafa verið leiddar að því að fyrirtækið gæti borið ábyrgð á einhverjum eldanna vegna neista frá flutningskerfi þess. Það eru þó ekki allir sem hafa hlýtt fyrirmælum yfirvalda um að yfirgefa svæði þar sem hætta er á eldum. „Lögreglumaður gekk hér fyrir hornið í gær og sagði mér að mér bæri skylda til að yfirgefa svæðið. Það var rangt hjá honum. Ég þarf ekki að gera neitt annað en að sitja hér ef ég vil“ Bob Presley, íbúi í Geyserville. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum keppast nú við að stöðva útbreiðslu skógareldanna í vínhéruðum ríkisins sem geisað hafa síðan á miðvikudagskvöld. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri á þessum slóðum um helgina sem ætlað er að muni torvelda slökkvistarf enn frekar. Um fimmtíu þúsund manns hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna en neyðarástandi var lýst yfir í Los Angeles- og Sonoma-sýslum. Orkufyrirtæki PG&E hefur þegar tekið rafmagn af stórum hluta ríkisins og segir að alls gæti þurft að taka það af 36 sýslum til að koma í veg fyrir að eldurinn blossi upp á fleiri stöðum. Um tvær milljónir manna gætu þá verið án rafmagns fram á mánudag. Viðbrögð fyrirtækisins við eldunum hafa sætt gagnrýni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir fyrirtækið einfaldlega hafa vanrækt skyldur sínar með áralangri græði og óstjórn. Líkur hafa verið leiddar að því að fyrirtækið gæti borið ábyrgð á einhverjum eldanna vegna neista frá flutningskerfi þess. Það eru þó ekki allir sem hafa hlýtt fyrirmælum yfirvalda um að yfirgefa svæði þar sem hætta er á eldum. „Lögreglumaður gekk hér fyrir hornið í gær og sagði mér að mér bæri skylda til að yfirgefa svæðið. Það var rangt hjá honum. Ég þarf ekki að gera neitt annað en að sitja hér ef ég vil“ Bob Presley, íbúi í Geyserville.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09