Daníel Guðni: Vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi Smári Jökull Jónsson skrifar 25. október 2019 20:52 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“ Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“
Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira